föstudagur, 30. apríl 2004
fimmtudagur, 29. apríl 2004
þriðjudagur, 27. apríl 2004
Þetta er búin að vera skrýtin helgi. Mamma og pabbi komu á föstudaginn, í glampandi sól og sumar og við stússuðumst um í Wrexham og svo í Chester föstudag og laugardag. Yndislegur tími og svo æðislegt að sjá mömmu og paba með Lúkasi. Hann á góða að þar. Hann sjálfur er búinn að vera að taka inn pensillín í viku til að slá á sýkingu og er á sama tíma búinn að vera að þróa með sér ofnæmi fyrir efninu. Á laugardagskvöldið fórum við Dave út og nýttum barnapíurnar en þegar við komum heim voru mamma og pabbi í hálfgerðu sjokki því Lúkas hafði hlaupið upp í skrýtnum blettum sem hurfu reyndar strax en voru nógu skrýtnir til að gera þau hrædd. han náði líka að klóra kinnina sína þannig að það blæddi all svakalega úr henni. Ég og Dave vorum hálf full og vorum ekkert stressuð yfir þessu. Á sunnudagsmorgun hinsvegar fær hann bráðaofnæmiskast eftir að fá lyfið sitt. Hann varð eldrauður og svo hljóp hann upp í hvítum blettum, svo bólgnaði allt andlitið og hann leið út af. Ég hélt að hann væri dáinn. Pabbi æpti á Dave að fara með hann upp á spítala og alla leiðina þangað pössuðu mamma og pabbi að Lúkas væri vakandi. Ég held að ég og Dave hafi verið hálf gagnslaus í einhverju sjokki. Á bráðavaktinni fékk hann lyf sem slógu á ofnæmiskastið og svo vorum við send upp á barnadeild þar sem við áttu að gista um nóttina. En um fimmleytið var han orðinn alveg eðlilegur aftur þannig að við máttum fara heim og áttum að koma aftur morguninn eftir. Við vorum svo í allan gærdag í rannsóknum og pensíllínofnæmi er það allra líklegasta sem þeir finna út sem stendur. Við erum núna komin með húðsjúkdómafræðing og næringarfræðing í okkar lið og vonandi að það sé bara pensillín sem hefur þessi áhrif á barnið. Hann er alltaf jafn góður og kátur, lætur eins og ekkert hafi gerst. Við foreldrar hans og amma og hans og afi eigum hinsvegar örugglega eftir að vera lengi að jafna okkur. Ég sef lítið, er alltaf að athuga hvort hann andi ekki. Ég er bara svo glöð yfir því að mamma og pabbi voru hérna hjá okkur, þetta hefði verið helmingi erfiðara án þeirra.
Ég er að horfa á litla drenginn minn sem situr hérna hjá mér í ömmustólnum sínum og nagar snudduhringinn sinn og ég get ekki hugsað annað en hvílíkt kraftaverk hann er. Og ég hugsa að ég hreinlega springi úr ástinni sem ég ber til hans. Og ég bið til guðs um að hjálpa mér að vernda hann.
Ég er að horfa á litla drenginn minn sem situr hérna hjá mér í ömmustólnum sínum og nagar snudduhringinn sinn og ég get ekki hugsað annað en hvílíkt kraftaverk hann er. Og ég hugsa að ég hreinlega springi úr ástinni sem ég ber til hans. Og ég bið til guðs um að hjálpa mér að vernda hann.
fimmtudagur, 22. apríl 2004
Alveg hreint týpiskt! Núna í nokkra daga eru um 100 pund búin að vera að velkjast um í veskinu mínu í algeru reiðuleysi og án nokkurs tilgangs. Ég er á sama tíma búin að vera að smá höggví í peninginn, mjólkurpottur hér, indverskur þar, matarinnkaup og áður en ég vissi var bara einn lítill 20 punda seðill eftir. Ég ákvað því í dag þar sem að það er fyrsti í sumri og ein 17 stig á celsíus hérna megin að ég og Láki litli myndum rölta í bæinn og kaupa sumargjöf handa pabba hans. Fundum við forla´ta skyrtu og gallabuxur á 15 pund og þótti okkur gott. Á leiðinni heim stoppuðum við svo aðeins við í uppáhaldsbúðinni minni, bara svona til að sjá hvort eitthvað nýtt væri komið. Ég bjóst ekki við því, var bara svona meira að drepa tíma og hafði að auki ekki séð neitt af viti þar í dálítinn tíma. Og viti menn! Tvennar buxur og tvennar skyrtur samanlagt á undir 80 pund, allt sniðið á mig og 100 pundin uppurin og ekki fleiri í sjónmáli. Þetta er nú alveg dæmigert.
