Vel búin á hádegisrölti. |
þriðjudagur, 30. nóvember 2010
mánudagur, 29. nóvember 2010
Haframúffurnar mínar eru núna Breyttar og Endurbættar! Mér dettur alltaf í hug kötturinn Grettir þegar ég sé New and Improved! Hann hafði áhyggjur að hann hefði þá verið að borða old and inferior áður. En múffurnar mínar voru fínar eins og þær voru en núna eru þær rosalega góðar. Ég skipti út mjólkinni fyrir náttúrulega jógúrt og maukaði saman við bananann með töfrasprota. Og bakaði aðeins styttra. Og þær eru stökkar og sætar að utan, mjúkar og heitar að innan og ég sofna spennt af tilhlökkun að fá þær í morgunmat. Þetta kalla ég sko lystina að lifa.
sunnudagur, 28. nóvember 2010
Svona smá afterthought nú þegar restin af lakkrísnum og Nóakroppinu hefur verið ryksugað upp yfir X-factor úrslitunum; hvað er "eðlilegur" skammtur af nammi? Hvað myndi náttúrulega grönn manneskja með engar sérstakar vangaveltur um mat og samband sitt við hann sem samt nýtur þess að borða nammi öðruhvoru kalla "eðlilegan" skammt af sælgæti? Ég er bara svona að velta því fyrir mér þar sem ég horfi á tóma skálina. Er ég enn að fara yfir strikið þó svo ég fylgi prógrammi allan sunnudaginn en borða svo nammi á sunnudagskvöldi? Er ég enn að skemma fyrir mér með óeðlilegu magni?
Svartur er hann og gómsætur eftir því. |
laugardagur, 27. nóvember 2010
Nú erum við að nálgast alveg nýtt svæði. 92.9 í morgun og það er sko svo sannarlega tala sem ég hef ekki séð áður. Mig minnir að ég hafi verið 89 í byrjun 9. bekkjar og svo náttúrulega grenntist ég heilmikið það árið, en ég man engar tölur. Við getum því fullyrt að talan 92 eitthvað er alveg ný. Og velkomin. Að hugsa með sér; lakkrís og nóakropp, pizza og harðfiskur, smá bjór og rauðvín og ég léttist samt. Er þetta ekki æðislegur megrunarkúr? Ég hef núna lokið 63% verkefnisins og er 26% minni að rúmmáli en ég var í upphafi. 26% af sjálfri mér bara horfin. Mig langar meira að segja til að segja að ég er örugglega léttari en þetta því ég er svo uppfull af hori að það eitt vegur örugglega um kíló. Mikið er leiðinlegt að vera með hor. Ég fann ekkert bragð af kotasælubombunni minni í gærkveldi og ég uppfylltist kvíða og depurð við tilhugsunina um að kannski verð ég enn með hor á sunnudaginn og hver er þá tilgangurinn í að borða vitleysu þá? Og mig langaði bara til að leggjast niður og gefast upp þetta var svo hræðileg tilhugsun. Þannig virkar heilinn í mér. Lífið er hreinlega ekki þess virði að lifa ef ég finn ekki bragð af mat. Og ég stend við þetta. Ekki misskilja mig. Ég elska holla, bragðgóða matinn minn og ég vil heldur borða hann. 95 % tímans. Hin 5 prósentin fær hlussan og hún er bara hluti af mér sem verður líka að fá að njóta lífsins.
miðvikudagur, 24. nóvember 2010
Á stússi í Wrexham |
laugardagur, 20. nóvember 2010
Pizza eða hvað? |
Smá update: Nú eru liðnir tæpir fjórir tímar frá því að ég borðaði gripinn og er búin að prumpa nánast stanslaust síðan. Ekki dömulegt, ó sei, sei nei. Þess virði? Jebb.
