sunnudagur, 30. maí 2004
laugardagur, 29. maí 2004
Þegar ég kom niður í morgun lágu á borðstofuborðinu 50 pund. Ég á sumsé besta mann í heimi. Við Láki skunduðum því í bæinn og keyptum á mig brúðkaupsdress. Nú þarf ég bara að finna önnur 30 svo ég komist í klippingu fyrir brúðkaup.
Hluti af dressinu eru svakalega flottir kork sandalar sem sýna tær. Ég tók eftir því þegar ég var að máta í morgun að hægri stóratá þarf sárlega á lækni að halda, inngróin tánögl er að valda miklum usla og nú er komin græn blaðra á tána. Lítur frekar illa út og er vægast sagt óþægilegt. Og ógeðslegt.
Hluti af dressinu eru svakalega flottir kork sandalar sem sýna tær. Ég tók eftir því þegar ég var að máta í morgun að hægri stóratá þarf sárlega á lækni að halda, inngróin tánögl er að valda miklum usla og nú er komin græn blaðra á tána. Lítur frekar illa út og er vægast sagt óþægilegt. Og ógeðslegt.
föstudagur, 28. maí 2004
Síðasti þátturinn í Friends þáttaröðinni verður sýndur hér í kvöld. Þó ég hafi ekki fylgst með nokkrum síðustu seríum ætla ég nú samt að horfa á þennann þátt, mér fannst þetta frábært sjónvarpsefni fyrir nokkrum árum, þó ég gangi nú ekki svo langt að segja að þeir hafi breytt lífi mínu ens og er í umræðunni hérlendis.
Ég var að koma úr bænum þar sem ég var að kvelja sjálfa mig við að skoða föt. Mig vantar svo eitthvað fyrir brúðkaupið hennar Shirleyar og viti menn ég fann átfitt í dag. Buxur og skyrtu, skó og hatt, og ég er æði í því. Nú vantar mig bara að finna 50 pund. Að öðru leyti er kalt og blautt hérna og frekar gráleitt en allir í góðu skapi.
Ég var að koma úr bænum þar sem ég var að kvelja sjálfa mig við að skoða föt. Mig vantar svo eitthvað fyrir brúðkaupið hennar Shirleyar og viti menn ég fann átfitt í dag. Buxur og skyrtu, skó og hatt, og ég er æði í því. Nú vantar mig bara að finna 50 pund. Að öðru leyti er kalt og blautt hérna og frekar gráleitt en allir í góðu skapi.
fimmtudagur, 27. maí 2004
Við horfðum á "When Harry met Sally" um daginn og það var gott að komast að því að hún er alveg jafn skemmtileg og þegar ég sá hana fyrst. Hefur elst mjög vel. Það sama er ekki hægt að segja um Police academy sem við horfðum líka á. Mér finnst samt eins og að það hafi verið meiri "sannleikur" í harry og sally, meiri svona viska sem átti að hjálpa manni í þessum kynjaleik, en svo er nú ekki. Ég hafði greinilega bara, í huganum, gert meira úr því þegar harry segir að konur og menn geti ekki verið vinir.
Ég hef greinilega verið of metnaðargjörn í göngutúrnum, núna eru komnir tveir dagar síðan ég fór í þann stóra og ég nenni enn ekki af stað. Ég er að reyna að segja mér að ef takmarkið var að ganga hálftíma á dag og ég gekk í 3 tíma á þriðjudaginn þá eigi í í raun 6 daga inni. En það virkar ekki þannig í alvörunni er það nokkuð?
Lúkas er núna byrjaður að puðra. Hann sagði "dadadadada" í nokkra daga en virðist núna vera búinn að uppgötva puðrið og hættir bara ekki. Ég veit að hann er bara að kanna þetta allt saman en ég get ekki að því gert en að finnast eins og hann sé að reyna að vera dóni þegar hann er með fullan munninn af gulrót, puðrar svo allt fer um allt og hlær svo brjálæðislega. Barnið er svo vel gefið, dónaskapur or not.
Ég hef greinilega verið of metnaðargjörn í göngutúrnum, núna eru komnir tveir dagar síðan ég fór í þann stóra og ég nenni enn ekki af stað. Ég er að reyna að segja mér að ef takmarkið var að ganga hálftíma á dag og ég gekk í 3 tíma á þriðjudaginn þá eigi í í raun 6 daga inni. En það virkar ekki þannig í alvörunni er það nokkuð?