Sólin skín glatt og sumarið tvímælalaust komið. Vonandi að mamma og pabbi fái gott veður um helgina.
Sólin skín glatt og sumarið tvímælalaust komið. Vonandi að mamma og pabbi fái gott veður um helgina.
miðvikudagur, 21. apríl 2004
þriðjudagur, 20. apríl 2004
Þetta virðist ætla að verða barátta þetta exem. Nú er aftur hlaupin sýking í kinnina á Lúkasi og læknirinn hans fyrirskipaði fúkkalyf. Mér finnst voðalegt að þurfa að gefa honum lyf en ég get heldur ekki bara látið sýkingu grassera í andlitinu á barninu. Vonandi bara að þetta gangi í þetta sinnið. En það eru slæmu fréttirnar. Góðu fréttirnar eru að mamma og pabbi eru að koma í helgarheimsókn. Það var þá aldrei að eitthvað gott fékkst út úr þessum helv... fótbolta. Manchester United og Liverpool eru að keppa á laugardaginn og fótboltaþyrstir ÍSlendingar leigja sér flug beint til Manchester. Sem er brilliant fyrir okkur því þangað er stutt að fara og auðvelt að ná í fólk. Helgarferð er eiginlega of stutt ef flogið er til London því að bæta við ferðalaginu þaðan og hingað þá er helgin bara búin. En svona er þetta fullkomið. Við förum svo bara og sjáum Wrexham spila við Luton. Enginn munur...
mánudagur, 19. apríl 2004
Þegar Harpa kom í heimsókn til min, kom hún frá Birmingham þar sem hún var að setja upp sýngu fyrir Marel. Hún missti af lestinni og þurfti að taka seinni lest og var orðin hálf nojuð yfir þessu öllu saman. Þegar lestin renndi að því sem hún taldi vera Wrexham var komið niðamyrkur og voru heldur fáir á ferli. Hún hoppaði úr lestinni og brá þá heldur betur í brún því lestarstöðin var kyrfilega merkt Ystafell. Var hún því helst á því að hún væri á einhvern óútskýranlegan hátt komin í Eyjafarðarsýslu og þótti merkilegt. Hún hitti síðan Dave sem gat sagt henni að þetta væri velska og þýddi biðherbergi. Mér þótti sagan góð og til að sanna að í Wales er líka Ystafell þá fann ég skilti og hér má sjá Ystafell!
laugardagur, 17. apríl 2004
Mig minnir endilega að þegar ég var yngri þá las ég allt sem ég náði í. Mér var alveg sama hvað ég var að lesa svo lengi sem ég hefði bók í höndunum. Auðvitað fannst mér sumt skemmtilegra en annað en mestmegnis var ég fordómalaus. Svo fór ég í háskólann og fannst endilega að ég þyrfti að lesa "bókmenntir" og endaði á að óverdósa á fagurbókmenntunum. Síðustu tvö ár hef ég einungis og ég er ekki að grínast hérna, einungis lesið "chick-lit", þ.e. rómantíska gamanmynd á pappír. Ég verð að viðurkenna að hafa verið orðin örvæntingarfull um að komast nokkurn tíman út úr þessum ósköpum þegar Kalli benti mér á þessa best-seller bók, The Da Vinci Code. Ég keypti hana í fyrradag og er bara búin með hana. Mikið ægilega var hún skemmtileg. Þrumuafþreying með svaka pælingum. Mikið hef ég gaman af þessari útskýringu á kaleiknum helga. Mér finnast svona samsæriskenningar alveg æðislegar. Allavega þá var hún svo skemmtileg að ég keypti aðra bók eftir höfundinn í dag og er strax orðin niðursokkin í hana. (Grey Lúkas, engin mamma!)
Ég er að vona að ég hafi galdrað burt óheppnina hans Dave í dag. Ég fann galdrastafi á netinu og prentaði út Róðukrossinn handa honum og lét hann setja hann á sig. Svo er það bara að trúa. Annars þá mætti halda að Dave væri Íslendingurinn en ekki ég, með hring með rúnum á fingri, Þórshamarinn um hálsinn og skjaldarmerkið á bolnum sínum og núna galdrastaf í veskinu! Hann er ægilega ánægður með þetta allt saman.
