Það er aldeilis hvað ég elska Garminn minn mikið. Hann lætur mig vera betri hlaupara. Og er ótrúleg hvatning til að drífa sig út. Ég er svo spennt að safna upplýsingum til að geta borið saman hitt og þetta. Hann er líka örlátur á kaloríur brenndar þannig að mér finnst ég hafa gert ægilega mikið í hvert sinn sem ég fer út með hann. Í morgun ákvað ég að passa að fylgja fyrirmælum hlaupaþjálfarans míns og byrja hægt og auka svo hraðann. Ákvað að hver kílómetri yrði að vera hraðari en sá síðasti. Hljóp þann fyrsta í rólegheitum og kláraði á 7:39. Sá næsti yrði þá að vera betri en það og ég jók aðeins í . Við annan km pípti garmurinn. 7:35. Fín aukning þar, og ég enn bara að hita upp. Sá að ég gæti alveg haskað mér örlítið í viðbót. Sá þriðji búinn og ég fór á 7:22. Úff, hugsaði ég með mér þá, sá fjórði verður að vera helvíti harkalegur. Ég spitti í og vandaði mig við að halda takti. Píp píp sagði garmur innan skamms. 6:47! Shit! Það þýðir að sá síðasti þarf að vera all svakalegur á minn mælikvarða. En ekki fer ég að gefast upp núna. Og áður en ég vissi af pípir enn í mér. Og ég náði að fara síðasta kílómetrann á 6:22. Frábært! Og ég þarf greinilega að fara að endurskoða hvað ég get og hvað ég held að ég geti. Það býr greinilega miklu meiri orka mér en ég held. Og bara þetta að keppa svona við sjálfa mig hvetur mig áfram.
Ég er að nota síðustu fríklukkutímana mína í dag. Við Lúkas bara heima í nettri Legó stemningu. Ég er búin að þrífa allan kofann og ætla svo að nota daginn í að: 1) líta yfir árið 2011 2) Gera aðgerðaáætlun fyrir 2012.
Það er aftur kominn tími til að huga að sjálfinu.
föstudagur, 30. desember 2011
miðvikudagur, 28. desember 2011
Ég reiknaði örsnöggt í huganum stærðfræðijöfnu nú áðan þegar ég renndi augunum yfir það helsta á facebook. Einhver vina minna hafði sett inn tengil um frétt af glamúrmódeli íslensku sem hefur þyngst um 3 kíló í jólafríi á Íslandi. Sjálf velti ég lítið fyrir mér hversu klént fréttaefnið væri en einbeitti mér því meira að stærðfræðinni. Gefum okkur að glamúrgellan sé 50 kíló. Þriggja kílóa þyngdaraukning er bara þó nokkuð og ég skil hana vel að hafa áhyggjur. Nú er ég ekki langt frá að vera næstum helmingi þyngri en hún og ég hef áhyggjur af þessum sömu þremur jólakílóum. En hristi það fljótt af mér því stærðfræðin sagði mér að ég ætti enn tvö kíló til góða til að fitna í sömu hlutföllum og glæsikvinnan. Best að ná sér í annað staup af beilís.
mánudagur, 26. desember 2011
Til þess að reyna að brjóta upp átið og koma mér í einhvern annan gír í dag ákvað ég að fara til Wrexham, fara í Next og ná í stígvél og pils sem ég hafði pantað í gegnum Next Directory og kíkja á útsöluna sem hófst þar í dag. Next útsalan er eitt af þessu sem ég hef alltaf fylgst með af öfund. Þegar ég vann hjá D & A sá ég Next út um gluggann hjá okkur og þessi annan í jólum útsala var alltaf alveg rosaleg. Verslunin opnar um 6 leytið á morgnana og oftar en ekki er fólk búið að standa í biðröð lengi fyrir utan til að komast í bestu leppana. Útsalan er góð, allt á 50% afslætti og það er ekki slæmt að fá fínni vinnuföt þar, buxur á 20 pund sem áður voru 40 og svo framvegis. Það er nú eiginlega bara í fyrra og svo núna í ár sem ég get samt tekið þátt af einhverju marki. Áður var náttúrulega ekkert til á mig. Og núna ef ég ætlaði mér að ná í eitthvað í minni stærð hefði ég sjálfsagt þurft að vera í biðröðinni klukkan 6 í morgun af því að 14 og 16 eru greinilega vinsælustu númerin og fara fyrst. Þannig að ég gat ekki að því gert en að fyllast smá spenningi við tilhugsunina um að loksins geta keypt mér föt á þessari frægu Next útsölu. Þegar ég var feit var Next eitthvað sem ég bjó til sem viðmið um þar sem ég þráði að geta verslað. Falleg og klassísk föt, allt svona smart casúal sem passaði vel í vinnuna, ekki of dýrt og svo langt utan seilingar fyrir mig. Ég hef þessvegna alltaf sveipað Next einhverjum töfraljóma, fór þangað inn í nánast hverju hádegishléi og ímyndaði mér hvernig lífið væri ef ég gæti bara labbað þangað inn og keypt mér hvað sem mig langaði í. Ég er enn að venjast því að geta bara labbað inn í hvaða búð sem er og þarf í rauninni að fara að víkka sjóndeildarhringinn og fara að labba inn í fleiri búðir en bara Next.
