
fimmtudagur, 31. desember 2009

mánudagur, 28. desember 2009
laugardagur, 26. desember 2009
Þessi jól hafa verið þau bestu í manna minnum og þó víðar væri leitað. Lúkas var svo fínn og sætur, opnaði alla pakkana sína með gleðilátum og var jafn kátur með allt saman. Allt var æðislegt að hans mati. Það er svo gaman að vita að hann er ekki jafn hræðilegur og ég sem er vanþakklát og erfið að gefa gjafir. Maturinn heppnaðist svakalega vel, húsið var svo fallega skreytt, og það voru lítil sem engin fylleríslæti fyrir utan. Mér leið náttúrulega alveg svakalega vel í pínkulitla kjólnum mínum, hef ekki verið svona fitt síðan 1999. Það er ekki slæmt að skafa af sér tíu ár. (Sem þýðir að ég er núna aftur orðin töttöguogfemm!) En ef ég má vera með smá veraldargæðahyggju þá var jólagjöfin frá Dave það besta sem ég hef nokkurn tíma eignast. Hann gaf mér i-pod nano sem hann lét grafa á "each step you take brings you closer to your goal". Með honum fylgdi svo nike+. Það er snilldargræja. Maður stingur tölvukubbi í i-podinn og öðrum kubbi í strigaskóna og þannig getur tækið mælt hraða, vegalengd og kalóríur brenndar á meðan að maður hleypur. Það gefur manni feedback og lætur mann vita hvað maður á að gera. Þannig að um leið og snjóa leysir þá er ég farin út að hlaupa. Nýjir skór og i-pod og eiginmaður sem hefur svona ofurtrú á manni. Er ekki lukkan yfir mér alltaf hreint? Eina áhyggjuefnið er að ég fór beint inn á i-tunes til að setja inn rokklög til að hlaupa með í eyrunum og einhvern vegin þá varð fyrsta dánlódið Patience með Take That. Er mér greinilega eitthvað farið að förlast. Eða þannig.
fimmtudagur, 24. desember 2009
miðvikudagur, 23. desember 2009
 nema kannski smákökubakstri sem var bara sleppt. Eiginmaður minn hefur alltaf sagt að honum finnist best að halda bara íslensk jól, það sé miklu mikilvægara að ég fái hátíðleg jól en að hann fari í fyllerí með hinum Bretunum á aðfangadag. Hann viðurkenndi reyndar loksins í dag að honum finnist smá sárt að Lúkas upplifi aldrei þennan gífurlega spenning sem myndast við að bíða eftir að sofna, vakna svo á jóladagsmorgun til að hlaupa niður til að sjá hvað "Father Christmas" hafi skilið eftir undir trénu. En honum finnst það ekki jafn sárt og að ef ég fengi ekki að halda íslensk jól þannig að hann bara leyfir mér að ráða. Og ég er svo sjálfselsk og eigingjörn að ég segji bara takk og held mínu striki. Ég fórna því til dæmis að Láki tali almennilega íslensku þannig að mér finnst sjálfsagt að ég fái jólin í staðinn. Nú er tréð komið í hús og bíður eftir að vera skreytt, húsið ilmar af ajax í bland við furunálar. Ég á eftir að pakka inn tveimur gjöfum sem ég ætla að gera í kvöld þegar Láki er sofnaður, og hlusta á íslenska jólatónlist á meðan ég geri það. Á morgun er svo rútínan alveg sett; rjómagrauturinn eldaður, farið í jólakorta-og gjafaúthlutunargöngutúr, jólamessan á netinu, hamborgarhryggur, gjafir og svo kortin lesin upp. Verður ekki betra. Jú, reyndar eitt sem er ný hefð. Það er víst fimmtudagur á morgun þannig að ég byrja daginn á að vigta mig. Jólavigtin. Það er skemmtileg hefð.