föstudagur, 19. nóvember 2010
Er á vitlausum stað, á að vera á milli |
miðvikudagur, 17. nóvember 2010
Það er algengt og eðlilegt þegar maður er að rembast við að breyta sér öllum og léttast og breyta lífstílnum og breyta siðum og venjum og öllu sem manni er tamt að það komi tími þar sem þetta er bara of erfitt, eða of stórt verkefni eða vonlaust. Það kemur sá tími þar sem maður sér ekki tilganginn, þar sem ekkert gengur upp þar sem maður hefur bara ekki lengur löngnina til að láta þetta allt saman ganga upp. Á þessum tímapunkti gefast flestir upp. Hætta þessu veseni bara og gamlir siðir og venjur taka sig aftur upp. Vanalega myndi þetta líka gerast hjá mér. Hingað til hafa allar tilraunir, alveg sama hvað þær byrjuðu glæsilega, farið út um þúfur. Í þetta skiptið held ég að það sem hafi skipt sköpum var að ég náði að halda hreyfingunni inni. Alveg sama hvað ég var að klúðra mataræðinu öllu saman þá mætti ég alltaf í ræktina. Alltaf. Og það er svarið. Alveg sama hvernig manni líður, hvort sem manni er illt, eða í vondu skapi, eða of feitur eða allir brjóstahaldarar skítugir eða maður er of þreyttur eða of bissí þá verður maður að mæta í ræktina. Og ef maður bara heldur áfram að mæta í ræktina þá fær maður verðlaunin. Maður hættir að vera í vondu skapi og kemst í endorfín vímu. Þetta er allt of huglægt atriði þetta að bíða eftir "hvatningu" (motivation). Með því að halda áfram að æfa býr maður til sína eigin hvatningu.
Ég er núna að njóta afraksturs erfiðisins. Ég er enn hérna. Ég horfi á sjálfa mig í speglinum og kemst ekki yfir hvað likami minn er fær um. Eftir öll þessi ár sem hann var bara gagnslaus hlunkur af spiki er ég núna að sjá merki um að hann er að verða stæltur og sterkur og hraustur. Og ég veit með 100% fullvissu að það er þessi tilfinning að líkami minn sé fær um að gera ýmislegt sem hefur breytt öllu. Ég veit að skapsveiflurnar eru stundum dálítið erfiðar að díla við. Suma daga er þetta bara ekki jafn skemmtilegt og mér finnst þetta akkúrat núna. En það skiptir engu máli af því að ég veit að næst þegar ég sveiflast niður á við þá mæti ég líka í ræktina og ég verð stæltari, sterkari og hraustari. Bara að halda áfram að hreyfa sig, það er það eina sem skiptir máli.
Ég er núna að njóta afraksturs erfiðisins. Ég er enn hérna. Ég horfi á sjálfa mig í speglinum og kemst ekki yfir hvað likami minn er fær um. Eftir öll þessi ár sem hann var bara gagnslaus hlunkur af spiki er ég núna að sjá merki um að hann er að verða stæltur og sterkur og hraustur. Og ég veit með 100% fullvissu að það er þessi tilfinning að líkami minn sé fær um að gera ýmislegt sem hefur breytt öllu. Ég veit að skapsveiflurnar eru stundum dálítið erfiðar að díla við. Suma daga er þetta bara ekki jafn skemmtilegt og mér finnst þetta akkúrat núna. En það skiptir engu máli af því að ég veit að næst þegar ég sveiflast niður á við þá mæti ég líka í ræktina og ég verð stæltari, sterkari og hraustari. Bara að halda áfram að hreyfa sig, það er það eina sem skiptir máli.