Tilgangurinn var nú samt ekki bara að kaupa á útsölu, ég var aðallega að ná í pöntunina mína. Fór beint upp og mátaði stígvélin. Og skilaði aftur. Þau pössuðu en voru asnaleg á ökklanum. Skrýtið. Ég hafði einhvernvegin alltaf gert ráð fyrir að þegar maður væri komin í venjuleg númer að allt væri bara fínt á manni. Þannig að ökklakrump á stígvélum fara meira í pirrurnar á mér en ella. Ég átti bara ekki von á þessu. Skoðaði pilsið og var mjög efins um að ég myndi nota en út af útsölunni var ekki hægt að máta þannig að ég ákvað að taka það með mér heim. Fór niður og rölti einn hring um búðina. Varð hálf ringluð af mannmergðinni. Sá rauða jólakjólinn minn sem ég keypti í lok ágúst á 45 pund núna niðursettur á 20. Og varð pirruð. Sá einn ágætan vinnukjól á 18 pund en setti aftur á slána þegar ég sá röðina til að borga. Hikaði fyrir framan ullarvinnubuxnaslána, eftir át síðustu dagana finnst mér ég vera 200 kíló og langar ekki í þykkar buxur. Snerist að lokum á hæli og fór út og heim, nennti þessu ekki. Eftir alla þessa tilhlökkun hrökklaðist ég semsagt tómhent og rugluð út.
Mátaði pilsið þegar ég kom heim og ég hefði átt að skila því strax eins og ég vissi, það er ekki sjéns að fá mig í pils. Veit ekki hvað ég var að spá. Þannig að núna þarf ég að gera mér ferð í búð eftir vinnu á miðvikudag. Fór svo á netið til að skoða útsöluvörurnar á netinu og það fyrsta sem ég sé er þetta pils, sem ég var rukkuð 38 pund fyrir núna hægt að fá á 18 pund. Ekki spurning núna um að því verði skilað. Ég þoli ekki útsölur og skil ekki hvað ég var að öfundast út í fólk að geta verlsað. Ég þarf þá alla vega núna að sleppa því algerlega að versla í Next allt 2012. Þá kannski gæti ég verið ánægð með útsölukaup á annan í jólum næst. Ég er bara ekki hagsýn eða sniðug eða með svona útsölugrams í mér.
Tilgangurinn var nú samt ekki bara að kaupa á útsölu, ég var aðallega að ná í pöntunina mína. Fór beint upp og mátaði stígvélin. Og skilaði aftur. Þau pössuðu en voru asnaleg á ökklanum. Skrýtið. Ég hafði einhvernvegin alltaf gert ráð fyrir að þegar maður væri komin í venjuleg númer að allt væri bara fínt á manni. Þannig að ökklakrump á stígvélum fara meira í pirrurnar á mér en ella. Ég átti bara ekki von á þessu. Skoðaði pilsið og var mjög efins um að ég myndi nota en út af útsölunni var ekki hægt að máta þannig að ég ákvað að taka það með mér heim. Fór niður og rölti einn hring um búðina. Varð hálf ringluð af mannmergðinni. Sá rauða jólakjólinn minn sem ég keypti í lok ágúst á 45 pund núna niðursettur á 20. Og varð pirruð. Sá einn ágætan vinnukjól á 18 pund en setti aftur á slána þegar ég sá röðina til að borga. Hikaði fyrir framan ullarvinnubuxnaslána, eftir át síðustu dagana finnst mér ég vera 200 kíló og langar ekki í þykkar buxur. Snerist að lokum á hæli og fór út og heim, nennti þessu ekki. Eftir alla þessa tilhlökkun hrökklaðist ég semsagt tómhent og rugluð út.