Lúkas er núna byrjaður að puðra. Hann sagði "dadadadada" í nokkra daga en virðist núna vera búinn að uppgötva puðrið og hættir bara ekki. Ég veit að hann er bara að kanna þetta allt saman en ég get ekki að því gert en að finnast eins og hann sé að reyna að vera dóni þegar hann er með fullan munninn af gulrót, puðrar svo allt fer um allt og hlær svo brjálæðislega. Barnið er svo vel gefið, dónaskapur or not.
miðvikudagur, 26. maí 2004
Og þá er ég komin aftur heim eftir atvinnuviðtöl dagsins. Bæði gengu vel og bæði störfin áhugaverð. Reyndar svo að ég veit ekki hvort mér líst betur á. Og er núna farin að gera mér grein fyrir að ég þarf að fara frá Lúkasi heilu dagana. Og mér líst ekkert á það. En er samt svakalega spennt að fá vinnu. Flókið þetta líf.
þriðjudagur, 25. maí 2004
Ég setti mér ýmiskonar markmið í gær, þar á meðal að ganga í amk hálftíma á dag. Og þá á ég ekki við röltið sem ég og Lúkas stundum, heldur alvöru röska göngu þannig að maður svitni aðeins. Eg fór því í morgun og bankaði hjá Ceri til að sjá hvort hún vildi ekki með og hún var meira en til í það. Stakk upp á að fara upp á Rhos-fjall, það væri svona 40 mínútna gangur ef hana minnti rétt frá ferðum þangað í æsku. Við lögðum því vaskar af stað. Upp á við. Og hærra. Og aðeins lengra upp brekku. í 50 mínútur gengum við upp á við ýtandi vögnunum á undan okkur. En þess virði þegar upp var komið, útsýnið frábært, veðrið æðislegt og ég vissi að ég hefði gott af þessu. Við ákváðum að taka hring heim í stað þess að fara til baka. Og villtumst. Tveir og hálfur tími í bakaleið þangað til að við loksins komumst aftur heim. Og ég er algerlega búin á því. Rúmlega þriggja klukkustunda fjallganga var kannski helst til metnaðarfullt svona fyrsta daginn. Ég á eftir að vera stirð á morgun. En rjóð í kinnum og ánægð með sjálfa mig. Best að fara að baka brownies.
Ég átti sérlega ánægjulegan dag í gær. Við Lúkas byrjuðum á svaðalegri vorhreingerningu þannig að það lak af okkur svitinn en húsið skínandi hreint á eftir og mikið er það alltaf gaman. Þegar ég var búin í baði hringdi Shirley og bauð okkur í hádegismat og eftir hann fórum við í langan göngutúr enda veðrið æðislegt. Þegar ég kom svo heim hringdi síminn rétt í því sem ég kom inn. Var þar maður að bjóða mér að koma í starfsviðtal. (Hjá atvinnumiðstöðinni). Ég þáði það og lagði á. Tíu mínútum síðar hringdi kona frá Dollond & Aitchison gleraugnaverluninni og bauð mér í viðtal þar. Þá vantar assistant manager. Tíu mínútum síðar hringdi Mr. Chapman og boðaði mig í viðtal þá og þegar og ég skundaði því á Cross Lanes Country Hotel til að spjalla við hótelstjórann. Fínt starf í boði þar en hentar illa með lítið barn vegna vaktanna. Við sjáum til. Góður dagur þetta!
sunnudagur, 23. maí 2004
Mikið óskaplega finnst mér gaman að fikta svona um í tölvunni þangað til að ég skil hvað maður á að gera. Og síðan mín verður bara flottari og flottari. Ókei, það er ekki eins og þetta sé neitt svakalega flókið, maður þarf svo sem ekki að skrifa sitt eigið html eða neitt svoleiðis en samt, það þarf að setjast fyrir framan tækið og fatta hvernig allt virkar og læra á allt saman. Og þegar maður skilur eitthvað sem áður var manni ráðgáta þá er svo gaman.
Bloggið er allavega flott núna, myndirnar birtast beint á síðuna og í réttri stærð. Allt annað líf!
Helgin var ósköp róleg. Dave er mjög slæmur í bakinu og getur eiginlega ekkert gert. Sem betur fer þýddi það að hann pantaði loksins lækni og er að fara í röntgen og rannsóknir og vonandi að þeir finni út hvað þarf að gera svo honum líði betur. Það er djöfullegt að finna stanslaust til.
Bloggið er allavega flott núna, myndirnar birtast beint á síðuna og í réttri stærð. Allt annað líf!