þriðjudagur, 16. nóvember 2010
Það er þetta með morgunmatinn. Þegar ég var mestmegnis bara í léttu morgunhoppi þá var allt í lagi að fá mér bara vatn áður en ég byrjaði á skoppinu en núna þegar ég er að lyfta þungum járnum verð ég að borða morgunmat áður en ég byrja að hamast. En ég er sitjandi í lest klukkan 6:40 með stírurnar enn í augum og hálfvönkuð öll. Fyrir utan að vera ekki svöng. Og uppáhalds morgunmaturinn er hafragrautur. Hvað gera bændur í þessari stöðu? Jú, finna upp meðfærilegan hafragraut. Hafragraut sem má ferðast með, borða heitan eða kaldan og án þess að vera með skál og skeið. Þannig kom ég með haframúffurnar mínar. Í skál fara 150 g hafrar, 1 tsk lyftiduft, nokkrar rúsínur, góð slumma af kanil og öööööggulítið af salti. Í annarri skál mauka ég 1 banana saman við slurk af mjólk og tappa af vanilludropum. Svo er þessu öllu blandað vel saman áður en sett er í sílíkón muffins form. Ég sullaði líka smá sykurlausu karamellusýrópi ofan á til að búa til svona aðeins meira djúsí fílíng. Ofninn settur á 190 og bakað í svona hálftíma. Og voilá! 6 haframúffur tilbúnar. Þar með eru næstu 3 morgnar sorteraðir og hægt að borða hafragrautinn sinn og halda á honum í hendinni. Þannig að hægt er að borða hann og njóta þó maður sé svefngengill um borð í strætó eða lest. Þetta er nýja uppáhaldið mitt og alveg hrikalega gott. Hollt, gott og hentugt. Enn engar myndir. Voðalegt er þetta að vera myndavélalaus....
mánudagur, 15. nóvember 2010
Breskur fiskur; Briskur |
sunnudagur, 14. nóvember 2010
Bodum mjólkurfroðari. |
laugardagur, 13. nóvember 2010
94 komma fokkings núll kíló, back of the net! Ég gæti ekki verið ánægðari. Og ég má til með að deila með ykkur enn einum hafragrautnum. Ég flysjaði og kubbaði eitt sölnað eplagrey og setti í pott. Með í pottinn fór teskeiðsslumma eða svo af ávaxtamauki og matskeið af vatni. Svo kryddaði ég vel með kanil og leyfði þessu að sjóða niður. Á meðan sauð ég hafragrautinn, ég vil hann þykkan, kornóttan og ósaltaðann og mjólkurlausan. En hver og einn verður að sjálfsögðu að gera upp við sig hverskonar hafragrautsmaður maður er. Svo settí ég grautinn í skál, tappa af vanilludropum út í og svo eplamaukið ofan á. Himnaríki í skál. Ég held að það sé ekkert í heimi hér í sem veitir mér jafnmikla vellíðan og góður hafragrautur.
Ég ummaði og ammaði lengi yfir því hvort ég ætti að biðja um hjálp. Það var eitthvað sem sagði mér að ef ég fengi aðstoð þá mætti ég ekki vera stolt af árangrinum. Ég hefði náð þetta langt sjálf og ég þyrfti að klára dæmið sjálf. En svo sá ég að mér. Það er ekkert minna varið í árangurinn þó ég fái aðstoð, þegar allt kemur til alls þá kem ég til með að vinna alla vinnuna. Og þegar ég spyr sjálfa mig hvað ég vil þá er svarið undantekningalaust að ég vil klára dæmið. Ég vil losna við 20 kíló í viðbót, ég vil verða miklu hraustari. Það nægir mér ekki að viðhalda þeirri stöðu sem ég er í núna. Og nú er sko aldeili stuð á bæ. Ég er komin með í hendurnar allt sem ég þarf til að vinna þetta verkefni og vinna það vel. Skipulagsnasistinn í mér rorrar um eins og í blautum draumi yfir öllu skipulaginu og excel-skjölunum og innfyllingu á listum og öllu því sem fylgir að gera þetta af einurð og staðfestu. Innri Hlussan skoppar um af kátínu af því að hún fær að borða svo mikið af mat og hún má eyða öllum deginum í að púsla saman uppskriftum og stússast í matargerð. Íþróttamaðurinn rymur af ánægju út af öllum þungu járnunum og áskoruninni sem felst í að bæta aðeins í. Sú eina sem er ekki alveg sátt er mjóa tíkin, henni finnst þetta ekki vera nógu mikil kvöl og pína, maður verður jú að þjást ef maður á að ná árangri. En ég hlusta ekkert á hana. Og planið virkar. Það svínvirkar alveg, spurningin er bara; virka ég?