Mátaði pilsið þegar ég kom heim og ég hefði átt að skila því strax eins og ég vissi, það er ekki sjéns að fá mig í pils. Veit ekki hvað ég var að spá. Þannig að núna þarf ég að gera mér ferð í búð eftir vinnu á miðvikudag. Fór svo á netið til að skoða útsöluvörurnar á netinu og það fyrsta sem ég sé er þetta pils, sem ég var rukkuð 38 pund fyrir núna hægt að fá á 18 pund. Ekki spurning núna um að því verði skilað. Ég þoli ekki útsölur og skil ekki hvað ég var að öfundast út í fólk að geta verlsað. Ég þarf þá alla vega núna að sleppa því algerlega að versla í Next allt 2012. Þá kannski gæti ég verið ánægð með útsölukaup á annan í jólum næst. Ég er bara ekki hagsýn eða sniðug eða með svona útsölugrams í mér.
sunnudagur, 25. desember 2011
Strákarnir mínir rétta mér aðalpakkann. |
Lukkan yfir einni kjéllingu! |
Aðfangadagur-og kvöld semsagt að harðíslensku sniði hér í Wales, en með breskara móti á jóladag. Og án þess að lasta ættleiddu fósturjörðina þá bera íslensk jól herðar og höfuð yfir þau bresku. Hér er fólk bara fullt og í joggingöllum. Ég er búin að amast við þessu núna í 9 ár og ætti að fara að slaka á yfir þessu, en virðist bara ekki getað komist yfir þennan menningarmismun. Mjög hrokafullt af mér, ég geri mér grein fyrir því, en mér sýnist ég ekki geta breytt viðmóti mínu úr þessu. Vorkenni Dave reyndar smávegis því ég veit að hann vildi að Lúkas fengi að prófa að vakna á jóladagsmorgun og hlaupa niður í spenninginn við að opna pakka. Ég veit ég er vond að þverneita öllum málamiðlunum en svona verður þetta bara að vera. Það er stundum ekki hægt að þóknast öllum.
Nú ligg ég á meltunni eftir kalkúninn hjá tengdó og þakka gvuði og gæfunni fyrir að hafa hlaupið í morgun. Ekki það að ég hafi náð að vinna mér inn debit fyrir öllu því sem ég át en samt skárra en ekkert. Og nudda saman höndum af tilhlökkun þegar ég verð orðin nógu svöng aftur til að fá mér slettu af jólagraut. Hann tókst með eindæmum vel í ár.
þriðjudagur, 20. desember 2011
Ég og mamma í Wales sumarið 2006. |
Tilgangurinn er ekki að láta fólki líða illa á aðventunni. Auðvitað fylgir eðlilegu lífi örlítið kæruleysi og smávegis nautnalíf. Mig langar frekar til að minna fólk á að það er alltaf til von. Að það er alveg sama hversu svart þetta virðist að það er alltaf leið út úr ógöngunum. Og að það er alltaf ástæða til að halda áfram.
Þannig að ég ætla bara að leggja frá mér pokann og njóta Íslands á annan hátt en með lúkurnar útataðar í súkkulaði. Til dæmis svona:
Ég og mamma á skokki í morgun. |
mánudagur, 19. desember 2011
Það hefði þótt saga til Eyrabakka fyrir nokkru síðan ef ég hefði byrjað afmælisdaginn á léttu skokki um snæviþaktar gangstéttar heimabæjar míns. 37 ára og aldrei verið betri. Opnaði pakka, knúsaði mömmu og pabba og Lúkas og fór svo út að hlaupa. Á Íslandi er kalt og dimmt. Og miklu kaldara og dimmara en manni finnst í minningunni. Mér bregður alltaf smávegis þegar ég kem heim og finn kuldann. Klæddi mig bara aðeins betur en í Rhos og fór út. Þorpið mitt hefur breyst á þessum 9 árum sem ég hef verið í burtu, og það mikið að ég fann allskonar göngustíga og slóða sem ég kannaðist ekkert við. Horið fraus í nefinu við hvern andardrátt og ég verð að viðurkenna að ég hefði átt að klæða lærin betur, þau urðu helblá. En djöfull var þetta gaman. Trax gormarnir svínvirka, ég var öruggari en þegar ég hleyp í rigningu í Wales. Og hnéð fraus bara og ég fann ekkert fyrir bólgu eða verkjum. Frábært. Síðan þá hef ég ekki komist út fyrir veðri. Er meira að segja farin að íhuga að nota bretti út í íþóttahúsi. Ég veit samt að ég þarf að byrja aftur í prógrammi. Síðan ég hljóp 10 km hef ég verið að hlaupa bara svona eitthvað og vantar orðið meiri staðfestu. Ég ætla að endurtaka 10 km prógrammið. Mér finnst best að vera með plan.