Helgin var ósköp róleg. Dave er mjög slæmur í bakinu og getur eiginlega ekkert gert. Sem betur fer þýddi það að hann pantaði loksins lækni og er að fara í röntgen og rannsóknir og vonandi að þeir finni út hvað þarf að gera svo honum líði betur. Það er djöfullegt að finna stanslaust til.
föstudagur, 21. maí 2004
Ég fékk að vita það í gær að ég væri leiðindakelling sem talaði bara um Lúkas. Ég væri sumsé orðin ein af þessum leiðinlegu mæðrum sem eiga ekkert líf. Ég held að mér hafi aldrei sárnað nein ummæli jafn mikið og þessi. Af mörgum ástæðum. Ég hef alltaf verið vond við vinkonur mínar sem hafa eignast börn, neitað að hlusta á þær tala um börnin sín og almennt litið á þær sem leiðinda svikara. Ég verð hér með að biðjast afsökunar, það tók mig bara þetta langan tíma að komast þangað sem þið eruð. Ég er líka alveg síðan ég varð ólétt verið með ofsakvíða yfir því að ég myndi einmitt breytast í leiðindakellingu sem hefur ekkert um neitt annað talað en barnið sitt. Og ég hélt að mér hefði tekist það. Ég hélt að allt sem barnið gerir væri bara svo áhugavert að allir vildu að fá að vita um það. Ég hélt reyndar líka að ég ætti mér líf fyrir utan Lúkas. Ég var líka að fatta að svo er ekki. Frá því að ég vakna á morgnana og þangað til hann sofnar á kvöldin er ég að sjá um hann og þegar hann er sofnaður eyðum við Dave heilmiklum tíma í að tala um hann. Og ég er núna slitin á milli þess að vera í losti fyfir því að ég finn að mig langar bara til að tala um Lúkas vegna þess að það er fátt jafn áhugavert og hann, og löngunarinnar til að vera Svava Rán sem finnst börn asna- og leiðinleg. Er ég ekki ég lengur? Er ég orðin leiðinleg eða er bara í lagi að verða fullorðin og mamma. Er í alvörunni ekki hægt að vera skemmtileg móðir í augum hinna barnlausu? Ég veit að mér fannst það ekki áður en ég eignaðist Láka en ég veit líka að ég ætlaði mér alltaf að vera skemmtileg.
Og er hann ekki æðislegur?
Og er hann ekki æðislegur?
miðvikudagur, 19. maí 2004
Ég var að finna nýtt til að sýna vinum og vandamönnum sem koma í heimsókn. Svakalega verslunarsamtæðu með "outlet" búðum, þannig að maður fær designer vöru á helmingsafslætti. Ég hélt að Dave hefði verið að halda þessu leyndu fyrir mér en hann vissi bara ekki af þessu þetta er það nýtt. Ég var mest að skoða búð sem minnti á Kokku á laugarvegi. klikkað dót í eldhúsið. Ég get ekki beðið eftir að kaupa hús. Þá verður sko verlsað. Ég eyddi síðan dálitlum pening í Whittard, keypti almennilegt kaffi og svoleiðis.
Við Ceri fórum þangað með það í huga að kaupa brúðargjöf handa Shirley og Jason. Eftir smá skoðun leyfði ég Ceri bara að velja, mig langaði til að kaupa æðislega rauðvínskaröflu í Bodin en henni leist ekki á minimalíska stílinn sem ég er svo hrifin af. Allt sem hún benti á var svona útskorinn kristall sem ég myndi halda að væri einni ef ekki tveimur kynslóðum of gamalt fyrir mig. En svo hugsaði ég um heimili Shirleyar og fattaði að það sem ég veldi væri ekki fyrir hana. Við sættumst að lokum á myndaramma, fallega, en ég myndi samt ekki setja þá upp. Shirley, eins og allir hér, fer reglulega til ljósmyndara til að láta taka myndir af barninu þannig að það er alltaf hægt að nota myndaramma. Hún getur þá sett brúðkaupsmyndir í þá.
