Kínversk blómkálshrísgrjón |
föstudagur, 29. apríl 2011
fimmtudagur, 28. apríl 2011
Þegar lagt er að stað í breytingar á lífstíl er upplagt að setja sér markmið. En það getur líka verið allt of auðvelt að setja sér markmið sem hafa engan grundvöll í raunveruleikanum og það sem er mikilvægara, maður er ekki tilbúinn til að gera þær breytingar sem þarf svo til að viðhalda þessum markmiðum. Þannig er ekkert mál að segja að á mánudaginn ætla ég að hætta að borða mat, hlaupa maraþon í hverju hádegi og drekka laxerolíublandað vatn í lítravís. Þannig ætla ég að léttast um 20 kíló á tveimur mánuðum. En það verður að spyrja sjálfan sig hvort maður sé tilbúinn í að gera þessar breytingar og ef ekki, þá hvaða breytingar er maður sáttur við að gera. Maður verður að vilja að breytast en maður verður líka að setja raunhæfar væntingar og kröfur til sjálfs sín um þetta allt saman. Mitt upprunalega takmark var að léttast um 50 kíló. Til þess að ná því takmarki var augljóst að ég þurfti að breyta ýmsu. Og ég sá líka að það var ekki nóg að gera litlar breytingar; ef það hefði verið nóg fyrir mig að "skipta út einu súkkulaðistykki á dag fyrir hollan ávöxt" þá hefði ég bara gert það. (Að gefa offitusjúklingi það ráð fer reyndar rosalega í mig; ekki veit ég til þess að ég hafi nokkurn tíman borðað eitt súkkulaðistykki á dag; annaðhvort borðaði ég ekkert eða ég borðaði fjögur, sem hollráð virkar þetta ekki fyrir hardcore hlussur eins og mig, en það er annar pistill) Og ég var tilbúin til að gera hitt og þetta. Ég var tilbúin til að sofa minna, horfa minna á sjónvarp, lesa færri bækur til að búa til tíma fyrir líkamsrækt. Ég var tilbúin til að taka sjálfa mig út úr þægindum fyrir líkamsrækt. Ég var tilbúin til að breyta um mataræði. Ég var tilbúin til að breyta hvernig ég umgengst mat. En ég er ekki tilbúin til að gefa allt sem mér finnst gott upp á bátinn. Ég er tilbúin til að fórna þyngdartapi öðru hvoru fyrir innantómar kalóríur. Og þegar ég gerði mér grein fyrir þessu var auðveldara að fylgja breytingunum eftir. Ég vil alls ekki meina að það sé auðvelt, þegar maður umturnar svona lífi sínu algerlega þá auðvitað fylgir því barátta. En þetta að gefa sjálfri mér tíma til að skoða hvað ég er tilbúin til að leggja á mig til að ná árangri, og viðurkenna hvað ég er ekki tilbúin til að gera, það er enn einn þátturinn í (nokkurnvegin) velgengni.
Í öllum þessum sumarhita (tsk tsk!) hefur aldeilis þurft að létta á hádegismatnum. Það hefur verið nauðsynlegt að fá sér eitthvað kalt og létt. Í gærkveldi lagði ég í létta marineringu eina dós af cannelini baunum. Blandaði saman teskeið af góðu sinnepi, matskeið af balsamic ediki, matskeið af grískri ólívuolíu og hálfri teskeið af hlynsýrópi. Ásamt smá salt og pipar. Og lagði svo skolaðar baunirnar þar í. Í morgun setti ég svo í nestiboxið góða lúku af spínati, nokkrar svartar ólífur, smávegis af þurrkuðum trönuberjum, gommu af marineruðum baunum og öggulítið af geitaosti. Smávegis grillaður kjúlli til hliðar og með sneið af spíruðu brauði var aldeilis gaman að taka upp nestiboxið í dag. Þetta var líka svo falleg salat, íðilgrænt spínatið, djúprauð berin, skjannahvítar ostadoppur, svartar ólívurnar. Svo, svo fallegt. Mmm.. ég gæti bara borðað þetta alveg upp á nýtt!
miðvikudagur, 27. apríl 2011
Allt frá upphafi þessa ferlis hef ég mikið velt fyrir mér hvatningu. Hvað var það sem gerðist í þetta skiptið sem hefur veitt mér þann innblástur og hvatningu sem þarf til að viðhalda þessum lífstíl? Áður fyrr leitaði ég að innblæstri og hvatningu utanfrá. Ég beið eftir mánudegi, að ná botninum, að sjá mynd af mér sem myndi vera lokapunkturinn. En það var ekki fyrr en ég ákvað að það væri ekki eftir neinu að bíða sem eitthvað fór að gerast. Ég ákvað að slagorðið frá Nike væri málið. Just do it. Þessi orð fela í sér sannindi og kraft. Just do it. Það er heila málið. Það má sitja á rassgatinu eins lengi og dagurinn er langur og bíða eftir því að "eitthvað" gerist en það gerist ekki neitt fyrr en maður bara gerir það. En að undanförnu hefur það heldur ekki verið nóg. Ég þurfti að aðlaga þetta aðeins að mér. Í fyrstu var það nóg að finna gleðina í að bara gera. En núna er komið að því að viðhalda gleðinni til lengdar. Og að mestu leyti er ég bara glöð og þetta er ekkert mál. En hvað gerir maður dagana sem maður er ekki glaður, dagana sem maður bara neeeennir ´ess´ekki? Og ég komst að því að það er nóg að bæta einu orði við í slagorðið. Just do it anyway. Gerðu það bara samt. Og þá daga sem ég þarf að draga sjálfa mig á hárinu í ræktina, eða troða mér í hlaupaskóna með afli eða þá daga sem mig langar ekkert meira en bara að segja fuck it og éta þangað til ég spring þá segi ég bara við sjálfa mig; ókei, þú nennir ekki út að hlaupa; gerðu það bara samt. Og tilfinningin eftir á er eins og dóp. Það að hafa bara gert það samt er helmingi betri tilfinning en þá daga sem þetta er bara gaman og ekkert mál. Just do it anyway. Gerðu það bara samt. Það er óþarfi að flækja málið eitthvað frekar.
mánudagur, 25. apríl 2011
Láki með uppskeruna |
Mini Egg í glærri skál. |
Stórfeti eftir hlaup. |
sunnudagur, 24. apríl 2011
Ég bakaði í morgun hvítt brauð. Hvitt páskabrauð. Ilmandi, gullið, ljóst og létt, mjúkt að innan, stökkt að utan, sesamfrækornaþakið, besta brauð sem ég hef nokkurn tíman séð, þefað af, smakkað, borðað. Fljótlegt og einfalt og ég breytti upprunalegu uppskriftinni sáralítið, skipti út hunangi fyrir hlynsýróp af því að mér finnst hunang vont og bætti við einum bolla af hveiti því mér fannst deigið vera allt of blautt til að höndla. Ég held að það sé ekkert í heimi hér fallegra og betra en nýbakað brauð. Ég elska gróft, kornótt, súrdeigs, hverskonar brauð. En nýbakað hvítt... mamma mía. Og sjálfstjórnarvöðvinn fékk svo aldeilis workout í dag!
