Ég er búin að taka comments moderation af þannig að núna á að vera hægt að kommenta á mig villt og galið. Endilega prófið það.
Ég er ekki mikið stemmd fyrir nýja árið, ég er búin að grannskoða allar 600 sjónvarpstöðvarnar sem ég er með og það er ekki einn fréttaþáttur þar sem farið er yfir árið í myndum og máli. Ég bara get ekki tekið á móti nýju ári án þess að skoða hið gamla. Svo datt mér í hug að horfa á áramótaskaupið á netinu en hugsa að það sé tilgangslaust af því að ég hef ekki fylgst nógu vel með fréttum á Íslandi til að fatta brandarana. Ég verð bara að láta annálinn hennar Magnþóru duga. Hér er bara rok og rigning...er einhver búin að fatta að ég er kannski ekki í sem besta skapi. Ég ætti kannksi að bíða aðeins með að skrifa meira þangað til að ég er hressari.
sunnudagur, 31. desember 2006
föstudagur, 29. desember 2006
Ég skipti um frídag, er heima í dag en fer í vinnu á þriðjudaginn, til að geta tekið á móti rafvirkja. Hann ætlar vinandi að segja mér að þetta sé ekkert mál, og kemur eldvélinni nýju fyrir. Ég er orðin dálítið leið á að hafa hana í kassa hérna í ganginum. Þessi líka fína eldavél og ekkert eldað. Ekki það að maður sé neitt sérstaklega svangur þessa dagana, endalaust góðgæti sem maður er að bíta í allan daginn. En svona eru bara jólin.
Ekki er svosem mikið um að vera í vinnunni, það tímir enginn að kaupa gleraugu á þessum árstíma þannig að ég og John, augnlæknirinn erum búin að vera að stússast í að skoða hvað ég þarf að gera til að komast í gegnum sjóntækjafræðina. Hann er búinn að vera mjög hjálplegur en ég verða að viðurkenna að ég er með smá magaverk, þetta er ægileg stærðfræði sem fylgir. Ég þarf að breyta hugsunarhætti sem hefur viðgengist hjá mér síðan í 7. bekk. Það er að ég geti ekki reiknað. Það er það erfiðasta við allt dæmið. (No pun intended!)
Ekki er svosem mikið um að vera í vinnunni, það tímir enginn að kaupa gleraugu á þessum árstíma þannig að ég og John, augnlæknirinn erum búin að vera að stússast í að skoða hvað ég þarf að gera til að komast í gegnum sjóntækjafræðina. Hann er búinn að vera mjög hjálplegur en ég verða að viðurkenna að ég er með smá magaverk, þetta er ægileg stærðfræði sem fylgir. Ég þarf að breyta hugsunarhætti sem hefur viðgengist hjá mér síðan í 7. bekk. Það er að ég geti ekki reiknað. Það er það erfiðasta við allt dæmið. (No pun intended!)
miðvikudagur, 27. desember 2006
Svona líka fín hjá okkur jólin, enginn fullur fyrir utan gluggann þetta árið, Lúkas svo sáttur við alla pakkana sína, steikin aldrei betri, sósan frábær...svona gæti maður lengi heldið áfram. Dave er farinn aftur í vinnuna en ég er heima í dag. Svo þrír dagar í vinnu og svo aftur smá frí yfir áramót. Fínt bara.
sunnudagur, 17. desember 2006
Já, ætli maður sé ekki bara þrjátíu og tveggja í dag. Ég er bara nokkuð ánægð með þetta, helgin búin að vera ljómandi. Ég fékk frí í vinnunni í gær og ég og tengdó fórum með Lúkas í bæinn og versluðum alveg eins og brjálaðar. Ég fékk Brabantia ruslatunnu í afmælisgjöf (ruslið er ekki undir eldhúsvaskinum heldur í tunnu á miðju eldhúsgólfinu og þessvegna mikil þörf á glæsilegri tunnu), og ég keypti mér svo rúmteppi og púða og körfur til að gera allt svona aðeins fínna, fyrir afmælispeninga frá mömmu og pabba og ömmu og afa. Ég er svo ánægð með þetta alltsaman. Við fórum svo með Lúkas til að sjá jólasveininn. Hann var out to lunch þannig að Lúki fékk bara að fara á trampólín í staðinn. Það er fátt jafnskemmtilegt og að hoppa þannig að allir komu heim ánægðir. Í dag ætla ég svo að fá mér croissant í morgunmat, lesa bók, fá indverskan sendan heim (mat ekki mann) í kvöld og horfa á sjónvarpsútgáfu af Hogswatch eftir Terry Pratchett. Mjög spennandi. David Jason í hlutverki Alberts og virkar allt mjög vel gert. Á morgun er förinni svo heitið til Manchester til að skoða jólaljósin þar í bæ og kannski kaupa jólaföt á Lúkas. Hann á að syngja á jólatónleikum á miðvikudaginn og þarf að vera dálítið fínn. Svo þarf náttúrulega að vara sig á þessum jólaketti alltaf hreint.