Við Ceri fórum þangað með það í huga að kaupa brúðargjöf handa Shirley og Jason. Eftir smá skoðun leyfði ég Ceri bara að velja, mig langaði til að kaupa æðislega rauðvínskaröflu í Bodin en henni leist ekki á minimalíska stílinn sem ég er svo hrifin af. Allt sem hún benti á var svona útskorinn kristall sem ég myndi halda að væri einni ef ekki tveimur kynslóðum of gamalt fyrir mig. En svo hugsaði ég um heimili Shirleyar og fattaði að það sem ég veldi væri ekki fyrir hana. Við sættumst að lokum á myndaramma, fallega, en ég myndi samt ekki setja þá upp. Shirley, eins og allir hér, fer reglulega til ljósmyndara til að láta taka myndir af barninu þannig að það er alltaf hægt að nota myndaramma. Hún getur þá sett brúðkaupsmyndir í þá.
þriðjudagur, 18. maí 2004
Við vorum að koma úr ægilegum göngutúr, fórum til Tý Mawr (Stóra hús, af einhverjum ástæðum) sem er einn af opinberu skógunum hérna. Þar eru skemmtilegar gönguleiðir þar sem er auðvelt að ýta vagni og allskonar landslög og náttúrur að skoða og svo eru þar líka ýmiskonar dýr á stangli fyrir börnin. Sólin skín í heiði og við erum öll aðeins rauðari en við vorum í morgun. En mikið var gaman að reyna aðeins á sig og finna hjartað slá aðeins hraðar. Ég er orðin kvöldsvæf af þrekleysi og maður finnur það þegar að sumarið kemur hvað mann langar til að koma sér í betra form. Og hvað mann langar til að sitja úti á einum af milljón pöbbum hér og drekka bjór á meðan að sólin bakar mann. Ohh hið ljúfa líf...
Verst var að ég gleymdi myndavélinni, það er svo fallegt hérna þegar allt stendur í blóma að ég ættiað prómótera gestalandinu mínu aðeins. Next time eins og þeir segja.
Verst var að ég gleymdi myndavélinni, það er svo fallegt hérna þegar allt stendur í blóma að ég ættiað prómótera gestalandinu mínu aðeins. Next time eins og þeir segja.
mánudagur, 17. maí 2004
sunnudagur, 16. maí 2004
Mikil ósköp eru það að vera lítil þjóð sem á enga vini og nágranna til að gefa sér 12 stig. Við getum ekki einu sinni stólað á Norðurlandaþjóðirnar til að gefa okkur stig. Og Svíar! ja, ég get sko sagt ykkur að ég hef verslað í síðasta sinn í IKEA!
Listahátíð í Wrexham hefst í næstu viku, (er ekki einmitt listahátíð í gangi heima líka?) og ég er búin að finna nokkur atriði sem ég ætla að sjá. Germaine Greer (The Female Eunuch) heldur fyrirlestur og það langar mig að heyra, svo er klassísk tónlist á torginu og danskennsla fyrir alla sem endar með galadansleik. Ég þarf nú samt örugglega að finna mér herra fyrir það, ég sé minn mann ekki alveg fyrir mér svífa um í enskum vals. Ónei, ónei.
Listahátíð í Wrexham hefst í næstu viku, (er ekki einmitt listahátíð í gangi heima líka?) og ég er búin að finna nokkur atriði sem ég ætla að sjá. Germaine Greer (The Female Eunuch) heldur fyrirlestur og það langar mig að heyra, svo er klassísk tónlist á torginu og danskennsla fyrir alla sem endar með galadansleik. Ég þarf nú samt örugglega að finna mér herra fyrir það, ég sé minn mann ekki alveg fyrir mér svífa um í enskum vals. Ónei, ónei.
laugardagur, 15. maí 2004
Maður er alltaf að sjá einhvern sem maður þekkir hérna, Munda á Klöppinni býr aðeins neðar í götunni, Steinar Örn spilar á gítar úti á götu í Chester og Tóti Óskars var að kaupa sér reykta síld í kauffélaginu í gær. En mér varð eiginlega um og ó þegar Helgi Hjörvar byrjaði að keyra strætóinn minn. Er hann ekki blindur?
Við Ceri fórum með strákana í sund í gær og Lúkasi líkaði bara vel. Ég er því alveg orðin sannfærð um að vandamálið með sundtímana var hversu kalt vatnið var. Hann kippti sér ekkert upp við klórinn. Verra var þegar að við fórum aðeins heim til Ceriar. Eftir um það bil hálftíma þar inni byrjaði að leka úr nefi og augum og hann varð allur rauður og svo alveg svakalega pirraður. Ég get ekki dregið neina aðra ályktun en að hann sé með ofnæmi fyrir dýrum. Ceri er með fugla inni hjá sér og svo virðist sem fjaðrir séu engu skárri en hunda-og kattahár. Ofnæmisgepill sem sé. Ég get nú reyndar samt strax fundið einn góðan punkt við þetta og þar er að þá þarf ég ekki að vera vonda mamman þegar og ef Lúkas biður um gæludýr. Í staðinn fyrir að segja "nei það er svo vond lykt af hundum og mikill drulla sme fylgir þeim" þá get ég bara sagt "elsku kallinn minn þú ert með svo mikið ofnæmi". Frábært.