3 og 1/2 bolli hveiti
1 bolli volgt vatn
2 1/4 tsk ger
1 mtsk hlynsýróp (eða hunang)
1 tsk salt
2 mtks smjör við stofuhita
egg til penslunar
sesamfræ
1 og hálfum bolla hveiti hellt út í vatnið, gerið og sætuefnið og látið standa í skál í 30 - 90 mínútur. Setja plast yfir skálina. Blandan á að fara að "bubbla" smávegis.Svo er afgangnum af hveitinu, saltið og smjörið sett út í og hnoðað með hnoðkrók þar til slétt og teygjanlegt. Eða í höndunum ef maður á ekki hrærivél með hnoðkrók. Svo hnoðar maður deigið og teygir undir sjálft sig og myndar rúllu. Leggja á "sauminn" á hveitiþakta plötu. Svo hylur maður með plasti og lætur hefa sig þar til tvöfaldað. Svona hálftími eða svo. Pensla svo með eggi, þekja með sesam og skera rák eftir því endilöngu. Baka svo við 200 í 20 -30 mín þar til gullið að utan. Láta kólna á rekka og éta svo upp til agna.
3 og 1/2 bolli hveiti
1 bolli volgt vatn
2 1/4 tsk ger
1 mtsk hlynsýróp (eða hunang)
1 tsk salt
2 mtks smjör við stofuhita
egg til penslunar
sesamfræ
1 og hálfum bolla hveiti hellt út í vatnið, gerið og sætuefnið og látið standa í skál í 30 - 90 mínútur. Setja plast yfir skálina. Blandan á að fara að "bubbla" smávegis.Svo er afgangnum af hveitinu, saltið og smjörið sett út í og hnoðað með hnoðkrók þar til slétt og teygjanlegt. Eða í höndunum ef maður á ekki hrærivél með hnoðkrók. Svo hnoðar maður deigið og teygir undir sjálft sig og myndar rúllu. Leggja á "sauminn" á hveitiþakta plötu. Svo hylur maður með plasti og lætur hefa sig þar til tvöfaldað. Svona hálftími eða svo. Pensla svo með eggi, þekja með sesam og skera rák eftir því endilöngu. Baka svo við 200 í 20 -30 mín þar til gullið að utan. Láta kólna á rekka og éta svo upp til agna.
laugardagur, 23. apríl 2011
Einn af mínum uppáhalds leikjum sem ég fór í þegar ég var lítil, svona rétt að komast á táningsaldur, var "veitingahúsaleikur" með Ólínu. Við grilluðum okkur fínar samlokur með osti og tómatsósu, settum drykk í fín glös og lögðum á borð. Settum út servéttur og hnífapör og sátum svo við borð og nutum matarins og spjallsins. Þó svo að í minningunni sé grilluð samloka með osti og tómatsósu ein af mínum uppáhalds máltíðum (held að ég sleppi því að prófa núna bara svona til að skemma ekki minninguna svona ef þetta er ekki jafn gott og mig minnir) þá var ánægjan svo sannarlega ekki falin í matnum sjálfum heldur í viðhöfninni og félagskapnum. Það að leggja fallega á borð, setjast niður og tala saman gerði athöfnina að borða að einhverju alveg spes. Þetta er eitt af því sem ég hef nýtt mér og held að sé rosalega mikilvægt í því hversu vel mér hefur gengið í breyttum lífstíl.
Ég skammta fallega á disk og reyni að hafa ekki á boðstólum full föt af mat, heldur er hver diskur bara máltíðin. Eins og á veitingastað.
Ég legg eins fallega á borð og hægt er með hvítum tauservéttum og kertum og fallegum glösum.
Ég reyni af fremsta megni að hafa matinn eins fallegan og hægt er, hugsa um samsetningu á litum og áferð.
Við situm oftast lengi og spjöllum yfir matnum ég og eiginmaðurinn. Og ég er að reyna að venja Láka á að taka þátt í umræðunum.
Ég geri það sama við nestið mitt í vinnunni. Ég pakka því fallega og set með servéttu og hnífapör og nýt svo hvers bita þó ég sitji bara við skrifborðið.
Og svo er það bara bon appetít!
Ég skammta fallega á disk og reyni að hafa ekki á boðstólum full föt af mat, heldur er hver diskur bara máltíðin. Eins og á veitingastað.
Ég legg eins fallega á borð og hægt er með hvítum tauservéttum og kertum og fallegum glösum.
Ég reyni af fremsta megni að hafa matinn eins fallegan og hægt er, hugsa um samsetningu á litum og áferð.
Við situm oftast lengi og spjöllum yfir matnum ég og eiginmaðurinn. Og ég er að reyna að venja Láka á að taka þátt í umræðunum.
Ég geri það sama við nestið mitt í vinnunni. Ég pakka því fallega og set með servéttu og hnífapör og nýt svo hvers bita þó ég sitji bara við skrifborðið.
Og svo er það bara bon appetít!
Ekkert að fétta af vesturvígvelli, allt með kyrrum kjörum. Dettur helst í hug að ég hef reynt að bæta sykurleysið að hluta til upp með örlítilli aukningu á fituneyslu. En mestmegnis virkar þetta bara svona hjá mér, ég held mig bara við mitt 360 g á viku meðaltal. Það er ekki spennandi, það er ekki neitt til að taka andköf yfir en það bloody well works. Jæja, Wrexham bíður í ofvæni, Dave og Láki þurfa gönguskó til að nota á Íslandi og ég þarf að komast til Hugh Jones and Sons, slátrara og grínista til að ná í páskalambið. Að vera slátrari og grínisti í einu getur stundum verið blóðugt.
föstudagur, 22. apríl 2011
Egg og "Brautur" |
miðvikudagur, 20. apríl 2011
Þegar páskar nálgast fyllast allar hillur í verslunum hér í Bretlandi af súkkulaði. Súkkulaði í kanínumynd, egglaga súkkulaði, súkkulaði með slaufum, súkkulaði í pakka, súkkulaði í bakka, súkkulaði, súkkulaði, súkkulaði. Ég hef lítið látið það fara í taugarnar á mér, það er bara orðið að svona bakgrunnssuði. White noise. Þangað til í dag. Það hlaut að þvi að koma. Eftir tvær og hálfa viku í svínandi gangi og svo allt í einu í kvöld tók ég eftir Cadbury´s Mini Eggs. Fyrir utan að vera voða góð á bragðið, súkkulaðifylltar sykurskeljar, þá eru þau svo ofboðslega falleg. Á stærð við vínber, mött á áferð og í daufum pastellitum með litlum flekkjum. Í glærri skál á borði verða þau páskaskraut alveg án nokkurrar fyrirhafnar. Og þar sem ég stóð í biðröð í Co-Opinu og beið eftir að borga fyrir tannkremið fylltist ég ægilegri sorg. Ég get ekki lýst tilfinningunni öðruvísi en þannig. Ég horfði á pokann í hillunni og hugsaði hvað eggin væru falleg í skál á borðinu og svo hvað það er mikill óþarfi að kaupa þau því ég ætla ekki að borða og það væri of hættulegt að reyna að hafa þau bara sem skraut. Og ég varð svo sorgmædd. Sorgmædd yfir því að treysta sjálfri mér ekki fyrir smá súkkulaði. Sorgmædd yfir því að þurfa að velta þessu fyrir mér yfir höfuð. Sorgmædd yfir því að fá ekki bara borða helvitis eggin. Sorgmædd yfir því að vera ég. Svo varð ég sorgmædd yfir því að vera sorgmædd því mér finnst að það færi mig fjær frá jafnvæginu sem ég er alltaf að reyna að finna. Ég fæ mér ekki Mini Egg, því ég veit að það er ekki lausnin. En ég ætla heldur ekki að grafa eftir bjartsýnisröndinni minni alveg strax, ég ætla að velta mér aðeins upp úr dramtíkinni. Stundum þarf maður bara að vera svekktur um stund.