Ég er svo bara á fullu í að njóta þess að vera heima. Fæ öðruhvoru svona kast inni í mér þar sem ég hugsa að ég verði að hlaupa út í búð að kaup Nóa kropp og Lindubuff á meðan ég hef tækifæri til, en stoppa sjálfa mig svo af vegna þess að ég finn að þetta er tilbúin tilfinning. Mér finnst bara að ég þurfi að fá þetta en langar ekki í í alvörunni. Ég held að mig vanti alltaf smá drama. Áður fyrr hefði ég látið dramann ráða ferðinni og eftir ákvörðunina um að hætta að borða mat og drekka bara laxerolíu á meðan ég tjaldaði í ræktinni hefði óhjákvæmilega fylgt dramatískt atriði þar sem ég myndi troða í andlitið til að bæta upp skortinn. Ég held mig enn við dramatíkina. Tek mismunandi ákvarðanir, ríf í hár mitt og skegg og kveina um að léttast hægt, breyti um skoðun og taktík stanslaust. Munurinn er að undir dramanum núna er stöðugur grunnur sem ég get alltaf leitað til og heldur dramanum í skefjum. Draminn kryddar þetta bara og gerir spennandi. En það að vita að undir niðri er ég samkvæm sjálfri mér er það sem þetta snýst um í alvörunni.
Hrossabjúgu í kvöld. Namm.
Þollararnir fríðu. |
Afmælispartýið var svo líka alveg frábært þó sjálf hafi ég orðið aðeins of spennt og æst og þurfti að lokum að leggja mig. Ég er bara ekki í þjálfun! Áfengi er eitt af því sem mér fannst fínt að sleppa, ég sakna þess ekki að fá mér eitt og eitt glas, get alveg sleppt því og sparað mér hitaeiningarnar.
Ég er svo bara á fullu í að njóta þess að vera heima. Fæ öðruhvoru svona kast inni í mér þar sem ég hugsa að ég verði að hlaupa út í búð að kaup Nóa kropp og Lindubuff á meðan ég hef tækifæri til, en stoppa sjálfa mig svo af vegna þess að ég finn að þetta er tilbúin tilfinning. Mér finnst bara að ég þurfi að fá þetta en langar ekki í í alvörunni. Ég held að mig vanti alltaf smá drama. Áður fyrr hefði ég látið dramann ráða ferðinni og eftir ákvörðunina um að hætta að borða mat og drekka bara laxerolíu á meðan ég tjaldaði í ræktinni hefði óhjákvæmilega fylgt dramatískt atriði þar sem ég myndi troða í andlitið til að bæta upp skortinn. Ég held mig enn við dramatíkina. Tek mismunandi ákvarðanir, ríf í hár mitt og skegg og kveina um að léttast hægt, breyti um skoðun og taktík stanslaust. Munurinn er að undir dramanum núna er stöðugur grunnur sem ég get alltaf leitað til og heldur dramanum í skefjum. Draminn kryddar þetta bara og gerir spennandi. En það að vita að undir niðri er ég samkvæm sjálfri mér er það sem þetta snýst um í alvörunni.
Hrossabjúgu í kvöld. Namm.
fimmtudagur, 15. desember 2011
mánudagur, 12. desember 2011
Það var alveg voðalega gaman á laugardagskvöldið og ekki síður fyrir það að mér fannst ég vera ægilega foxý. Og ekki bara foxý heldur líka mest kúl af öllum kellingunum á svæðinu. (Það var ekki jafn gaman á sunnudagsmorgun og ég var hvorki kúl né foxý þá en við látum það liggja á milli hluta.)
Ég er rétt um 86 kíló. Og án þess að vera eitthvað að segja að nú sé ég hætt og búin að gefast upp og gefa sjálfri mér veiðileyfi á næstu Makkintossdollu nú á jólavertíðinni þá verðum við líka að vera raunhæf. Það er stundum bara betra að láta sig berast með straumnum frekar en stanslaust að vera að berjast á móti með pusið í andlitið endalaust. Í stað þess að einblína á vigtina nú næstu dagana ætla ég að halda áfram að skemmta mér.
