mánudagur, 31. maí 2010
"Átið hefur núna alveg tekið yfir allt í lífinu og ég er komin á eitthvert stig sem ég kannast ekki við áður. Ég fæ panikk atakk ef það er ekki til ákveðið mikið magn af sælgæti. Og ég er að tala um alvöru panikk atakk; ég fæ hjartaflökt og svitna, á erfitt með að anda og fyllist sorg, depurð og reiði. Þetta er ný geðveiki sem hefur tekið völdin af mér. Allavega, magateygja er ekki valmöguleiki, nú einfaldlega vegna kostnaðar. Fyrir nokkrum mánuðum var það vegna þess að ég ákvað að ég gæti ráðið við þetta sjálf, nú hef ég viðurkennt að það er ekki satt, ég bara hef ekki efni á aðgerðinni. Þangað til verð ég að reyna að gera eitthvað. Verð að viðurkenna að ég er hálf vondauf með þetta, ég fæ ekki séð að megrun númer 4979 komi til með að virka eitthvað betur en hinar 4978. " (Febrúar, 2009)
Ég gaf sjálfri mér því síðasta tækifærið, eitt tækifæri til að reyna að ná stjórn á fíkninni. Tók mynd af mér og skoðaði með hryllingi og byrjaði svo. Hvar byrjar maður eiginlega þegar verkefnið er svo stórt, svo viðamikið að það virðist í alvörunni óyfirstíganlegt? Jú, á sama hátt og maður byrjar á að klífa fjall; með einu skrefi. Og svo því næsta og svo því næsta. Eitt í einu. "Ég er uppfull af þrótti, von og bjartsýni akkúrat núna. Mér líður eins og eldingar renni í æðum mér og nánast ekkert sé ómögulegt." (Mars, 2009) Hvað gerðist eiginlega? Jú, ég byrjaði að hreyfa mig. Rannsóknir sýna að fólk sem breytir mataræði til hins betra og byrjar að hreyfa sig léttist ekkert meira en þeir sem bara laga mataræðið en til langtíma litið þá kemur í ljós að þeir sem ná að koma hreyfingunni almennilega fyrir í nýjum lífstíl eiga mun meiri möguleika á að viðhalda fitutapi. Og ég er alveg sannfærð um að lyftingarnar og hlaupin hafi skipt öllu máli í þessu hjá mér. Engu að síður þá hefur eitthvað breyst síðan ég var með eldingar í æðastað hérna fyrir rúmu ári. Ég er bara eitthvað að tussast um núna. Héðan í frá er því dagur númer eitt. Ég ætla að byrja upp á nýtt. Telja og vigta, búa til vikumatseðla og reyna að hugsa um sjálfa mig sem 95 kílóa manneskju sem þarf að léttast um 21 kíló, ekki 125 kílóa manneskju sem er hálfnuð með verkefnið. Læra upp á nýtt það sem fékk mig til að lýsa því yfir að hafragrautur væri gjöf frá Guðunum og að spínat væri leyndamálið að eilífri hamingju. Það getur verið að ég hætti að setja hér inn hvað ég léttist mikið, það má vera að þess í stað fari ég að tala um bættan hlaupatíma eða kílóafjölda í bekkpressu. Ég sé til. Það er bara eitt sem ég veit fyrir víst. Að það er endalaust hægt að koma sjálfum sér á óvart.
sunnudagur, 30. maí 2010
laugardagur, 29. maí 2010
fimmtudagur, 27. maí 2010
En það er öllum sama um sár hné þegar maður fær fínt í matinn. Í kvöld svissaði ég lauk og völdu grænmeti, gulrætur, baunir, spergilkál, hvítlaukur, maís, saman á pönnu. Maukaði saman dós af kjúklingabaunum, 2 msk af grófu náttúrulegu hnetusmjöri, 1 eggi, ristuðum sesamfræjum, furuhnetum og sólblómafræjum og marókkóskri kryddblöndu. Hrærði svo grænmetið út í og mótaði 6 klatta sem ég bakaði í 40 mínútur inn í ofni. Spínatsalat með bulgur, hummus og kotasæla og hamingjan er mín. Í eftirrétt eru svo jarðaber og grísk jógúrt. Ofurgott.
þriðjudagur, 25. maí 2010
sunnudagur, 23. maí 2010
laugardagur, 22. maí 2010
miðvikudagur, 19. maí 2010
þriðjudagur, 18. maí 2010
sunnudagur, 16. maí 2010
Bás eftir bás af girnilegum mat, ólífur og hnetur, sólþurrkaðir tómatar, salami og skinka, brauð og kökur, sósur og chutneys, ostar í kílóavís, súkkulaði og ís. Þegar við vorum búin að rölta aðeins um var ég orðin svo uppveðruð að það þurfti að fara með mig til að setjast og ná andanum og skynseminni aftur. Svo vildi til að við settumst niður þar sem kokkur var með sýnikennslu í að búa til þennan líka djúsí berjadesert þannig að ég þarf núna að prófa hann næst þegar ber og rjómi og sykur er á matseðlinum. Ég róaði mig svo nógu mikið niður til að njóta dagsins. Við smökkuðum allt, skoðuðum og völdum svo uppáhaldshlutina okkar. Settumst niður og borðuðum samlokur fylltar með svínakjöti sem var heilgrillað á staðnum og hlustuðum á tónlist í sólskininu. Ég hefði getað keypt miklu meira en maður verður víst að vera smá skynsamur líka. Ég sé reyndar smá eftir að hafa ekki kippt með mér tómötunum. Svonalagað gerir svo skemmtilegt andrúmsloft í bænum og það er svo gaman að vita af öllu þessu fólki hérna í kring að framleiða góðan mat á heilbrigðan og umhverfisvænann hátt. Ég vildi óska að ég hefði tök á að fara einu sinni í viku á rúnt um bóndabæjina og kaupa allt svona ferskt. En nútíminn þýðir enginn tími og Tesco fær alltaf peninginn minn að lokum. Sorglegt eiginlega. Best að fara að fá sér smá ost og chili chutney...mmmm....
laugardagur, 15. maí 2010
miðvikudagur, 12. maí 2010
mánudagur, 10. maí 2010
laugardagur, 8. maí 2010
fimmtudagur, 6. maí 2010
þriðjudagur, 4. maí 2010
Góðu fréttirnar eru að ég hef enga löngun í að drekkja sorgum mínum í súkkulaði. Enga. Og ég er eiginlega svo glöð yfir þeirri tilfinningu að ég er næstum því ánægt að hafa ekki fengið vinnuna til að hafa uppgötvað þetta. Þvílíkur sigur! Ég er að upplifa tilfinninguna, ekki deyfa hana með sykurþoku. Þetta er sárt en ég get ekkert gert nema tekið sigurinn frá þessu. Er nokkuð hægt að komast nema upp á við héðan?