þriðjudagur, 19. apríl 2011
Velskir námumenn. |
mánudagur, 18. apríl 2011
Vika tvö í sykursætu skapi og allt gengur bara tickety boo. Ég er meira að segja hálf svekkt yfir þessu. Mig langar ekkert í nammi eða kökur. Nei, ég lýg því, auðvitað langar mig í nammi og kökur en það er svona daufur undirtónn af löngun nákvæmlega eins og mig langar alltaf smávegis í sígó. En ég er ekki reykingamanneskja lengur og þessvegna fæ ég mér ekki að reykja. Mér finnst eins og þetta nammileysi mitt sé alveg eins. Ég er manneskja sem ekki borðar nammi og þessvegna fæ ég mér ekki nammi. Málið er bara að ég bjóst við dramatík. Ég bjóst við líkamlegri vanlíðan og fráhvarfseinkennum. Ég bjóst við stórkostlegum uppgötvunum um sjálfa mig og gífurlega sársaukafullri, en á endanum jákvæðri, naflaskoðun. Ég bjóst við.... einhverju. En ég bjóst ekki við þessu. Ég sakna einskis. Ég er ekki óþreyjufull, æst eða með neina vanlíðan. Þetta er svo mikið anti-klimax. Mig langar næstum að fá mér snickers bara svona til að skapa smá vandamál sem ég get svo ráðið að niðurlögum. Skoðum þetta aðeins nánar.
Ég bakaði voðalega djúsí morgunverðarkökur á sunnudagsmorgun, þær innihalda smávegis hlynsýróp en að öðru leyti bara efni sem eru heilbrigð og hraust. Ekki get ég kallað það svindl, enginn sykur þar. Ég bjó líka til nýtt nammi. Ég er smávegis tvístíga með það. Ég keypti hreint súkkulaði. Sykurlaust að sjálfsögðu og ég er ekki að tala um súkkulaði fyrir sykursjúka sem oftast inniheldur gervisykur. Nei, ég er að tala um svart, hreint súkkulaði, eins og það kemur af kúnni. Enginn sykur þar. Súkkulaðið bræddi ég niður og mótaði í plötu, þar ofan á dreifði ég svo apríkósubitum, þurrkuðum trönuberjum og salthnetum. Vafaatriðið hér er ekki hvort ég sé að borða sykur, það er enginn hvítur sykur þannig að það er ekki vandamálið, vandamálið er hvort svindlið felist í því að ég er að borða nammi. Sykurlaust eða ekki, þá er ég greinilega enn með einhverskonar þörf sem þarf að fullnægja. Ég get ekki látið sunnudag bara hjá líða án þess að fá mér "staðgöngu nammi". Er ég sátt við það? Skiptir það einhverju máli ef ég er ekki að borða sykur? Eða á ég að vera að reyna að "lækna" bæði alvöru sykurfíkn og staðgöngufíknina? Ég held nefnilega ekki að þetta sé sykurþörf. Þetta er meira svona "ég á eitthvað gott skilið" þörf. Ég þarf aðeins að velta þessu fyrir mér.
Líkamlega hef ég tekið eftir smávegis jákvæðum breytingum. Efri maginn (hugsa með sér græðgina; ég er með TVO maga!) er að skreppa saman. Hann hefur valdið mér miklu hugarangri að undanförnu. Ég man að hafa hugsað þegar ég var sem feitust að ef ég gæti bara losnað við vængina mína (bakspikið) þá væri ég ánægð því þá liti ég "eðlilegar" út. Núna eru vængirnir farnir en efri maginn er það sem mér finnst núna vera það sem gerir mig feita. En eins og vísindin spáðu fyrir þá virðist minni sykurneysla vera að hafa áhrif á spikið um mig miðja því efri magi virkar aðeins nettari um sig. En hafa verður að sjálfsögðu í huga að þetta gæti hafa gerst hvort eð er því ég er jú, alltaf í örlítilli hitaeininingaþurrð og æfi af kappi. Kjálkalínan er líka skarpari. En ég gæti líka bara verið að ímynda mér það.
Þetta er allt jákvætt og skemmtilegt og mikið af áhugaverðum pælingum sem upp úr þessu hafa sprottið. Og ég hlakka til að sjá hvað gerist í páskavikunni. Hér er nefnilega til uppi í skáp risastórt Nóa Síríus páskaegg. Sem mig langar ekkert í.
Fruit ´n nuts, homestyle. |
Líkamlega hef ég tekið eftir smávegis jákvæðum breytingum. Efri maginn (hugsa með sér græðgina; ég er með TVO maga!) er að skreppa saman. Hann hefur valdið mér miklu hugarangri að undanförnu. Ég man að hafa hugsað þegar ég var sem feitust að ef ég gæti bara losnað við vængina mína (bakspikið) þá væri ég ánægð því þá liti ég "eðlilegar" út. Núna eru vængirnir farnir en efri maginn er það sem mér finnst núna vera það sem gerir mig feita. En eins og vísindin spáðu fyrir þá virðist minni sykurneysla vera að hafa áhrif á spikið um mig miðja því efri magi virkar aðeins nettari um sig. En hafa verður að sjálfsögðu í huga að þetta gæti hafa gerst hvort eð er því ég er jú, alltaf í örlítilli hitaeininingaþurrð og æfi af kappi. Kjálkalínan er líka skarpari. En ég gæti líka bara verið að ímynda mér það.