Hvað er þetta svo eiginlega með breta og dýr og drullu? Ég er nú búin að koma inn á nokkur heimili og allstaðar í þessum pínkulitlu, teppalögðu, veggfóðruðu herbergjum eru hundar, (og hár og fýla), risastór fuglabúr sem taka helminginn af stofunni (og fjaðrir og fýla) og risastór fiskabúr (og sull og fýla). Hér virðist ekki nokkur maður nokkurntíman taka upp ryksugu eða afþurrkunarklút. Mér líður bara illa inni hjá fólki. Eins og hjá Ceri í gær. Yndisleg stelpa en ég átti erfitt með að fara á klósettið vegna óhreininda. Á tannburstaglasinu var 3 cm þykkt lag af ryki. Hvernig stendur á þessu. Ekki nema von að ég sé skrýtin, ryksuga 3var í viku. Fyndnast er að Bretar tala um skítuga útlendinga, allt sé skítugt á Spáni. Ég hef komið inn á nokkur heimili á Spáni og þar var allt glansandi hreint. Verst er að ég virðist bara ekki ætla að jafna mig á þessu. Ég gerði ráð fyrir að tilvonandi tengdamóðir mín væri undantekning, að hjá henni væri bara skítugt, og svo að það væri skítugt hjá Tracy af því aðmamma hennar kenndi henni ekki að þrífa, og svo að það væri skítugt hjá Ömmu hans Dave af því að þar hefði hegðunarmynstrið byrjað. En nú er bara skítugt hjá öllum, allir eiga skítuga hunda og ég er bara ekki að höndla þetta.
Hvað um það, mitt hús er hreint og júróvisjón í kvöld. Allir í stuði.
Við Ceri fórum með strákana í sund í gær og Lúkasi líkaði bara vel. Ég er því alveg orðin sannfærð um að vandamálið með sundtímana var hversu kalt vatnið var. Hann kippti sér ekkert upp við klórinn. Verra var þegar að við fórum aðeins heim til Ceriar. Eftir um það bil hálftíma þar inni byrjaði að leka úr nefi og augum og hann varð allur rauður og svo alveg svakalega pirraður. Ég get ekki dregið neina aðra ályktun en að hann sé með ofnæmi fyrir dýrum. Ceri er með fugla inni hjá sér og svo virðist sem fjaðrir séu engu skárri en hunda-og kattahár. Ofnæmisgepill sem sé. Ég get nú reyndar samt strax fundið einn góðan punkt við þetta og þar er að þá þarf ég ekki að vera vonda mamman þegar og ef Lúkas biður um gæludýr. Í staðinn fyrir að segja "nei það er svo vond lykt af hundum og mikill drulla sme fylgir þeim" þá get ég bara sagt "elsku kallinn minn þú ert með svo mikið ofnæmi". Frábært.
Hvað er þetta svo eiginlega með breta og dýr og drullu? Ég er nú búin að koma inn á nokkur heimili og allstaðar í þessum pínkulitlu, teppalögðu, veggfóðruðu herbergjum eru hundar, (og hár og fýla), risastór fuglabúr sem taka helminginn af stofunni (og fjaðrir og fýla) og risastór fiskabúr (og sull og fýla). Hér virðist ekki nokkur maður nokkurntíman taka upp ryksugu eða afþurrkunarklút. Mér líður bara illa inni hjá fólki. Eins og hjá Ceri í gær. Yndisleg stelpa en ég átti erfitt með að fara á klósettið vegna óhreininda. Á tannburstaglasinu var 3 cm þykkt lag af ryki. Hvernig stendur á þessu. Ekki nema von að ég sé skrýtin, ryksuga 3var í viku. Fyndnast er að Bretar tala um skítuga útlendinga, allt sé skítugt á Spáni. Ég hef komið inn á nokkur heimili á Spáni og þar var allt glansandi hreint. Verst er að ég virðist bara ekki ætla að jafna mig á þessu. Ég gerði ráð fyrir að tilvonandi tengdamóðir mín væri undantekning, að hjá henni væri bara skítugt, og svo að það væri skítugt hjá Tracy af því aðmamma hennar kenndi henni ekki að þrífa, og svo að það væri skítugt hjá Ömmu hans Dave af því að þar hefði hegðunarmynstrið byrjað. En nú er bara skítugt hjá öllum, allir eiga skítuga hunda og ég er bara ekki að höndla þetta.