miðvikudagur, 10. nóvember 2010
Trekk í trekk hefur hann stíflast hjá mér eldhúsvaskurinn. Ég leysti vandamálið með því að hella í niðurfallið heitu vatni og um stund var allt í lagi. Svo var aftur hætt að renna úr honum og ég fór með hendina í skítugt vatnið og pusaði um með lófanum og allt var í lagi um tíma. Svo stíflaðist aftur og ég losaði um og svo stíflaðist og svo framvegis. Að lokum var svo komið að heita vatnið og lófinn dugðu bara ekki . Það varð ekki hjá því komist. Ég varð að fara til Tony og kaupa drullusokk. Með hann að vopni og smá vinnu losaði ég um stífluna, drullan puðraðist upp um afrennslið og svo slúrrp, allt fór það niður, og nú rennur vatnið niður án nokkurra vandkvæða. Ég reyni að passa mig að hella ekki niður i vaskinn fitu og miklum matarafgöngum og vonandi helst þetta svona fínt hjá mér. Og á sama máta er ég búin að játa mig sigraða hér ein og sér í þessari baráttu minni við spikið. Mig vantar sérfræðiaðstoð, hef leitað hana uppi og fengið. Ég er búin að leggja góðan grundvöll sjálf, ég er búin að vinna heilmikið í sjálfri mér en verð líka að viðurkenna að það er voðalega lítið búið að gerast í fitutapi stærsta hluta ársins. Ég er búin að komast að hjá Röggu Nagla og er bæði jákvæð og bjartsýn á að hún hjálpað mér til að ná þessum síðustu 20 kílóum af mér. Onwards and upwards og allt það. Þess ber einnig að geta að ég er á engan hátt að líkja henni Röggu við drullusokk.
sunnudagur, 7. nóvember 2010
Það er mjög ólíklegt að ég geti gefið upp á bátinn þá von að einn daginn "læknist" ég. Ég hef það afskaplega sterklega á tilfinningunni að daginn sem ég stíg á vigtina og töfratalan 75 kíló birtist þá þurfi ég ekki lengur að berjast við drekann minn. Ég veit alveg að lækning kemur ekki til með að gerast í alvörunni en þetta er það sem mig langar til að gerist. Og ég held að ég verði að halda í þessa von, þessa trú mína á "lækningu" til þess að halda þessu öllu til streitu. Ég er reyndar ekki haldin neinum grillum um að annað sem mér finnst vera ábótavant í lífinu lagist við að verða mjó. Mér finnst það vera allt of algengur hugsunarháttur hjá samfitubollum mínum, þetta að setja annað í lífinu á pásu þangað til spikið er farið. Málið er bara að allt sem hrjáir mig er tengt þvi að vera of feit. Líkamlega er það sársaukinn sem ég lifi með í hnénu alla daga ásamt því að vera ekki alveg jafn fitt og álkjósanlegt væri. Hitt sem verra er að þurfa að berjast svona alla daga. Við sjálfa mig. Þessi innri barátta er svo lýjandi. Að vera stanslaust hrædd við mat. Og á sama tíma þrá ekkert heitar en að fá bara að borða. Endalaust. Þá daga sem þetta er ekkert mál og skemmtilegt, þarf ég ekkert að spekúlera í þessu, og guði sé lof og dýrð, flesta dag er þetta ekkert mál og skemmtilegt. En svo eru það dagarnir þar sem ég brýt loforðin mín og þá daga verð ég að segja sjálfri mér að einn daginn verði ég heilbrigð og frjáls. Mér hefur alltaf þótt það skrýtið (og öfundsvert) þetta fólk sem segir setningar eins og "þú þarft bara að borða minna og hreyfa þig meira." Eða "þetta er bara spurning um að ákveða hvað þú vilt; viltu vera feitur eða mjór?" Eða "hvað aumingjavæll er þetta eiginlega? Slepptu því bara að borða nammi!". Ef þetta væri svona einfalt og auðvelt þá væri offita að sjálfsögðu ekki vandamál. Þetta ristir svo miklu, miklu dýpra en bara að sleppa snickersinu. En á sama tíma get ég lika alveg viðurkennt að ég skil ekki þetta væl í mér og hinum fitubollunum. Þetta er í alvörunni svo einfalt. Maður þarf bara að sleppa snickersinu! Ég er allavega engu nær um hvað er best að gera, eða hvernig er best að gera þetta. En ég held alltaf áfram að rannsaka þetta allt saman. Mér finnst alltaf jafn gaman að flakka um víðáttur veraldarvefsins í leit að einhverjum nýjum sannleik, nýjum aðferðum, nýjum uppskriftum. En ég hef enn ekki fundið lækningu.