mánudagur, 11. desember 2006
Ég er búin að vera að reyna að taka mynd af Láka sem á fara á jólakortið í ár. Ég sá fyrir mér hann horfandi dreymnum augum á kertaloga á aðventukransinum, eða horfandi dreymnum augum á litla jólaherðatréð. Láki er ekki alveg sammála mér, blæs á kertið og hoppar upp og niður fyrir framan tréð og er allt annað en dreyminn. Við bökuðum svo köku í gær og ég náði nokkurm skotum af honum útmökuðum í súkkulaðikremi. Kannski meira við hæfi hvort eð er.
Ég er komin í fínt jólaskap, er farin að hlakka heilmikið til að sjá Láka opna pakkana sína. Ég hef reyndar smá áhyggjur af jólamáltíðinni. Hann er núna í einhverju uppreisnarskapi þannig að hann neitar að setjast við matarborðið tilað borða með okkur. Öll kvöld fara núna í öskur og læti bara til að fá hann til að setjast niður. AÐ fá hann til að borða er óreynt ennþá, ég er vanalega of uppgefin til að rífast við hann til að fá hann til að borða líka. Hann ber enga virðingu fyrir mér, pabbi hans getur enn aðeins talað hann til, ég er bara svona einhver leiðinda kerling að hans mati.
Ég er komin í fínt jólaskap, er farin að hlakka heilmikið til að sjá Láka opna pakkana sína. Ég hef reyndar smá áhyggjur af jólamáltíðinni. Hann er núna í einhverju uppreisnarskapi þannig að hann neitar að setjast við matarborðið tilað borða með okkur. Öll kvöld fara núna í öskur og læti bara til að fá hann til að setjast niður. AÐ fá hann til að borða er óreynt ennþá, ég er vanalega of uppgefin til að rífast við hann til að fá hann til að borða líka. Hann ber enga virðingu fyrir mér, pabbi hans getur enn aðeins talað hann til, ég er bara svona einhver leiðinda kerling að hans mati.
föstudagur, 8. desember 2006
þriðjudagur, 5. desember 2006
Ég fór út á djammið með stelpunum í vinnunni á laugardagskvöldið, í rauða kjólnum mínum. Viða gaman, ég er mjög hrifin af bresku djammi, mætt á svæðið fyrir sjö, komin upp í rúm klukkan eitt (og áður en þið spyrjið þá fór ég sjálf í rúmið, ég lifði þetta djamm af!) og komin út á róló klukkan níu morgunin eftir! Ekkert mál. Mér fannst þetta vera emira svona eins og gamlárskvöld af því að það var allt í sprengjum og púkablístrum og fyndnum höttum, en svona eru víst jólin hér. Ég dansaði svo interpretive dans við Like a prayer með Madonnu sem þótti mjög sniðugt. Kannski ekki á sama hátt og mér fannt það fyndið en ég er búin að gefast upp á að bíða eftir því að þær fatti mig. Svo lengi sem þeim finnst ég skrýtin og skemmtileg þá er mér sama.
mánudagur, 4. desember 2006
Þegar Dave var 21 fékk hann sýkingu í hjartað og þurfti að vera á spítala um tíma til að jafna sig. Ég held að hann viti enn ekki almennilega hvað var að enda hefur hann aldrei getað útskýrt þetta fyrir mér svo ég skilji. Allavega, hann er núna búinn að vera með verk í hjartanu í nokkra daga, og ég fann það í gærkvöldi að hann var orðinn hræddur því hann sagði góða nótt á þann hátt að ég held að hann hafi verið að hugsa að hann væri dauður þegar hann vaknaði. Allavega hann fór engu að síður í vinnu í morgun og ég og Lúkas erum hér heima. Hann hringdi svo rétt áðan og sagði að hann væri að fara á bráðamóttöku til að láta líta á sig. Ég sit því hér heima og bíð eftir að heyra frá honum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)