Hvað um það, mitt hús er hreint og júróvisjón í kvöld. Allir í stuði.
fimmtudagur, 13. maí 2004
Eftir örlítið stúss (þegar maður gerir þetta ekki á hverjum degi þá þarf maður aðeins að rifja upp) þá kom ég gamla kommentakerfinu inn aftur. Reyndar aðeins of neðarlega en ég redda því kannski bara síðar. Ég held að ég geti hér með tvímælalaust verið kölluð tölvulæs. Ótrúlegt en satt að fyrir ekki svo löngu síðan þá hló ég nú bara þegar ég var beðin um emil adressu, sagði það nú bara vera bull. Það var reyndar til að fela þá staðreynd að ég kunni hreinlega ekki að senda emil og var raunar ekki alveg viss um hvernig maður kveikti á tölvu. Þetta var í sumarbyrjun 1997. Ekki svo langt síðan.
Jæja, þegar sumarið kemur flettir maður af sér vetrarhamnum og kemur sér upp nýju lúkki, og svo getur maður heldur ekki verið minni maður en mamma manns! Ég er ekki alveg sátt við kommentakerfið en látum duga þangað til að ég nenni að pæla í því betur.
Ég sá á heimasíðu Íslendingafélagsins í London að þeir eru búnir að bjóða í árlega júróvisjón-partýið sitt. Svo vel er að því staðið þar að virt dagblöð eins og Guardian minnast á það sem ómissandi þátt í skemmtanalífi Lundúna. Ekki er svo hér. Ég er búin að vera að reyna að fá fólk í júróvisjón partý en alveg sama hvað ég útskýri þá segja allir bara, "en þetta er svo lélega lög" og, "en þetta er svo ofboðslega hallærislegt" en enginn fattar brandarann. Ég verð því víst að baka mína pizzu og horfa á Jónsa sigra (nú gerist það!) ein.
Annars þá var ég að spá í hvort ég ætti að ganga í félagið. Hálf tilgangslaust þar sem öll starfsemi fer fram í London og ég er ekkert að flækjast þangað neitt svo glatt. Ég reyndi að finna út hvort ekki væru bara Íslendingar í Wales svo ég gæti stofnað mitt eigið félag en ég er finn engann. Ég trúi því ekki að ég sé eini Íslendingurinn hérna. Ég veit að rúmlega 25.000 Íslendingar búa erlendis og það hljóta einn eða tveir að hafa lent hér. En hvernig að komast að því? Og afhverju að reyna að finna Íslending? Er bara ekki skemmtilegt að vera einstök? Ég veit ekki, en þetta kemur alltaf upp í mér öðruhvoru að finna einn í viðbót við mig.
Ég sá á heimasíðu Íslendingafélagsins í London að þeir eru búnir að bjóða í árlega júróvisjón-partýið sitt. Svo vel er að því staðið þar að virt dagblöð eins og Guardian minnast á það sem ómissandi þátt í skemmtanalífi Lundúna. Ekki er svo hér. Ég er búin að vera að reyna að fá fólk í júróvisjón partý en alveg sama hvað ég útskýri þá segja allir bara, "en þetta er svo lélega lög" og, "en þetta er svo ofboðslega hallærislegt" en enginn fattar brandarann. Ég verð því víst að baka mína pizzu og horfa á Jónsa sigra (nú gerist það!) ein.
Annars þá var ég að spá í hvort ég ætti að ganga í félagið. Hálf tilgangslaust þar sem öll starfsemi fer fram í London og ég er ekkert að flækjast þangað neitt svo glatt. Ég reyndi að finna út hvort ekki væru bara Íslendingar í Wales svo ég gæti stofnað mitt eigið félag en ég er finn engann. Ég trúi því ekki að ég sé eini Íslendingurinn hérna. Ég veit að rúmlega 25.000 Íslendingar búa erlendis og það hljóta einn eða tveir að hafa lent hér. En hvernig að komast að því? Og afhverju að reyna að finna Íslending? Er bara ekki skemmtilegt að vera einstök? Ég veit ekki, en þetta kemur alltaf upp í mér öðruhvoru að finna einn í viðbót við mig.