Þetta er allt jákvætt og skemmtilegt og mikið af áhugaverðum pælingum sem upp úr þessu hafa sprottið. Og ég hlakka til að sjá hvað gerist í páskavikunni. Hér er nefnilega til uppi í skáp risastórt Nóa Síríus páskaegg. Sem mig langar ekkert í.
sunnudagur, 17. apríl 2011
Þetta hlýtur allt að vera eitthvað rugl og misskilningur, ég var 86.9 kíló núna í morgun. Ég get ekki verið svona létt, það er bara ekki ég. Ég stend hérna og klóra mér í hausnum í einskærri forundran. Hvernig bara stendur á þessu? Ég borða fullt af góðum mat, ég er aldrei svöng eða óhamingjusöm, ég þarf ekkert að "berjast" þessa stundina, og samt léttist ég? Ég er svo hissa. Ég er alveg að komast á það stig þar sem ég þarf að fara að endurmeta hvernig ég sé sjálfa mig. Manneskja sem er er 169 sentimetrar á hæð, með vöðva sem má hnykla og sterklega beinabyggingu er alls ekki spiiiiiiikkfeit þegar hún vegur 86.9 kíló. Eða svo hefði ég sagt þegar ég var 126 kíló. En núna? Er ég spiiiiiikfeit? Ég held ég þurfi að skoða það mál betur.
Best ég hugsi málið á meðan að ég borða morgunmat frá himnaríki; nýju hnetusmjörssmákökurnar mínar. Ekki alveg óhollar, það má margt gott segja um hnetusmjör, haframjöl, egg, gríska jógúrt og apríkósur. En það má líka minna sjálfan sig á að í öllu þessu eru kalóríur og leikurinn snýst um kalóríur inn, og kalóríur út. En það er sunnudagur, og á sunnudögum fæ ég góðan kaffibolla, tímarit og aðeins meiri djúsí morgunmat en alla hina dagana. Nóg eru þeir nú reyndar djúsí á virkum dögum líka!
Smákökur í morgunsárið.
1 bolli haframjöl
1/2 bolli heilhveiti
1 tsk matarsódi
1/2 bolli gróft, hreint hnetusmjör
2 mtsk hlynsýróp
1 egg
1/2 bolli grísk jógúrt (með fitu)
1 tsk vanilludropar
tæpur 1/2 bolli niðurskornar þurrkaðar apríkósur
Allt blautt kremað saman, aprikósur settar út í hveiti og velt aðeins um. Allt þurrt sett út í blautt og blandað saman. Sett með matskeið á bökunarpappírsþakta plötu og inn í 180 -190 heitan ofn í svona 25 mín eða þar til gullnar og bakaðar í gegn. Gerir 15 kökur (5 morgunmatar).
Best ég hugsi málið á meðan að ég borða morgunmat frá himnaríki; nýju hnetusmjörssmákökurnar mínar. Ekki alveg óhollar, það má margt gott segja um hnetusmjör, haframjöl, egg, gríska jógúrt og apríkósur. En það má líka minna sjálfan sig á að í öllu þessu eru kalóríur og leikurinn snýst um kalóríur inn, og kalóríur út. En það er sunnudagur, og á sunnudögum fæ ég góðan kaffibolla, tímarit og aðeins meiri djúsí morgunmat en alla hina dagana. Nóg eru þeir nú reyndar djúsí á virkum dögum líka!
Smákökur í morgunsárið.
1 bolli haframjöl
1/2 bolli heilhveiti
1 tsk matarsódi
1/2 bolli gróft, hreint hnetusmjör
2 mtsk hlynsýróp
1 egg
1/2 bolli grísk jógúrt (með fitu)
1 tsk vanilludropar
tæpur 1/2 bolli niðurskornar þurrkaðar apríkósur
Allt blautt kremað saman, aprikósur settar út í hveiti og velt aðeins um. Allt þurrt sett út í blautt og blandað saman. Sett með matskeið á bökunarpappírsþakta plötu og inn í 180 -190 heitan ofn í svona 25 mín eða þar til gullnar og bakaðar í gegn. Gerir 15 kökur (5 morgunmatar).
fimmtudagur, 14. apríl 2011
Ég bakaði svo ljómandi fínt gróft brauð með poppy seeds, heita þau birki eða hörfræ á íslensku? Þessi pínulitlu, svörtu sem voru alltaf ofan á bakarís rúnnstykki í gamla daga. Allavega, ég hafði svo ekki lyst á brauðinu á sunnudaginn, við fengum lambakjöt í hádegismat, fórum svo í göngutúr í sólinni og svo borðaði ég "larabar" um kvöldið og brauðið sat bara á borðinu, rétt búið að smakka á því. Ég skar það þessvegna niður í sneiðar og setti í frysti. Ég borða nánast aldrei brauð núna, finnst meiri matur í að fá mér quinoa, sætar kartöflur eða kúskús með kjöti og salati í hádeginu. En þar sem þetta fína brauð var bara þarna í frystinum datt mér í hug að ef ég gerði eitthvað svaka gott til að setja á það þá væri nú gaman að hafa það með í nestisboxinu. Svona til hátíðabrigða. Ég átti afgangskjúklingakjöt sem ég reif niður. Hefur sjálfsagt verið sem samsvarar einni góðri bringu. Svo skar ég niður tvær þurrkaðar apríkósur, (er orðin apríkósu óð) 1/4 rauðlaukur smátt skorinn. 1 mtks gróft hakkaðar hnetur (valhnetur eru voða góðar). 1 mtsk fitulaust grísk jógúrt og 1 tks ólívuolía. Ég hugsa að það væri reyndar voða gott að skipta jógúrti og olíu út fyrir léttan sýrðum rjóma. Smá pipar og allt hrært saman í gommu. Ofan á það sem í raun var nýbakað brauð með fullt af spínati og hádegismaturinn einn sá besti í langan tíma. Ohhh, það er svo gaman að fá gott í mallakút.
miðvikudagur, 13. apríl 2011
Ég ímynda mér að ef ég hefði verið sneidd í tvennt fyrir nokkru síðan þá hefði mátt sjá spikhringi svona líkt og árhringi í tré. Yst væri lag af hvítri, mjúkri kex-og sykurfitu héðan frá Wales. Svo væru inn á milli dekkri, þéttari lög búin til úr Nóa kroppi, lakkrís og ís með dýfu. Svo væri freyðandi lag af bjórspiki frá Belgíu og stamt og þykkt lag af djúpsteiktu spiki frá Bandaríkjunum. Eitt og eitt lag væri svo kremað tómatsósuspik. Innst, allra innst er svo lag af spiki sem hefur verið með mér frá því að ég var sex ára. Þetta spik hefur séð ýmislegt um dagana, stundum hefur verið vegið nærri því og það aðeins mýkst upp en svo hefur það náð yfirtökunum aftur og við hverja svona atlögu verður það harðara og sterkara af sér. Ég sé þetta fyrir mér eins og þykkt lag af hamsatólg sem hefur verið hert með frystikremi. Algerlega ógerningur að ná þessu af sér. En núna, loksins núna finnst mér eins og það sé eitthvað að gerast. Það er að mýkjast upp og linast. Og eftir 30 ár er líka kominn tími til að bræða tólgina. Ekki seinna vænna.