Mér finnst nefnilega gaman núna. Tengdó gaf mér pening í afmælisgjöf og ég fór í Next á sunnudaginn og keypti mér gallabuxur; slim fit, númer 14. Mig langaði til að fá mér feitan borgara og Pringles í þynnkunni en rétti mig við með buxunum. Það er kannski dálítið drasktískt en mig vantaði eitthvað áþreifanlegt til að minna mig á að það er svo miklu betra að passa í slim fit buxur en að fá feitan borgara. Og það allt án þess að finnast ég vera undir einhverri pressu. Ég borða KitKat og fæ smá samviskubit, en svo jafna ég það út með hreyfingu og með skynsamlegum ákvörðunum í þynnku og með 95% súperhollu fæði að öðru leyti.
Svo er ég farin að hlakka til að koma heim. Er með snjógormana tilbúna á hlaupskónum þannig að ég ætti að geta hlaupið smávegis á milli þess sem ég borða pissuköku og hitti vini og fæ mér göróttan drukk og sýni Láka jólaljósin á Íslandi. Og ég og alheimurinn erum í jafnvægi.
Ég er rétt um 86 kíló. Og án þess að vera eitthvað að segja að nú sé ég hætt og búin að gefast upp og gefa sjálfri mér veiðileyfi á næstu Makkintossdollu nú á jólavertíðinni þá verðum við líka að vera raunhæf. Það er stundum bara betra að láta sig berast með straumnum frekar en stanslaust að vera að berjast á móti með pusið í andlitið endalaust. Í stað þess að einblína á vigtina nú næstu dagana ætla ég að halda áfram að skemmta mér.
Mér finnst nefnilega gaman núna. Tengdó gaf mér pening í afmælisgjöf og ég fór í Next á sunnudaginn og keypti mér gallabuxur; slim fit, númer 14. Mig langaði til að fá mér feitan borgara og Pringles í þynnkunni en rétti mig við með buxunum. Það er kannski dálítið drasktískt en mig vantaði eitthvað áþreifanlegt til að minna mig á að það er svo miklu betra að passa í slim fit buxur en að fá feitan borgara. Og það allt án þess að finnast ég vera undir einhverri pressu. Ég borða KitKat og fæ smá samviskubit, en svo jafna ég það út með hreyfingu og með skynsamlegum ákvörðunum í þynnku og með 95% súperhollu fæði að öðru leyti.
Svo er ég farin að hlakka til að koma heim. Er með snjógormana tilbúna á hlaupskónum þannig að ég ætti að geta hlaupið smávegis á milli þess sem ég borða pissuköku og hitti vini og fæ mér göróttan drukk og sýni Láka jólaljósin á Íslandi. Og ég og alheimurinn erum í jafnvægi.
laugardagur, 10. desember 2011
Þegar maður er að berjast við feituna og/eða ljótuna þykir mér skynsamlegast að gera þveröfugt við það sem manni langar til að gera. Tilhneigingin er að fara í joggarann eða mussu, setja hárið í lufsulegt tagl, sleppa málningunni og láta augabrúnir missa lit og lögun. Þetta hjálpar ekki til við ljótu og feitu. Eins erfitt og það er þegar þessi skaðvaldur ber á dyr þá er alveg lífsnauðsynlegt að taka á því sem allra, allra fyrst og lita og plokka, fara helst í partýgallanum út í Kaupfélag og mála sig enn meira en vanalega. Kaupa jafnvel rauðan varalit, eða byrja að nota kinnalit. Varast skal þó öfgar og ég mæli eindregið gegn róttækum aðgerðum eins og klippingu á þessum tímapunkti. Það getur aldrei endað vel.
Sjálf er ég búin að berjast við eitthvað sem ég held að ég ein í heiminum þjáist af. Ég er búin að vera með mjóuna alla vikuna. Mér finnst ég svo mjó. Það er náttúrulega alveg ljómandi tilfinning og það eina slæma sem mjóunni fylgir er hálfgert kæruleysi. Þetta byrjaði allt með hringunum mínum á mánudagsmorgun. Vanalega hef ég fengið mér eitthvað skrýtið á sunnudegi en öfugt við öll mín plön eftir kapphlaupið sem sögðu að ég gæti étið eins og mig lysti eftir hlaup, þá bara gleymdi ég að troða í mig. Þannig að þeir hringluðu á beinunum á mánudeginum. Og ég sá að ég var þvengmjó. Á þriðjudeginum fékk ég svo að heyra frá samstarfsmanni mínum að ég væri alltaf að grennast. Hann sæji mun á mér dag frá degi. Og þar með kom það. Ég er mjó og þarf ekki frekar að pæla í þessu. Í sambland við þetta er svo búið að vera brjálað að gera í vinnunni þannig að ég hef verið að borða á hlaupum lítið og illa. Er eiginlega búin að vera svöng alla vikuna sem náttúrulega endar með því að ég fæ mér kitkat á miðvikudegi. Og fimmtudegi.Og eftilvill á föstudegi líka. Hlaup voru bara tvö 5 km spretthlaup sem er einn þriðji af því sem ég vanalega geri.