Hvað um það, þessar pælingar eru ekki á dagskránni í dag, í dag er það afmælispartý á Jelly Totz.
Hvað um það, þessar pælingar eru ekki á dagskránni í dag, í dag er það afmælispartý á Jelly Totz.
laugardagur, 6. nóvember 2010
Láki Jones opnar pakka. |
(Vigtin segir 95.3, hálft kíló í plús þrátt fyrir mikla vinnu og fyrirhöfn í vikunni. Eins og líkami minn neiti að fara niður fyrir 95. It´s time to call in the professionals. Watch this space.)
miðvikudagur, 3. nóvember 2010
Jógúrtprótein og kókos! |
Setja saman í skál 1 bolla af kjúklingasoði, 2/3 bolla af balsamicedik, 1/4 bolla sykur, 1 mtsk ólívuolíu, 4 maukaða hvítlauksgeira og smá salt og pipar. Hræra þessu öllu saman og hella svo smávegis af þessu yfir útflattar kjúklingabringur. Ég var með 4 mjög litlar. Láta þær liggja í leginum í 10 mínútur. Hita smá olíu á pönnu og setja svo bringurnar á pönnuna. Brúna og hita í gegn. Passa sig á að halda þeim mjúkum og blautum, hella svo restinni af leginum út á pönnuna og klára að elda kjúllann. Taka svo kjötið upp úr sósunni og setja á disk og halda heitum. Leyfa soðinu að malla á pönnunni og hræra í öðruhvoru þangað til að breytist í sýróp. Á meðan það gerist útbúa kúskús og salat. Þegar sýrópið er tilbúið, það ætti að taka svona 10 mínútur, þá setur maður kúskús á disk, bringu ofan á og hellir smávegis af sýrópinu yfir og salat til hliðar. Það þarf bara eina góða skeið á hverja bringu. Þetta var svo gott að ég skil ekki alveg hvað ég var að hugsa að elda þetta á miðvikudagskveldi, þetta er greinilega laugardagsmatur, og ég myndi jafnvel segja nógu gott til að bjóða upp á í matarboði. En svona er maður bara alltaf grand á því.
þriðjudagur, 2. nóvember 2010
Myndavélin mín er búin að gefast upp. Myndirnar sem ég hef tekið að undanförnu eru alltaf úr fókus og ég er búin að ákveða að það er ekki mér að kenna, heldur er það myndavélin. Ég er smávegis fegin því hún er geðveikt hallærisleg, hún er sko kassalöguð en ekki flöt eins og allar myndavélar eru núna. Hún er bara einu stigi fyrir ofan myndavél með flasskubbi. Þannig að vonandi fæ ég nýja í afmælis- eða jólagjöf. Allavega, myndavélaleysið gerir það að verkum að ég á ekki myndir af morgun- og hádegismatnum í dag. Ó, boj ó boj. Hveitlaus pönnukaka er aðalmálið ákkúrat núna. 1 heilt egg og 2 eggjahvítur hrærðar saman við tæplega hálfa teskeið af lyftidufti. Svo smellt á smurða pönnu á vægum hita og leyft að bakast í gegn. Útkoman er eins og crépe eða pönnukaka frekar en ommiletta og svo má hver og einn setja fyllingu eins og vill. Ég eldaði þetta í gærkveldi og geymdi svo bara inni í ísskáp, setti svo banana og hnetusmjör á pönnsuna og rúllaði upp í morgunmat. Stal smá bút og setti ofan á avókadó-chilisultu þýska brauði sem ég borðaði í hádeginu. Alveg geggjað. Möguleikarnir eru endalausir, ávextir og jógurt, sinnep og ostur, sætt eða savoury, bara það sem manni dettur í hug. Og maður á alltaf að gera það sem manni dettur í hug.
mánudagur, 1. nóvember 2010
5 kílóa vigt. |
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)