Og ekki er amalegt að gera það í adidas hlaupabuxum. Ég varð nú bara hissa á hvað það var mikill munur að hlaupa í þeim. Lærin bara liðuðust hjá hvort öðru, engin fyrirstaða. Þær halda vel að þannig að það er lítill hristingur í gangi. Hnésbæturnar eru úr þynnra netefni og gera hreyfinguna auðveldari. Svo eru rennilásar á ökklum svo það er ekkert mál að fara í og úr. Og svo má að sjálfsögðu ekki gleyma andlegu hliðinni. Það að vera í alvöru buxum, úti að hlaupa þýddi að ég spítti í, var meðvituð um form og hreyfinguna alla af því að mig langaði til að passa við buxurnar. Langaði til að líta út eins og hlaupari. Og mér finnst eiginlega að adidas ættu bara að hafa samband við mig og fara af stað með auglýsingaherferð. Ég gæti verið líkami "venjulega" fólksins; "og sjá! ef þessi getur það, þá geta þetta allir. Í adidas." eða eitthvað á þá leið. Mér bara svona dettur það í hug.
"Adidas. Sérstaklega fyrir fitubollur" |
mánudagur, 11. apríl 2011
Vika eitt í sykurminni (get ekki alveg kallað þetta sykurlausan) lífstíl fór vel. Ég tók eiginlega ekki eftir neinum breytingum og fór að panikka smávegis yfir því að ég væri þá örugglega að gera eitthvað vitlaust. En ég borða í raun og veru afskaplega lítinn sykur þannig að það eina sem ég þarf að hafa hugann við er nammi á sunnudögum og svo svona eitt og eitt lítið smáatriði.
Ég er vön að strá nokkrum rúsínum yfir jógúrtið sem ég fæ mér svona uþb tvisvar í viku. Í þessari viku skar ég niður eina þurrkaða apríkósu í stað rúsínanna og var mjög ánægð með það. Að auki setti ég apríkósur í haframúffurnar mínar og sé ekki annað en að vel sé. Reyndar þegar ég hugsa um það þá eru þær bara alveg rosalega góðar. Munurinn á rúsínum og apríkósum er að ég get fengið mér eina apríkósu og þarf svo ekki meira. Mig langar hinsvegar alltaf í margar lúkur af rúsínum og þarf alltaf að stoppa mig af. En tek líka fram að ég stoppa mig alltaf af. Fíkn sem ég ræð auðveldlega við og ég þarf lítið að spá í. Mjög áhugavert.
Ég var þreytt eftir sex daga vinnuviku á laugardagskvöld og nennti ekki að elda pollo pimiento eins og ég hafði áætlað og stakk bara heilum kjúlla inn í ofn og grillaði. Gleymdi svo vísvitandi að ég hafði sett 4ra gramma reglu og subbaði bara gömlu góðu tómatsósunni yfir kjúklingabitann minn. (Það eru 24 g af sykri í hverjum 100 í tómatsósu) Diskúteraði svo lengi við Dave hvort þetta væri svindl. Hann hélt því fram að ef tilgangurinn með tilrauninni væri að drepa niður sykurfíkn þá væri tómatsósa í fínu lagi. Ég gangi ekki hringsólandi um húsið rymjandi eftir Heinz og það að fá slettu af tommara á kjúllann minn þýddi heldur ekki að ég yrði viðþolslaus eftir snickers það sem eftir lifði kvölds. Point taken og ég sé hans sjónarmið mjög vel, en ef ég ætla að gera tilraunina vel þá verð ég að fylgja reglunum. Eitt - núll fyrir sykri.
Langaði að sjálfsögðu alveg svakaleg í nammi á sunnudeginum en þegar sú tilfinning var skilgreind kom í ljós að hún er skilyrt. Mig langar í nammi á sunnudegi af því að ég er vön að fá nammi þá. Bjó til heimatilbúna Larabar (uppskrift á uppskriftasíðu) og var ægilega ánægð með sjálfa mig. Það eru döðlur í þeim sem eru jafnfullar af frúktósa og rúsínur, en ég hafði ekki tekið döðlur fram sem bannvöru því ég borða þær nánast aldrei og svo eru þær líka svo rosalega trefjaríkar að ég vil fyrirgefa þeim sykurinn. Ég var hæstánægð með þetta sem nammi, þó að það sé úttroðið af (góðri) fitu og (ávaxta)sykri þá var bara nóg að fá sér smá og ég var ekki að berjast við sjálfa mig allt kvöldið. Komst upp með það á tækniatriði. Og munurinn á því að borða þetta og snickers er að ég er ekki eins og rymjandi naut fnæsandi eftir meira eins og eftir súkkulaðiát. Ég get borðað þetta nammi af heilindum. Er það ekki tilgangurinn? Samt. Svindl númer tvö. Tvö - núll fyrir sykri.
Ég get ekki sagt að ég finni fyrir neinum líkamlegum breytingum, enda stuttur tími liðinn. Þetta er voðalega lítið mál eitthvað. Það verður miklu áhugaverðara að sjá hvað gerist næsta sunnudag þegar hugurinn fer að segja mér að ég eigi nú snickers skilið fyrir dugnaðinn. Ég bíð bara spennt eftir því.
Ég er vön að strá nokkrum rúsínum yfir jógúrtið sem ég fæ mér svona uþb tvisvar í viku. Í þessari viku skar ég niður eina þurrkaða apríkósu í stað rúsínanna og var mjög ánægð með það. Að auki setti ég apríkósur í haframúffurnar mínar og sé ekki annað en að vel sé. Reyndar þegar ég hugsa um það þá eru þær bara alveg rosalega góðar. Munurinn á rúsínum og apríkósum er að ég get fengið mér eina apríkósu og þarf svo ekki meira. Mig langar hinsvegar alltaf í margar lúkur af rúsínum og þarf alltaf að stoppa mig af. En tek líka fram að ég stoppa mig alltaf af. Fíkn sem ég ræð auðveldlega við og ég þarf lítið að spá í. Mjög áhugavert.
Ég var þreytt eftir sex daga vinnuviku á laugardagskvöld og nennti ekki að elda pollo pimiento eins og ég hafði áætlað og stakk bara heilum kjúlla inn í ofn og grillaði. Gleymdi svo vísvitandi að ég hafði sett 4ra gramma reglu og subbaði bara gömlu góðu tómatsósunni yfir kjúklingabitann minn. (Það eru 24 g af sykri í hverjum 100 í tómatsósu) Diskúteraði svo lengi við Dave hvort þetta væri svindl. Hann hélt því fram að ef tilgangurinn með tilrauninni væri að drepa niður sykurfíkn þá væri tómatsósa í fínu lagi. Ég gangi ekki hringsólandi um húsið rymjandi eftir Heinz og það að fá slettu af tommara á kjúllann minn þýddi heldur ekki að ég yrði viðþolslaus eftir snickers það sem eftir lifði kvölds. Point taken og ég sé hans sjónarmið mjög vel, en ef ég ætla að gera tilraunina vel þá verð ég að fylgja reglunum. Eitt - núll fyrir sykri.