Þetta allt samanlagt þýðir að ég vakna svo í morgun með feituna. Er að fara í svakalegt jólapartý í kvöld í galla sem krefst þess að ég sé ekki bara mjó heldur með mjótt hugarfar líka. Þannig að ég er núna búin að gera gagnárás. Er komin í feitustu fötin mín og ætla ómáluð og hrikaleg til Wrexham með Láka í klippingu. Þannig verð ég feit og ljót í allan dag og þegar ég svo fer í mjóa gallann minn og set á mig stríðsmálningu kem ég til með að finna svo svakalegan mun að ég verð aftur þvengmjó. Up there for thinking!
Sjálf er ég búin að berjast við eitthvað sem ég held að ég ein í heiminum þjáist af. Ég er búin að vera með mjóuna alla vikuna. Mér finnst ég svo mjó. Það er náttúrulega alveg ljómandi tilfinning og það eina slæma sem mjóunni fylgir er hálfgert kæruleysi. Þetta byrjaði allt með hringunum mínum á mánudagsmorgun. Vanalega hef ég fengið mér eitthvað skrýtið á sunnudegi en öfugt við öll mín plön eftir kapphlaupið sem sögðu að ég gæti étið eins og mig lysti eftir hlaup, þá bara gleymdi ég að troða í mig. Þannig að þeir hringluðu á beinunum á mánudeginum. Og ég sá að ég var þvengmjó. Á þriðjudeginum fékk ég svo að heyra frá samstarfsmanni mínum að ég væri alltaf að grennast. Hann sæji mun á mér dag frá degi. Og þar með kom það. Ég er mjó og þarf ekki frekar að pæla í þessu. Í sambland við þetta er svo búið að vera brjálað að gera í vinnunni þannig að ég hef verið að borða á hlaupum lítið og illa. Er eiginlega búin að vera svöng alla vikuna sem náttúrulega endar með því að ég fæ mér kitkat á miðvikudegi. Og fimmtudegi.Og eftilvill á föstudegi líka. Hlaup voru bara tvö 5 km spretthlaup sem er einn þriðji af því sem ég vanalega geri.
Partýgallinn útpældur og tilbúinn |
sunnudagur, 4. desember 2011
Við byrjunarreit. |
Ég kom mér fyrir alveg aftast til að vera ekki fyrir neinum og áður en ég vissi af var flautað og við lögðum af stað. Á undir þremur mínútum fóru allir fram úr mér og ég var komin alveg aftast. Var alveg síðust. Ég hugsaði með mér að það skipti í alvörunni ekki máli, ég myndi örugglega sjá fólk hægja á sér og byrja að labba von bráðar ef það ætlaði að byrja svona skart. Hélt mér á tæpum 7 mínútna hraða og naut þess þegar sólin skein skyndilega í gegnum skýin og rigningunni slotaði. Það var smávegis skrýtið að vera öftust, sjúkrabíll keyrði löturhægt á eftir mér og ég gat ekki gert neitt nema haldið tempói. Ég sá alltaf í aftari hópinn á þessum tíma og naut þess bara að vera úti og hlaupandi. Tók svo fram úr tveimur hlaupurum og var þá að minnsta kosti ekki síðust lengur. Nikeplus pípti svo til að láta mig vita að ég hafði hlaupið í hálftíma og ekki löngu eftir það sá ég 3ja mílna merkið. Það voru engin kílómetra merki svo ég reiknaði fljótt út að ég þyrfti að fara rétt rúmar 6 mílur.