miðvikudagur, 12. maí 2004
þriðjudagur, 11. maí 2004
Núna er sumarið komið. Eða það held ég. Þetta bölvaða breska veður er bara alveg eins og það íslenska; engin leið að treysta á það. Allavega þá fórum við Ceri í bæinn í dag og vorum báðar í stuttermabolum og gátum samt setið svo vel var á útikaffihúsi. Mikið er auðveldara að fara með Lúkas með sér eitthvað nú þegar hann er orðinn svona stór kall. Ég pakkaði bara hádegismatnum hans með og svo fékk hann bara að borða á kaffihúsi eins og fínn maður. Svo situr hann bara eins og kóngur í kerrunni sinni og skoðar sig um og kommentar öðru hvoru á hitt og þetta. Þetta er allt annað líf heldur en vesenið þegar hann var agnarsmár. Í öðrum frétum þá vildi ég óska þess að ég væri fimm ára. Ég fann svo æðislegann kjól á fimm ára stelpu. Hvítur tjullkjóll með bleikum blómum og áföstum vængjum. Lítill álfprinsessukjóll. Ég keypti hann handa Nönnu í afmælisgjöf en væa hvað ég myndi vilja geta verið í honum sjálf, það er örugglega ekkert skemmtilega en að vera álfaprinsessa með vængi.
mánudagur, 10. maí 2004
Halgin var alveg hreint ljómandi ljúf, við fórum til Dainas Dinlle sem er rétt hjá Caernarfon þar sem mamma og pabbi Daves eru með sumarhús. Veðrið var reyndar ekkert til að hrópa húrra fyrir en okkur leið samt eins og við værum í fríi, lékum við Lúkas, lásum, spiluðum trivial og griluðum. Mjög gott. Við fylgjumst með Lúkasi þroskast á hverjum degi. hann er núna farinn að þeytast um á göngugrindinni sinni, hann situr orðið uppréttur og borðar mat og veit orðið hvað er gott og hvað ekki. (Matnum fylgja svo "alvöru" bleyjur sem er ekki jafn spennandi fyrir okkur Dave!)ég hef hingað til verið að gefa honum matinnn sinn sitjandi í ömmustól en núna er hann farinn að reisa sig við þannig að hann getur dottil framfyrir sig. Það er því víst kominn tími á að kaupa barnastól handa honum. Ég er búin að vera að skoða úrvalið á netinu í dag og það er svo sem nóg til. Ég er búin að útiloka plaststóla með myndum af Bangsímon. Ég get bara ekki séð að svoleiðis fari vel inni hjá mér. Fyrir utan að þeir kosta upp undir 90 pund. Ég er því búin að sjá út að ég vil fá tréstól. Og helst myndi ég vilja Tripp Trapp. Þeir eru náttúrulega bæði langflottastir og duga lengst. Alvöru Stokke Tripp Trapp kostar 100 pund, þannig að ég var að vona að ég finndi "knock-off" í IKEA. En ég get ekki séð að það sé til þar. Ég er eiginlega alveg hissa á því. Ég fæ í IKEA mjög sætan tréstól á 35 pund en hann dugar náttúrulega bara á meðan að Lúkas er þetta lítill. Voðalega er leiðinlegt að eiga bara ekki nógan pening alltaf hreint til að kaupa bara það sem mann langar í.
fimmtudagur, 6. maí 2004
Ég skemmti mér konunglega í mömmuleik í gær. Ceri kom með Kieron sinn og við vorum heillengi hérna heima að tala um börn og allt sem þeim tengist (mamma mía!) áður en við skunduðum svo niður í bæ til að skoða í búðarglugga. Það var alveg rosalega gott að fara í bæinn með einhverjum (stelpu), frekar en að stússast þetta ein alltaf hreint. Við ætluðum að finna eitthvað sniðugt sem við getum gert með strákunum en þeir eru bara eiginlega svo litlir ennþá. Ætli að við förum ekki í sund og eitthvað svoleiðis og svo er náttúrulega sumarið að koma og örugglega bara gaman að fara í garðinn eða á róluvöllinn aðeins að leika sér. Þeim kemur líka vel saman piltunum.
Það rignir núna. Best að leita í galdrabókinni minni að seið sem nær í sólina.
Það rignir núna. Best að leita í galdrabókinni minni að seið sem nær í sólina.