Heimagerður Larabar |
Ég get ekki sagt að ég finni fyrir neinum líkamlegum breytingum, enda stuttur tími liðinn. Þetta er voðalega lítið mál eitthvað. Það verður miklu áhugaverðara að sjá hvað gerist næsta sunnudag þegar hugurinn fer að segja mér að ég eigi nú snickers skilið fyrir dugnaðinn. Ég bíð bara spennt eftir því.
sunnudagur, 10. apríl 2011
Við ætlum að koma heim i nokkra daga í byrjun maí. Ég ætla að nota ferðina og tala aðeins opinberlega um það sem ég hef verið að bardúsa við síðustu tvö árin við nokkrar konur í mínum heittelskaða heimabæ Þorlákshöfn. Til að eiga frídaga inni fyrir Íslandsferðinni í maí hef ég lofað að vinna alla laugardaga í apríl. Sem hentar mér alveg ljómandi vel til að viðhalda enn frekari rútínu núna á meðan að ég vinn í sjálfri mér og sykurminnkaða lífinu. Ég held nefnilega að við nútímafólkið höfum gefið okkur of marga valmöguleika, það er einfaldlega til of mikið til af drasli, of mikið af mat, of mikið af mismunandi tegundum af sama draslinu og þetta ruglar mann í ríminu. Þetta er vandamál sem er sjálfsagt einskorðað við hinn vestræna heim og mér finnst það á vissan hátt hálfvandræðalegt. Að maður skuli standa fyrir framan hillu í verslun og geta ekki valið á milli capers frá Suður-Afríku eða frá Dóminíska Lýðveldinu er vandamál sem maður ætti ekki að segja nokkrum manni frá. Ekki á meðan að það er fólk í heiminum að kljást við alvöru vandamál. Ef ég minnka svo valmöguleikann enn frekar fyrir sjálfa mig þannig að ég þurfi ekki að spyrja sjálfa mig hvort ég ætti að baka brauð á frídegi, eða hvort ég ætti bara að borða smá nammi eða hvort ég ætti kannski að sleppa því að hlaupa í dag þá geri ég þetta allt saman einfaldara fyrir mig. Ef ég fer bara í vinnuna þá tek ég þessa valmöguleika alla frá sjálfri mér. Ekki það að ég hefði nokkurn tíman valið þá. En það er líka ágætt að þurfa ekki einu sinni að velta þessu fyrir sér.
Að fara í vinnu á laugardegi minnkar semsagt "hættutíma" um helming. Og þýddi líka að ég hafði svo loks tíma til að vigta mig í morgun. 87.6 kíló þannig að leiðindakílóið sem kom aftur er farið en tók bara 100 grömm af vinum sínum með sér. Skrýtið hvað þetta eru þaulsetnir gestir á miðað við hvað það er búið að gera þeim skýrt grein fyrir að þeir eru ekki velkomnir lengur.
20 stiga hita úti, fjallganga og fjallalamb á planinu í dag.
Að fara í vinnu á laugardegi minnkar semsagt "hættutíma" um helming. Og þýddi líka að ég hafði svo loks tíma til að vigta mig í morgun. 87.6 kíló þannig að leiðindakílóið sem kom aftur er farið en tók bara 100 grömm af vinum sínum með sér. Skrýtið hvað þetta eru þaulsetnir gestir á miðað við hvað það er búið að gera þeim skýrt grein fyrir að þeir eru ekki velkomnir lengur.
20 stiga hita úti, fjallganga og fjallalamb á planinu í dag.
föstudagur, 8. apríl 2011
Það er ekki margt sem gerist í heilanum á mér á meðan ég hleyp. Ég hef að undanförnu verið að einbeita mér að því að hlaupa hraðar, lengja sporin, auka drifkraftinn. Þannig að ég einbeiti mér algerlega að því að vera í andartakinu. Hugsunin er eitthvað eins og; anda inn,tvöskref, úúút tvöskref, inn tvöskref, úúút tvöskref, leeeeengja, upp með hné, leeengja, hraðar, hraðar, innn, úúút, inn úúút. En í morgun var þetta meira eins og; púst, púst, mááás, plonk plonk, máááás, hvæs, hvæs. Ég var allt í einu klofstutt, kraftlaus og sama hvað ég reyndi að lengja, ýta, hraða á mér þá bara gat ég það ekki. Ég ætlaði fyrst að pirrast aðeins, "grefillinn sjálfur ég verð aldrei hlaupari hvað er ég að reyna", en það var bara örsnöggt. Ég veit nefnilega hvað þetta snýst um. Ég veit hvað það er sem skiptir máli. Skreflengd, hraði, andardráttur. Algert aukaatriði. Það eina sem skiptir máli er að ég er er hér úti hlaupandi. ÉG. HÉR. ÚTI. HLAUPANDI. JÍÍÍHAAAA!
fimmtudagur, 7. apríl 2011
Ég skrifa þessa litlu pistla mína til að koma reiður á hugsanir mínar, ég hugsa allt of mikið og út í eitt en þegar ég er búin að setja niður á blað þá skil ég betur hvert ég er að fara. Vanalega finn ég litla þörf til að útskýra sjálfa mig eða skoðanir mínar, ég hef nefnilega með árunum komist að þeirri niðurstöðu að hætta að hafa skoðanir á flestum hlutum. Heimurinn er allt of fullur af gráum svæðum til þess að maður sé stanslaust í þeirri aðstöðu að geta tekið afstöðu. Pistillinn sem hér fer á eftir er örlítið frábrugðin því sem ég vanalega set hér niður að því leytinu að ég ætla að svara beinni spurningu. Ef lesendur eru ekki sammála mér þá er það hið besta mál, tilgangurinn er ekki að kveikja á heitum umræðum, rökstólum og hvað þá rifrildi. Ég myndi helst vilja að fólk myndi lesa sér til um efnið og mynda sér svo sína eigin skoðun. Sem það er sátt við sjálft. Ég ætla heldur ekki að verja mikið skoðanir mínar, þær eru myndaðar á sama hátt og flest venjulegt fólk myndar sér skoðanir, það er að segja með fordómum, greindarskorti, vanþekkingu á efninu, fyrirfram ákveðnum hugmyndum um niðurstöðuna og skammsýni. Við höfum flest einfaldlega ekki tíma til að skoða allar hliðar allra mála og mynda vel ígrundaða skoðun á flestum málefnalegum hlutum. Ég vil heldur ekki að fólk fái hægðatregðu af reiði ef það er ekki sammála mér. Það á að taka þessu öllu með ró.
Spurningin var afhverju ég snerti ekki á agavesírópi.
Agave er unnið úr kaktusplöntu, þeirri sömu og tequila er unnið úr og er gert að miklu leyti til á sama hátt og hlynsýróp, safinn (sap) er tekinn úr plöntunni og soðinn þar til eftir stendur sýrópið. Afurðin er 90% frúktósi og 10% glúkósi. Til samanburðar er hvítur sykur 50/50 og High Fructose Corn Syrup (þetta rosa vonda efni) er 55/45.