nema kannski smákökubakstri sem var bara sleppt. Eiginmaður minn hefur alltaf sagt að honum finnist best að halda bara íslensk jól, það sé miklu mikilvægara að ég fái hátíðleg jól en að hann fari í fyllerí með hinum Bretunum á aðfangadag. Hann viðurkenndi reyndar loksins í dag að honum finnist smá sárt að Lúkas upplifi aldrei þennan gífurlega spenning sem myndast við að bíða eftir að sofna, vakna svo á jóladagsmorgun til að hlaupa niður til að sjá hvað "Father Christmas" hafi skilið eftir undir trénu. En honum finnst það ekki jafn sárt og að ef ég fengi ekki að halda íslensk jól þannig að hann bara leyfir mér að ráða. Og ég er svo sjálfselsk og eigingjörn að ég segji bara takk og held mínu striki. Ég fórna því til dæmis að Láki tali almennilega íslensku þannig að mér finnst sjálfsagt að ég fái jólin í staðinn. Nú er tréð komið í hús og bíður eftir að vera skreytt, húsið ilmar af ajax í bland við furunálar. Ég á eftir að pakka inn tveimur gjöfum sem ég ætla að gera í kvöld þegar Láki er sofnaður, og hlusta á íslenska jólatónlist á meðan ég geri það. Á morgun er svo rútínan alveg sett; rjómagrauturinn eldaður, farið í jólakorta-og gjafaúthlutunargöngutúr, jólamessan á netinu, hamborgarhryggur, gjafir og svo kortin lesin upp. Verður ekki betra. Jú, reyndar eitt sem er ný hefð. Það er víst fimmtudagur á morgun þannig að ég byrja daginn á að vigta mig. Jólavigtin. Það er skemmtileg hefð. mánudagur, 21. desember 2009

 Aðventan hefur farið fram nokkuð átakalaus hérna hjá mér. Ég einsetti mér það takmark að vera ekkert að éta mig neitt í gegnum desember mánuð og það hefur bara tekist. Það sem hefur ekki tekist er að breyta "allt eða ekkert" hugsunarhættinum sem ég glími við. Hjá mér er allt annaðhvort "fullkomið" eða "falleinkunn". Ég er búin að reyna allt sem ég get til að láta sjálfa mig skilja að það er ekki hægt að vera fullkomin (maður á að reyna það eins og mögulegt er) en á sama máta þá þarf maður ekki að gefa sjálfum sér falleinkunn og gefast upp þegar maður nær ekki fullkomnuninni. Það sem hefur gert það að verkum að mér hefur loksins tekist að léttast og halda því af mér að er að ég er ekkert að flýta mér. Sem þýðir að ég borða alvöru mat og fæ mér líka vitleysu öðru hvoru. En ég get ekki hætt að vera með samviskubit. Alveg sama hvað ég sé og skil að þetta er eina leiðin til að láta þetta virka þá finnst mér alltaf þegar ég fæ mér "eitthvað gott" að ég sé að falla. Og þessvegna kvíði ég fyrir aðfangadegi. Ég hlakka svo til að fá mér rjómagraut og Nóa konfekt og hamborgarhrygg og makkintoss og rauðvín og Baileys, og ég skammast mín fyrir að hlakka svona mikið til þess. Mér finnst að með því að hlakka til þá þýði það að maturinn ráði og ég sé búin að tapa. Ég veit að þetta er rugl, það er örugglega fullt af náttúrlega mjóu fólki sem hlakkar til jólamáltíðarinnar en ég get ekki að þessu gert. Ég vil nefnilega ekki hugsa að "ég eigi nammið og matinn skilinn" því það breytir mat í verðlaun. Ég vil ekki gera þetta að svona miklu máli en ég get ekki annað en reynt að hugsa um þetta og plana því það er eina leiðin fyrir mig til að komast nokkurn vegin ósködduð frá þessu. Og á sama tíma er ég að hugsa "hvað er þetta eiginlega manneskja, þú færð þér bara að borða eins og allir aðrir sem halda upp á jól, og byrjar svo bara upp á nýtt á morgun!" Og er algerlega rugluð í ríminu. Alla vega, þangað til þá ætla ég að æfa og telja og vigta og detta ekki í súkkulaði dósirnar og kexpakkana sem eru út um allt í vinnunni og reyna að njóta aðfangadags eins og ég get. Ég er að læra þetta allt upp á nýtt og ég verð að muna það. Og það tók mig 35 ár að verða eins og ég er, ég breyti því ekkert alveg á nokkrum mánuðum.