Ég er að vona að ég hafi galdrað burt óheppnina hans Dave í dag. Ég fann galdrastafi á netinu og prentaði út Róðukrossinn handa honum og lét hann setja hann á sig. Svo er það bara að trúa. Annars þá mætti halda að Dave væri Íslendingurinn en ekki ég, með hring með rúnum á fingri, Þórshamarinn um hálsinn og skjaldarmerkið á bolnum sínum og núna galdrastaf í veskinu! Hann er ægilega ánægður með þetta allt saman.
fimmtudagur, 15. apríl 2004
Þrátt fyrir smá rigningarsudda í dag er ég sannfærð um að sumarið sé komið hingað til okkar. Allt er orðið grænt og það er svona hiti í loftinu, útlenskur hiti og lykt, eitthvað sem ekki fæst á Íslandi. Flestir eru strollandi um á peysunni. Það reyndar segir ekki mikið, mér finnast Veilsverjar ekki klæða sig eftir veðri og þá sérstaklega ekki börnin sín. Hér sér maður ekki húfu eða vettling á nokkru barni, nema Lúkasi, og fólk segir við mig að ég pakki honum of vel inn. Hvað um það. Í gær var veðrið svo indælt að við skelltum okkur til Chester til að spóka okkur og ná í myndirnar sem teknar voru þarna um daginn. Þær komu vægast sagt vel út og verður gaman að sjá hvort við getum ekki stækkað þær og sett fallega í ramma. Það er alltaf jafn gaman að rölta um í Chester, þar er bæði svo fallegt og svo var veðrið alveg ljómandi í gær. Við settumst á útikaffihús og fengum okkur te og skonsur og höfðum það gott.
Annars þá stakk mamma hans Dave upp á því í gær að við Dave giftum okkur bara á Íslandi. Jimmy fengi bara hótel með hjólastólaaðgengi og þá væri það ekkert mál, það væri jú, fjórum seinnum fleira fólk mín megin en Dave megin. Mér líst ágætlega á það. Gifta sig í Þolló og halda almennilega veislu þar. Jú, fín hugmynd.
Annars þá stakk mamma hans Dave upp á því í gær að við Dave giftum okkur bara á Íslandi. Jimmy fengi bara hótel með hjólastólaaðgengi og þá væri það ekkert mál, það væri jú, fjórum seinnum fleira fólk mín megin en Dave megin. Mér líst ágætlega á það. Gifta sig í Þolló og halda almennilega veislu þar. Jú, fín hugmynd.
þriðjudagur, 13. apríl 2004
Eitthvað gengur illa hjá mér að byrja aftur á fullum krafti í atvinnuleitinni. Er búin að vera að bera fyrir mig flugþreytu, andlegu misjafnvægi og páksfríi. Í morgun ætlaði ég svo að henda mér í þetta þegar það kemur í ljós að fólkið á atvinnuskrifstofunni er bara komið í verkfall! Mikið vildi ég að ég fengi vinnu þar...
Annars var ég að stússast við að setja inn fleiri myndir að barninu á nýja albúmið mitt. Mikið sem ég er ánægð með barnið.
Annars var ég að stússast við að setja inn fleiri myndir að barninu á nýja albúmið mitt. Mikið sem ég er ánægð með barnið.
mánudagur, 12. apríl 2004
Páskahelgin gekk í garð og nokkuð hátíðlega hér megin, við elduðum hamborgarhrygg og brúnuðum kartöflur, klæddum okkur upp á og nöguðum okkur í gegnum 3 páskaegg. Vel af sér vikið það. Lúkas Þorlákur fékk "oft má satt kyrrt liggja" en ég get ekki heimfært það upp á barnið á nokkurn hátt en við Dave fengum bæði nokkuð góða málshætti. Ég fékk "meira vinnst með blíðu en stríðu" og Dave fékk "sígandi lukka er best" sem mér finnst alveg frábært því hann kvartar yfir óheppni en ég vil meina að hann sé mjög heppinn, það komi bara alltaf óhapp upp á fyrst og svo gerist eitthvað happ til að bæta óhappið. Hann var mjög ánægður með eggin og fannst þau sniðug. Enda mun sekmmtilegri en bresk páskaegg sem eru bara hol súkkulaðiskel í nafni einhvers súkkulaðsins, eins og sést hér t.d. þar sem eggið er kit-kat. Ekkert gaman að því, maður getur allt eins bara fegnið sér kit-kat. Lúkas fékk stærsta eggið, en ég ákvað að leyfa honum ekki að sleikja það, ég er búin að ákveða að mín eigin súkkulaðifíkn komi til af því að hafa fengið að sleikja súkkulaðiegg rétt 4 mánaða gömul, og vil ekki að barnið endi eins og ég. Við Dave veltum svo fyrir okkur í smástund hvað við værum að gera ef það væri enginn Lúkas og vorum bæði sammála um að helgin hefði farið í djamm og vesen. Við bíðum bara róleg eftir að verða eldri og geta þá byrjað aftur svona eins og þessi hér. Þetta er allt hringrás.