Ofneysla á frúktósa hefur verið tengd við sykursýki, sykurfíkn, hjartasjúkdómum, lifrarsjúkdómum og er það sem veldur spiklagi um miðjuna á fólki, fitan sem er hvað mest heilsuspillandi. Þegar við borðum ávöxt eins og t.d epli fáum við frúktósa en við fáum líka trefjar og vítamín og andoxunarefni. Það fáum við ekki með hreinum frúktósa eins og agave er. Það er semsagt verið að bæta á eld sykurfíkilsins með nánast hreinum frúktósa. Það að agave sé "low glycemic" þ.a.e.s. að hann hækki ekki blóðsykur hefur lítið að segja á móti þeim meltingarlegu áhrifum sem neysla á hreinum frúktósa gerir. Mýs sem voru á háu frúktósa mataræði voru með lifur á við áfengissjúkling því lifrin getur ekki unnið úr öllum frúktósanum. (Teff, KL; Elliott SS, Tschöp M, Kieffer TJ, Rader D, Heiman M, Townsend RR, Keim NL, D'Alessio D, Havel PJ (June 2004). "Dietary fructose reduces circulating insulin and leptin, attenuates postprandial suppression of ghrelin, and increases triglycerides in women". J Clin Endocrinol Metab. 89 (6): 2963–72)
Ég trúi á hóflegt át - þar með talið á efnum eins og agave - ef þú telur að þú getir ráðið við að fá þetta mikinn frúktósa þá er það þín ákvörðun. Það er ekkert að því að neyta hans í hófi. Það sem ég þoli ekki við hluti eins og agave er misskilningurinn sem þeim fylgir. Fólk heldur að það sé að kaupa heilsuvöru af því að markaðsetningin er slík. Maður borgar langt yfir eðlilegu markaðsverði fyrir óæðri vöru sem er login til sem heilsusamleg. Flestir nota svo allt of mikið af efninu og eru engu betur settir en ef þeir hefðu bara haldið áfram að nota sykur. A.m.k með sykur þá veit maður hvar maður stendur og er á varðbergi.
Þessu að auki eru þjóðfélagslegar ástæður fyrir óbeit minni á agave og öðrum slíkum vörum. Þær auka bilið á milli ríkra og fátækra í hinum vestræna heimi og skapa nýja stéttaskiptingu milli millistéttarinnar sem telur sig betri en Macdonaldsétandi lágstétt. Það að falla í þá gryfju að taka snjalla markaðsetningu fram yfir vísindi er áfellisdómur yfir millistéttarmenntafólki sem heldur að það hafi siðferðislega og vitsmunalega yfirburði yfir feita, heimska lýðnum sem flykkist á McDonalds. Þannig geri ég greinarmun á hlynsýrópi og agave, þó þau innihalda sama svívirðilega frúktósamagnið þá er hlynsýróp ekki hluti af þessari "hype" múgsefjun sem á sér stað í neysluóðu þjóðfélagi þar sem allir þurfa að vera smart og með það nýjasta á takteinum.
Og þessvegna snerti ég ekki á agave.
Spurningin var afhverju ég snerti ekki á agavesírópi.
Agave er unnið úr kaktusplöntu, þeirri sömu og tequila er unnið úr og er gert að miklu leyti til á sama hátt og hlynsýróp, safinn (sap) er tekinn úr plöntunni og soðinn þar til eftir stendur sýrópið. Afurðin er 90% frúktósi og 10% glúkósi. Til samanburðar er hvítur sykur 50/50 og High Fructose Corn Syrup (þetta rosa vonda efni) er 55/45.
Ofneysla á frúktósa hefur verið tengd við sykursýki, sykurfíkn, hjartasjúkdómum, lifrarsjúkdómum og er það sem veldur spiklagi um miðjuna á fólki, fitan sem er hvað mest heilsuspillandi. Þegar við borðum ávöxt eins og t.d epli fáum við frúktósa en við fáum líka trefjar og vítamín og andoxunarefni. Það fáum við ekki með hreinum frúktósa eins og agave er. Það er semsagt verið að bæta á eld sykurfíkilsins með nánast hreinum frúktósa. Það að agave sé "low glycemic" þ.a.e.s. að hann hækki ekki blóðsykur hefur lítið að segja á móti þeim meltingarlegu áhrifum sem neysla á hreinum frúktósa gerir. Mýs sem voru á háu frúktósa mataræði voru með lifur á við áfengissjúkling því lifrin getur ekki unnið úr öllum frúktósanum. (Teff, KL; Elliott SS, Tschöp M, Kieffer TJ, Rader D, Heiman M, Townsend RR, Keim NL, D'Alessio D, Havel PJ (June 2004). "Dietary fructose reduces circulating insulin and leptin, attenuates postprandial suppression of ghrelin, and increases triglycerides in women". J Clin Endocrinol Metab. 89 (6): 2963–72)
Ég trúi á hóflegt át - þar með talið á efnum eins og agave - ef þú telur að þú getir ráðið við að fá þetta mikinn frúktósa þá er það þín ákvörðun. Það er ekkert að því að neyta hans í hófi. Það sem ég þoli ekki við hluti eins og agave er misskilningurinn sem þeim fylgir. Fólk heldur að það sé að kaupa heilsuvöru af því að markaðsetningin er slík. Maður borgar langt yfir eðlilegu markaðsverði fyrir óæðri vöru sem er login til sem heilsusamleg. Flestir nota svo allt of mikið af efninu og eru engu betur settir en ef þeir hefðu bara haldið áfram að nota sykur. A.m.k með sykur þá veit maður hvar maður stendur og er á varðbergi.
Þessu að auki eru þjóðfélagslegar ástæður fyrir óbeit minni á agave og öðrum slíkum vörum. Þær auka bilið á milli ríkra og fátækra í hinum vestræna heimi og skapa nýja stéttaskiptingu milli millistéttarinnar sem telur sig betri en Macdonaldsétandi lágstétt. Það að falla í þá gryfju að taka snjalla markaðsetningu fram yfir vísindi er áfellisdómur yfir millistéttarmenntafólki sem heldur að það hafi siðferðislega og vitsmunalega yfirburði yfir feita, heimska lýðnum sem flykkist á McDonalds. Þannig geri ég greinarmun á hlynsýrópi og agave, þó þau innihalda sama svívirðilega frúktósamagnið þá er hlynsýróp ekki hluti af þessari "hype" múgsefjun sem á sér stað í neysluóðu þjóðfélagi þar sem allir þurfa að vera smart og með það nýjasta á takteinum.