 Aðventan hefur farið fram nokkuð átakalaus hérna hjá mér. Ég einsetti mér það takmark að vera ekkert að éta mig neitt í gegnum desember mánuð og það hefur bara tekist. Það sem hefur ekki tekist er að breyta "allt eða ekkert" hugsunarhættinum sem ég glími við. Hjá mér er allt annaðhvort "fullkomið" eða "falleinkunn". Ég er búin að reyna allt sem ég get til að láta sjálfa mig skilja að það er ekki hægt að vera fullkomin (maður á að reyna það eins og mögulegt er) en á sama máta þá þarf maður ekki að gefa sjálfum sér falleinkunn og gefast upp þegar maður nær ekki fullkomnuninni. Það sem hefur gert það að verkum að mér hefur loksins tekist að léttast og halda því af mér að er að ég er ekkert að flýta mér. Sem þýðir að ég borða alvöru mat og fæ mér líka vitleysu öðru hvoru. En ég get ekki hætt að vera með samviskubit. Alveg sama hvað ég sé og skil að þetta er eina leiðin til að láta þetta virka þá finnst mér alltaf þegar ég fæ mér "eitthvað gott" að ég sé að falla. Og þessvegna kvíði ég fyrir aðfangadegi. Ég hlakka svo til að fá mér rjómagraut og Nóa konfekt og hamborgarhrygg og makkintoss og rauðvín og Baileys, og ég skammast mín fyrir að hlakka svona mikið til þess. Mér finnst að með því að hlakka til þá þýði það að maturinn ráði og ég sé búin að tapa. Ég veit að þetta er rugl, það er örugglega fullt af náttúrlega mjóu fólki sem hlakkar til jólamáltíðarinnar en ég get ekki að þessu gert. Ég vil nefnilega ekki hugsa að "ég eigi nammið og matinn skilinn" því það breytir mat í verðlaun. Ég vil ekki gera þetta að svona miklu máli en ég get ekki annað en reynt að hugsa um þetta og plana því það er eina leiðin fyrir mig til að komast nokkurn vegin ósködduð frá þessu. Og á sama tíma er ég að hugsa "hvað er þetta eiginlega manneskja, þú færð þér bara að borða eins og allir aðrir sem halda upp á jól, og byrjar svo bara upp á nýtt á morgun!" Og er algerlega rugluð í ríminu. Alla vega, þangað til þá ætla ég að æfa og telja og vigta og detta ekki í súkkulaði dósirnar og kexpakkana sem eru út um allt í vinnunni og reyna að njóta aðfangadags eins og ég get. Ég er að læra þetta allt upp á nýtt og ég verð að muna það. Og það tók mig 35 ár að verða eins og ég er, ég breyti því ekkert alveg á nokkrum mánuðum.
fimmtudagur, 17. desember 2009
Og sjá! Hér er hún í allri sinni dýrð, í allri sinni svörtu gleði. Guinness súkkulaði kaka. Mig langaði í afmælisköku og til að fá köku en forðast að hafa heila köku hérna heima þá bakaði ég hana í morgun og fór svo með mér í vinnuna. Og deildi henni með yndislega fólkinu sem ég vinn með. Kakan er æðisleg, svo flott, svört með hvítri froðu, þykk, rík og dálítið blaut bara alveg eins og eitt glas af Guinness. Sjálfsagt næst besta súkkulaðikaka sem ég hef nokkurn tíman smakkað. Þetta er búinn að vera alveg rosalega góður dagur. Jafn góður og kakan.
þriðjudagur, 15. desember 2009
Og hér er nýjasta æðið á þessu heimili. Ævintýri í grænu hafa fært mér "pomegranates", getur verið að það séu ástaraldin á íslensku? Það er ægileg vinna að ná úr þeim rauðu fræjunum sem eru æt en vá hvað það er þess virði. Ein og sér, út á salat, út á jógúrt eða bara það sem manni dettur í hug. Ég er alveg húkkt á þeim, fæ mér við hvaða tækifæri sem gefst. Mikið er skemmtilegt að uppgötva svona nýtt.
mánudagur, 14. desember 2009
sunnudagur, 13. desember 2009

Ég var dregin niður í morgun til að hjálpa Láka að opna númer þrettán í Legó dagatalinu, og þar sem við vorum komin niður snemma ákvað ég að taka einn nettan jóga-tíma. Á meðan ég setti mottuna á gólfið ákvað Láki að gera eins og mamma og vigtaði sig. Hann hefur greinilega verið að fylgjast með mér því hann steig á vigtina, klappaði svo snöggt og æpti "jeij!". Hann vegur 24.8 kíló sem er aðeins minna en það sem ég hef lést um. Það er svo gaman að setja þetta í samhengi; ég er búin að léttast um einn hávaxinn sex ára strák. Hugsaði svo með mér að prófa aðeins. Hann klifraði á bakið á mér og ég gerði tvær warrior pósur. Ég veit að það er kannski ekki alveg það sama, spikið var dreift réttlátlega um allan líkama en engu að síður, þá er ég stolt af fitubollunni sem var nógu hraust til að rífa sig upp og byrja að hreyfa sig með allt þetta utan á sér.