Rétt að komast í mark |
Við fimmtu mílu var ég alveg búin á því. Þurfti þá að nota hugsanir sem snérust um hvað ég væri dugleg. Hvað ég hefði gert miklar og góðar breytingar á lífi mínu. Og svo pípti tækið og sagði að ég hefði hlaupið í klukkutíma.Gat ekki annað en kíkt á nikeplus til að sjá hvað það væri langt eftir. Og sá að ég hafði farið rúma 9 kílómetra. Vissi þá að nikeplus var ekki að mæla þetta rétt, eins og ég reyndar vissi alveg eftir að hlaupið með Hörpu og Ólínu í Chester og garmin tækin þeirra sýndu allt annað en græjan mín. Fylgdist eftir það vel með og þegar tækið mitt sýndi 10 km hafði ég hlaupið í 67 mínútur. Sem miðað við hin vitlaust mældu hlaupin mín er náttúrulega gífurleg bæting. Svo var ekkert annað en að halda áfram í gegnum rokið og rigninguna.
Lokamarkið kom svo nokkuð óvænt. Dave beið eftir mér, stóð úti í rigningunni til að hvetja mig áfram og ná af mér mynd.
Ég fann lítið fyrir adrenalíni eða hvatningu frá öðrum hlaupurum af því að ég var alltaf ein. Næst myndi ég vilja taka þátt í hlaupi þar sem fleiri á mínu leveli taka þátt. Og ég ætla að nota næstu 12 mánuðina til að léttast og æfa mig og næst þegar ég tek þátt verð ég ekki öftust.
Fyndnast er að þetta var mitt fyrsta 10 km hlaup. Hin skiptin sem ég hljóp þessa vegalengd hef ég sjálfsagt bara farið 9.5. Þannig að ég ætla að taka þessu sem persónulegu meti. Samkvæmt opinberum tímamælingum skipuleggjaranna hljóp ég 10 km á 70:24. Og var fimmta frá botni. Ég skil þessvegna alls ekki hvar hinir fjórir hlaupararnir voru, ég tók alls ekki eftir því að það væru fleiri en tveir á eftir mér.
Ég er gífurlega stolt af sjálfri mér. Þetta var alveg svakalega skemmtilegt og nú hef ég alvöru markmið til að koma 10 km hraðanum mínum niður fyrir 70 mínútur. Og ég er líka búin að vera rosa góð stelpa í ár og fæ vonandi garmin frá jólasveininum. Mér finnst ég eiga það skilið.
föstudagur, 2. desember 2011
Það hreinlega rýkur af mér akkúrat núna. Ég er hoppandi um af æsingi og þarf að reyna að róa mig niður. Vegna vinnu hef ég ekki komist út að hlaupa síðan á þriðjudagsmorgun og með hugann við að ég ætla að taka þátt í kapphlaupi á sunnudag var ég farin að iða að komast í eitt gott æfingahlaup til að vera viss um að ég væri í formi. Þannig að þegar ég kom heim, leyfði ég bara þvottinum að vera ósamanbrotinn og Legó að liggja á gólfinu og tannkremsklessunni að vera í vaskinum, fór frekar í gallann og beint út að hlaupa. Og ég veit ekki hvað það var, hvort allt fólkið sem var á ferli hafði þessi áhrif á mig, eða hvort það henti mér betur að hlaupa seinnipartinn eða hvort ég sé einfaldlega að verða betri hlaupari en ég setti persónulegt hraðamet. 5 km á 32 mínútum. Jása! Þetta var æðislegt. Í hvert sinn sem mig langaði til að hægja á mér, hugsaði ég um buxurnar sem ég keypti í gær.
Enn sem áðurhafði ég misst af strætó. Í stað þess að sitja fúl og pirruð á stoppistöðinni minni ákvað ég að taka 5 mínútna röltið niður í bæ í Chester og skoða jólaljósin, skrautið og fólkið og ná svo strætó heim þaðan. Af einhverjum ástæðum álpaðist ég inn í New Look og fann þar alveg óvart buxur sem ég er búin að vera að leita að síðan í september. Greip þær í 16 og mátaði. Var í þykkum sokkabuxum en nennti ekki úr þeim og fór í buxurnar yfir. Og þær voru nokkuð rúmar. En alveg jafn flottar og ég var að vona. Ákvað að spreða pening sem ég á ekki til í þær. En á leiðinni að kassanum fór ég að hugsa. Þessar voru rúmar. Væri ekki gáfulegra að eyða pening sem ég á ekki til í buxur sem eru smá litlar núna en duga þá allavega lengur? Skilaði 16 á rekkann og greip 14. Hafði ekki tíma til að máta og fór bara og borgaði og tók andköf af spenningi. Myndi ég geta farið í buxurnar strax eða þurfti ég að bíða? Hugsa með sér! Buxur, úr efni, í stærð 14 (FJÓRTÁN!) og ég í þeim. Ótrúlegt. Og það gekk eftir. Um leið og ég kom heim reif ég mig úr sokkabuxunum og í buxurnar og voílá! Ég er í þeim. Hneppi án þess að halda í mér andanum og er svo fín.