föstudagur, 9. apríl 2004
Í minningunni er alltaf sama veðrið á Föstudaginn langa, svakaleg sól og svakalegt rok þannig að sandurinn smeig inn um allt. Algerlega versta veður sem ég get ímyndað mér. Kemur svo ekki bara í ljós að það er sama veðrið í Veils. Uss og svei.
Í öðrum fréttum þá fékk Lúkas Þorlákur hrísmjölsgraut í dag í fyrsta sinn. 3 skeiðar og fannst lítið til koma. Mér finnst þetta vera heilmikill hornsteinn í lífi barnsins og hoppaði um af æsingi á meðan að ég gaf honum.
Í öðrum fréttum þá fékk Lúkas Þorlákur hrísmjölsgraut í dag í fyrsta sinn. 3 skeiðar og fannst lítið til koma. Mér finnst þetta vera heilmikill hornsteinn í lífi barnsins og hoppaði um af æsingi á meðan að ég gaf honum.
fimmtudagur, 8. apríl 2004
Ég keypti mér í fríhöfninni á leiðinni heim tvöfaldan geisladisk með öllum bestu lögunum hans Vilhjálms Vilhjálmssonar. Mikið ægilega skemmtilegur diskur sem ég og Lúkas erum búin að dansa við í stofunni síðan að við komum heim. Skrýtið samt. Ekki hefði ég keypt og hlustað á þennan disk byggi ég á Íslandi. Mér finnst Vilhjálmur alveg skemmtilegur en ég hefði getað gert margt betra við tvöþússara. Svona gerist þegar maður verður "ex-pat" eins og það heitir á engilsaxnesku. Maður verður tárvotur við tilhugsunina um Ora-grænar. Sem eru, ef maður veltir því fyrir sér, lélegustu baunir sem hægt er að fá því þær eru niðursoðnar en ekki ferskar. Ein með öllu veldur því að maður grætur í uppvaskið. Samt er eiginlega ekki hægt að fá eina með öllu lengur, brauðið er ristað og allt útatað í kartöflusalati. Dave minn ber endalausa virðingu fyrir Íslendingnum í mér og er stoltur af því að sonur sinn sé "Keltneskur Víkingur". En það er samt voðalega erfitt að útskýra fyrir honum af hverju mér finnist "S.O.S ást í neyð" skyndilega vera lag laganna. Hann bara heyrir ekki hvað er svona gott við lagið. Kannski að hann skilji þetta ef við flytjum einhverntíman til Íslands og hann fer að gráta þegar Tom Jones byrjar að baula "Green, green grass of home". Ég passa þá líka að það sé til nóg að af ristuðu brauði handa honum.
miðvikudagur, 7. apríl 2004
Ég ætlaði að fara að segja að þá væri lífið að komast í vanalegar skorður, en hætti við því í hvert sinn sem lífið fer í vanalegar skorður þá gerist eitthvað svaðalegt og allt fer úr skorðum. ég var engu að síður að þvo húsið hátt og lágt sem er dálítið vanalegt svona fyrir miðvikudag. Einasti eini tilkynnti voðalega stoltur áður en ég kom heim að hann væri sko búinn að þrífa og ég ætti bara að sjá húsið. Ég vil nú skilgreina húsþrifin hjá honum "strákaþrif". Þá tekur hann sumsé allt drasl og raðar í svona mistóra stafla og stæður hingað og þangað um húsið. Þrífur ekki og setur ekki á sinn stað, nei, setur í bunka. Voðalega vel gerða bunka það er ekki það, en ekki alveg eins og ég vil hafa það. Ég er ekki af neinum nöldurskóla, sagði þetta bara fínt og tók svo til í dag þegar hann er í vinnunni. Ef maður vill eitthvað gert vel þá gerir ma'r það sjálfur.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)