Ég get engan vegin ráðið í pókerfésið á eignimanni mínum og er enn hálfstressuð að ég fá ekki i-pod. Ég ákvað því að reyna að haska málunum og notaði afmælispeninginn minn frá mömmu og pabba til að panta mér þessa forláta "trail" hlaupaskó. Nú fer bara að koma að því! Ég sagði manninum að ef ég ætti skó þá þyfti ég að eiga i-pod annars gæti ég ekkert hlaupið. Þetta hlýtur að virka. Skórnir eru hannaðir til að hlaupa "off-road", vatnsheldir með svaka höggdeyfum og hannaðir með "over pronator" í huga. Allar göngu-og hlaupaleiðir hér í kring eru nefnilega í gegnum skóg og í mold. Ekkert fínerí hér. Ég bara get ekki beðið að byrja.
föstudagur, 11. desember 2009
Jólatónleikar Ysgol Maes-Y-Mynnedd fóru fram í dag með glæsibrag og þá ekki síst fyrir söng og danshæfileika Lúkasar. Hann er alveg með eindæmum góður Betlehem þorpsbúi. Verra er hvað ég er með eindæmum lélegur ljósmyndari. Ég náði ekki einu einustu af honum uppi á sviði og öll nærskot eru hreyfð og yfirlýst. Verð bara að játa mig sigraða á því sviðinu. Þetta var svo gaman, öll börnin svo sniðug og skemmtileg og þau höfðu greinilega lagt mikla vinnu í verkefnið. Ég var með hjartað í buxunum yfir búningnum hans Lúkasar. Þegar ég fékk skipunina frá skólanum um að ég þyrfti að gera hann sjálf vantaði mig mömmu alveg svakalega til að hjálpa til. Hann fór að lokum í klipptu koddaveri með marglitt belti um sig miðjann og jólaviskustykki á hausnum. Og meira að segja Arafat hefði verið til í að fara í gallann. Þetta tókst bara ljómandi vel. Og Lúkas er núna harðákveðinn í að safna skeggi. Honum finnst hann vera svaka flottur með skegg. Ég var enn sett í aðstöðu þar sem ég þakkaði öllum góðum vættum fyrir að vera minni. Við foreldrarnir vorum látin sitja á barnastólum og ég man hvað það var hræðilegt í fyrra. Ég hélt niður í mér andanum allan tímann í angistarkasti yfir því að ég myndi brjóta stólinn, gat mig hvergi hrært með hálfa rasskinn á stólnum og hina hangandi yfir gólfinu, hnén æpandi af sársauka og hver einasta fitufelling kreppt saman þannig að ég líktist helst mannstórri marsípan köku. Ekki fallegt. Í dag settist ég bara niður, alveg róleg og naut sýningarinnar. Þvílíkur munur. Og það er einmitt þessir litlu hlutir sem skipta svo ofboðslega miklu máli.
miðvikudagur, 9. desember 2009
 Ég er algerlega hoppandi brjáluð úr vonsku. Alveg sótsvört af reiði og vonbrigðum. Eftir næstum 9 mánuði ætti ég að vera búin að ná meiri stjórn á tilfinningunum en ég verð bara að segja eins og satt er að þegar maður borðar að meðaltali 1300 kalóríur á dag, sem er 450 undir því sem ég þarf samkvæmt basal metabolic rate, eykur erfiðleikann í líkamsræktinni um helming og sleppir frídeginum, þá getur maður ekki að því gert en að verða urrandi illur þegar maður þyngist um 400 grömm. Ég ætla bara ekki að komast úr 3ja stafa tölu. Ég er núna búin að eygja það í svo langan tíma að ég er bara orðin kúguppgefin. Mér finnst eins og að ég sé bara dæmd til að vera feit það sem eftir er. Ég legg allt mitt í þetta og aðeins til að láta vísindin svíkja mig. Sem þýðir að nú er sko aldeilis tími til að sanna úr hverju ég er gerð. Ef ég get veðrað þetta af mér og það yfir hátíðarnar, þá veit ég að það er ekkert í heiminum ómögulegt. Og hér er það sem ég segi :"Fokk jú smákökur, súkkulaði og ostabakki. Fokk jú rauðvín og hnetur og lagkökur. Það er ég sem ræð. Bring. it. on."