Að hugsa sér. Þegar öll von er úti og það er ekkert eftir nema að drekkja sér í súkkulaðibaði, er hægt að snúa öllu við og enda í buxum í stærð 14. Það er vinna og það er erfitt og stundum er það óréttlátt og einstaka sinnum leiðinlegt en mestmegnis er vinnan bara skemmtileg. Og gefandi. Og upplífgandi. Og maður endar í buxum í stærð 14. Ég held ég geti ekki lagt nógu mikla áherslu á það. Að meira að segja gersamlega glötuði keisi eins og mér er viðbjargandi. Ég gat slitið ævilöngu ástarævintýri mínu með súkkulaði og fundið betra og meira gefandi samband. Við sjálfa mig.
Og þar var ég í kvöld. Á hundrað kílómetra hraða, hlæjandi í vindinum. Taglið sveiflaðist í takt við fótatökin og í hvert sinn sem andardrátturinn varð þungur eða lungun kvörtuðu hugsaði ég um buxurnar mínar. Þetta fléttast nefnilega allt saman. Hamingjan sem ég finn einfaldlega vegna þess að ég get hlaupið á hundrað kílómetra hraða. Og hamingjan sem ég finn þegar ég er sæt í buxum úr efni.
Það er allt hægt.
Enn sem áðurhafði ég misst af strætó. Í stað þess að sitja fúl og pirruð á stoppistöðinni minni ákvað ég að taka 5 mínútna röltið niður í bæ í Chester og skoða jólaljósin, skrautið og fólkið og ná svo strætó heim þaðan. Af einhverjum ástæðum álpaðist ég inn í New Look og fann þar alveg óvart buxur sem ég er búin að vera að leita að síðan í september. Greip þær í 16 og mátaði. Var í þykkum sokkabuxum en nennti ekki úr þeim og fór í buxurnar yfir. Og þær voru nokkuð rúmar. En alveg jafn flottar og ég var að vona. Ákvað að spreða pening sem ég á ekki til í þær. En á leiðinni að kassanum fór ég að hugsa. Þessar voru rúmar. Væri ekki gáfulegra að eyða pening sem ég á ekki til í buxur sem eru smá litlar núna en duga þá allavega lengur? Skilaði 16 á rekkann og greip 14. Hafði ekki tíma til að máta og fór bara og borgaði og tók andköf af spenningi. Myndi ég geta farið í buxurnar strax eða þurfti ég að bíða? Hugsa með sér! Buxur, úr efni, í stærð 14 (FJÓRTÁN!) og ég í þeim. Ótrúlegt. Og það gekk eftir. Um leið og ég kom heim reif ég mig úr sokkabuxunum og í buxurnar og voílá! Ég er í þeim. Hneppi án þess að halda í mér andanum og er svo fín.
Að hugsa sér. Þegar öll von er úti og það er ekkert eftir nema að drekkja sér í súkkulaðibaði, er hægt að snúa öllu við og enda í buxum í stærð 14. Það er vinna og það er erfitt og stundum er það óréttlátt og einstaka sinnum leiðinlegt en mestmegnis er vinnan bara skemmtileg. Og gefandi. Og upplífgandi. Og maður endar í buxum í stærð 14. Ég held ég geti ekki lagt nógu mikla áherslu á það. Að meira að segja gersamlega glötuði keisi eins og mér er viðbjargandi. Ég gat slitið ævilöngu ástarævintýri mínu með súkkulaði og fundið betra og meira gefandi samband. Við sjálfa mig.
Og þar var ég í kvöld. Á hundrað kílómetra hraða, hlæjandi í vindinum. Taglið sveiflaðist í takt við fótatökin og í hvert sinn sem andardrátturinn varð þungur eða lungun kvörtuðu hugsaði ég um buxurnar mínar. Þetta fléttast nefnilega allt saman. Hamingjan sem ég finn einfaldlega vegna þess að ég get hlaupið á hundrað kílómetra hraða. Og hamingjan sem ég finn þegar ég er sæt í buxum úr efni.
Það er allt hægt.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)