þriðjudagur, 4. maí 2004
Ceri var að hringja í mig áðan og spyrja hvort ég vildi leika við hana á morgun. Við ætlum ða finna út eitthvað sem við getum stússast í með strákana í sumar. Kannski eitthvað uppbyggilegt og kannski ekki. Við sjáum til. Svo bauð Shirley okkur að koma í gæsapartýið sitt á föstudag, en ég veit ekki með það. Nú þegar það er enn smá möguleiki á að Lúkas sé með mjólkurofnæmi er búið að banna okkur að gefa honum gervi-mjólk og ég get ekki mjólkað mig þannig að dugi handa honum heilt kvöld og morguninn eftir líka. Þannig að ég þyrfti að vera edrú og koma snemma heim og ég sé ekki tilganginn í því. Maður kæmi bara út eins og leiðinda þurrpumpa. Svo vorum við Dave búin að ákveða að reyna að komast í sumarhúsið um helgina. Ef veðrið verður svona gott um helgina eins og það er búið að vera síðustu helgar þá er frábært að komast þangað upp eftir. Liggja á ströndinni með bók og borða ís. Umm...
mánudagur, 3. maí 2004
Við Lúkas fórum í skírn og skírnarveislu í gær sem var mikið skemmtilegt að gera. Skírnin fór fram í lítlli kirkju hér rétt hjá og það var mjög gaman að sjá hvernig þetta fór fram hérna. Skírninvar bara inni í venjulegri messu. Kirkjan, sem var sérstakelga falleg að utan, var í mikilli niðurníslu innvortis og presturinn betlaði mikið af söfnuðinum peninga, bæði bað hann fólk um að ánafna kirkjunni einhverju, fylla út skattaeyðublað sem leyfði kirkjunni að fá hluta af skattpeningnum og svo var gengið um að lokum með bauk sem maður þurfti að setja í. Sjálfur var presturinn léttur og skemmtilegur, greinilega ákveðið að eina leiðin til að halda í litla söfnuðinn sinn væri að verða vinur allra. Messan sjálf var síðan mestmegnis bænir og svo altarisganga. Hann hélt ekki stólræðu en bað og bað og bað. Svo var þarna "kór" sem samanstóð af tveimur níræðum kellingum sem skræktu sálmana með gömlukonu sópranröddunum sínum í ótakt við rammfalskt orgelið og maður átti að syngja með. Sem var dálítið erfitt. Ég söng þó hástöfum með í "Ó þá náð að eiga Jesúm" sem er uppáhaldssálmurinn hans Jóns Ævarrs. Skírnin sjálf fór fram með ágætum, foreldrarnir og guðforeldrarnir þurftu að lofa að ganga á vegum guðs, og syndga ei meir og mæta í kirkju og hvergi var minnst á að barnið héti eitthvað, enda það ekki málið eins og á Íslandi, hér eru öll börn nefnd um leið og þau fæðast og ég vissi því að litli hét Kieron. Sem minnir mig á það. Hvað ætlar Fröken Pulsbjörg Dís Warzaw að skíra dóttur sína?
Eftir messu var svo haldið sem leið lá á hverfispöbb foreldra Kierons litla (The Coach and Horses)þar sem skírnarveilsan var haldin með pompi og pragt og mikið skálað í bjór og öðrum góðu. Ekki var hægt annað en að fá sér einn kaldan enda glampandi sól og hátíðlegt tilefni. Ég skemmti mér konunglega en gat ekki annað en hugsað að eitthvað þætti það skrítið á Íslandi að gera þetta svona.
Sonur minn virðist hinsvegar búinn að finna sér ævistarfið; hann talaði ofan í prestinn hvað eftir annað og blessaði lýðinn út í eitt. Hann á eftir að verða góður prestur. Ja, ef hann passar sig svo á að sofna ekki í miðri ræðu eins og hann gerði í gær.
Eftir messu var svo haldið sem leið lá á hverfispöbb foreldra Kierons litla (The Coach and Horses)þar sem skírnarveilsan var haldin með pompi og pragt og mikið skálað í bjór og öðrum góðu. Ekki var hægt annað en að fá sér einn kaldan enda glampandi sól og hátíðlegt tilefni. Ég skemmti mér konunglega en gat ekki annað en hugsað að eitthvað þætti það skrítið á Íslandi að gera þetta svona.
Sonur minn virðist hinsvegar búinn að finna sér ævistarfið; hann talaði ofan í prestinn hvað eftir annað og blessaði lýðinn út í eitt. Hann á eftir að verða góður prestur. Ja, ef hann passar sig svo á að sofna ekki í miðri ræðu eins og hann gerði í gær.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)