 Ég er algerlega hoppandi brjáluð úr vonsku. Alveg sótsvört af reiði og vonbrigðum. Eftir næstum 9 mánuði ætti ég að vera búin að ná meiri stjórn á tilfinningunum en ég verð bara að segja eins og satt er að þegar maður borðar að meðaltali 1300 kalóríur á dag, sem er 450 undir því sem ég þarf samkvæmt basal metabolic rate, eykur erfiðleikann í líkamsræktinni um helming og sleppir frídeginum, þá getur maður ekki að því gert en að verða urrandi illur þegar maður þyngist um 400 grömm. Ég ætla bara ekki að komast úr 3ja stafa tölu. Ég er núna búin að eygja það í svo langan tíma að ég er bara orðin kúguppgefin. Mér finnst eins og að ég sé bara dæmd til að vera feit það sem eftir er. Ég legg allt mitt í þetta og aðeins til að láta vísindin svíkja mig. Sem þýðir að nú er sko aldeilis tími til að sanna úr hverju ég er gerð. Ef ég get veðrað þetta af mér og það yfir hátíðarnar, þá veit ég að það er ekkert í heiminum ómögulegt. Og hér er það sem ég segi :"Fokk jú smákökur, súkkulaði og ostabakki. Fokk jú rauðvín og hnetur og lagkökur. Það er ég sem ræð. Bring. it. on."Slaka svo á og aaaaannda í gegnum nefið. Ahhhhh. Mig hefur held ég bara aldrei langað jafn mikið í neitt og mig langar í svona i-pod. Ég er búin að biðja um hann í jólagjöf núna í tæpt ár. Bind alveg sérlegar vonir við hann í sambandi við líkamsrækt sjáið til. Ég hef það á tilfinningunni að með i-pod í eyrunum, raftengd við berjandi rokkmúsík verði ég gjörsamlega óstöðvandi úti á einhverju skoppi. Ég er hætt að vera með leyndar og óleyndar vísbendingar og ábendingar, bið bara um hann á hverjum degi. Vona svo bara að ég hafi verið nógu góð stelpa í ár.
sunnudagur, 6. desember 2009
Ég er alltaf á höttunum eftir skemmtilegu takmarki til að ná sem hefur endilega ekki neitt með vigtina að gera. Það er svo miklu betra t.d. að passa í minni stærð heldur en að léttast um visst mörg kíló. En hingað til hef ég verið alveg fókusuð á vigtina og átt erfitt með að hugsa út fyrir hana. Eiginmaður minn elskulegur sem hefur verið að taka þátt í nýjum lífstíl með mér hefur hinsvegar mjög skemmtilegt takmark. Hann vill passa í handklæði. Handklæðin sem við notum núna eru alveg svakalega lúxus-leg. Risastór og hnausþykk. Og ef einhver spyrði þá myndum við segja að stór og þykk handklæði séu betri til að þurrka sér með. En sannleikurinn er að við þurftum að kaupa svona stór handklæði vegna þess að þau voru þau einu sem pössuðu utanum okkur allan hringinn. Þannig að hann ákvað að hann væri ánægður með mittismálið þegar hann getur tekið niður úr hillu eitt af venjulegu handklæðunum og vafið um sig og rölt um án þess að allt gapi við. Þetta hefur allt með það að gera hvað það er óhentugt og oft á tíðum erfitt að vera feitur. Að vera stanslaust með áhyggjur af því að "passa" ekki í aðstæður; í lítinn stól, á milli húsgagna, í bílbelti, í sjúkrahússlopp, í handklæði... allar aðstæður sem venjulegt grannt fólk þarf ekki einu sinni að velta fyrir sér. Og það er það sem við viljum. Við viljum bara fá að vera venjuleg.