Og þessvegna snerti ég ekki á agave.
miðvikudagur, 6. apríl 2011
Það eru örugglega ekki margir sem mótmæla ef ég segi að sykur sé rót alls ills. (Nema kannski sykurreyrbændur á Kúbu, en ég get bara ekki þóknast öllum!) Eitthvað hlýtur það að segja okkur að á sama tíma og "low fat" matur fór að sjást í hillum verslana þá virðumst við sem þjóðfélag hafa fitnað. Mér sýnist það helst vera vegna þess að maður fitnar ekki af fitu, heldur af sykrinum sem hefur verið settur í matinn til að bæta fituleysið. Það er lítill vafi á að sykur er fíkniefni sem er gífurlega ávanabindandi. Það má vera að fíknin sé mismunandi hjá mismundandi fólki, svona alveg eins og sumir geta fengið sér rauðvínsglas á hverju kvöldi án þess að eiga við áfengisvandamál að stríða en sumir þefa af rakspíra og eru orðnir blússandi alkar. Þannig geta sumir sem ég þekki fengið sér jafnvel hálft súkkulaðistykki og lagt það svo frá sér án þess að velta því eitthvað frekar fyrir sér. Ég, aftur á móti, man ekki eftir mér öðruvísi en í stanslausri leit eftir næsta skammti. Ef það er nammiskál á borðinu og ég fæ einn mola þá get ég ekki á mér heilli tekið fyrr en skálin er búin. Ég fyllist angistarkvíða og örvæntingu á milli bita ef ég reyni að borða hægar og þegar skálin er búin getur það tekið mig langan tíma, jafnvel daga eða vikur, að jafna mig á fráhvarfseinkennum. Ef þetta er ekki fíkn þá veit ég hver skilgreiningin væri. Hingað til hefur það gengið vel hjá mér að fá mér smávegis sykur um helgar. Ég trúi nefnilega staðfastlega á að það eigi að njóta alls í hófi. Ég á voðalega erfitt með öfga hverskonar, hvort sem það eru skoðanir eða hegðun. Ég er eiginlega öfgafullt á móti öfgum. En þegar ég hugsa um hvernig ég er í hegðun minni gagnvart sykri þá efast ég stundum um að ég sé hæf til að borða hann í hófi. Ef ég er fíkill verð ég ekki að gera það sem það eina sem virkar á alka og dópista; gefa eiturlyfið algerlega upp á bátinn? Ég er búin að vera að velta þessu rosalega mikið fyrir mér. Ef ég gæti hætt að borða sykur myndi ég smá saman finna fyrir sama frelsinu og mér finnst ég hafa öðlast við að hætta að reykja? Og hversu langt á ég að ganga? Á ég bara að segja að nammi og kökur séu ekki í lagi eða á ég að ganga svo langt að ég hætti að borða ávexti líka? Hvítt hveiti? Á ég að gera greinarmun á frúktósa, glúkósa og laktósa? Hvað með öðruvisi sætuefni eins og hlynsýróp og hunang? (á agave sýrópi snerti ég ekki) Þó næringarfræðilega séð séu þessi efni aðeins skárri en hvítur sykur þá eru þau samt líka sykur. Og hvað með gervisætur? Er það þá í lagi í staðinn? Og er ég núna orðin öfgakennd?
Ég tók því ákvörðun. Sem ég get lifað með og samræmist skoðanaleysi mínu og því prinsipp atriði að taka aldrei afstöðu til neins. Í apríl ætla ég ekki að borða venjulegt nammi. Ég ætla að taka út alla vöru sem hefur meira en 4 grömm af sykri í hverjum 100. Ég ætla að sleppa rúsínum. Ég ætla að leyfa örlitið hlynsýróp en helst að reyna að sleppa því. Ég vil helst reyna að sleppa gervisætunni því ég trúi því að þrátt fyrir að spara mér kalóríur þá hafi sætubragðið sálræn áhrif á mig sem láta mig langa í sykur. Og þegar ég skoða þessa áætlun er ég nokkuð ánægð með hana. Ég borða hvort eð er nánast enga unna vöru þannig að ég get auðveldlega forðast 4 grömm plús mat. Ein og ein bolognese sósudós sem ég þarf að skoða. Rúsínurnar verða smá tricky enda eru þær það sem gera múffurnar mínar sætar, en ég ætla að prófa þurrkaðar apríkósur í staðinn. Nammið. Ef ég get ekki lifað 4 sunnudaga án þess að fá mér snickers þá þarf ég hvort eð er að skoða sjálfa mig og hvert ég er að fara með þetta nýja líf mitt. Ég er ekki að segja að ég ætli ekki að fá mér eitthvað djúsí, en það verður bara aðeins öðruvísi en vanalega. Og sjáum svo hvað setur. Þetta er tilraun sem er þess virði að leggja í.
Ég tók því ákvörðun. Sem ég get lifað með og samræmist skoðanaleysi mínu og því prinsipp atriði að taka aldrei afstöðu til neins. Í apríl ætla ég ekki að borða venjulegt nammi. Ég ætla að taka út alla vöru sem hefur meira en 4 grömm af sykri í hverjum 100. Ég ætla að sleppa rúsínum. Ég ætla að leyfa örlitið hlynsýróp en helst að reyna að sleppa því. Ég vil helst reyna að sleppa gervisætunni því ég trúi því að þrátt fyrir að spara mér kalóríur þá hafi sætubragðið sálræn áhrif á mig sem láta mig langa í sykur. Og þegar ég skoða þessa áætlun er ég nokkuð ánægð með hana. Ég borða hvort eð er nánast enga unna vöru þannig að ég get auðveldlega forðast 4 grömm plús mat. Ein og ein bolognese sósudós sem ég þarf að skoða. Rúsínurnar verða smá tricky enda eru þær það sem gera múffurnar mínar sætar, en ég ætla að prófa þurrkaðar apríkósur í staðinn. Nammið. Ef ég get ekki lifað 4 sunnudaga án þess að fá mér snickers þá þarf ég hvort eð er að skoða sjálfa mig og hvert ég er að fara með þetta nýja líf mitt. Ég er ekki að segja að ég ætli ekki að fá mér eitthvað djúsí, en það verður bara aðeins öðruvísi en vanalega. Og sjáum svo hvað setur. Þetta er tilraun sem er þess virði að leggja í.
þriðjudagur, 5. apríl 2011
Maður verður sko að eiga réttu græjurnar. Núna vantar mig alvöru hlaupabuxur. Ég hef hingað til bara notað svona venjulegar leggings en komst að þvi í gærmorgun að það er ekki sama í hverju maður hleypur. Ég var alltaf á þeirri skoðun að leggings væru svona "one size fits all" fatnaður og var ekki alveg með á hreinu afhverju þær væru númeraðar. Sem 130 kílóa kona gat ég ekki séð annað en að þetta væri oggulítill tuskubleðill sem myndi svo bara þenjast út eftir þörfum. Svo ég varð voðalega hissa nú síðustu vikur þegar leggingsarnar hafa byrjað að gúlpa út og hlykkjast um mig. Svo tók út yfir allan þjófabálk í gær. Ekki nóg með að ég hafi endað á að hlaupa með þéttingstak á mittisbandinu á buxunum svo þær myndu ekki enda um ökklana þá hafði ég í vægri dagskímunni farið í kolvitlausar nærbuxur og þegar maður er með ryksugurass (nærhald virðist alltaf enda sogað upp á milli kinna) þá eru réttu undirfötin lífsnauðsyn. Ég hef sjálfsagt verið hálfkjánaleg útlits þar sem ég ríghélt í buxurnar og skók svo mjaðmir og rass í öðru hverju skrefi til að reyna að þvinga næríurnar úr rassi. Rosalega verður gaman að eignast alvöru hlaupaleggings. Ég er harðákveðin í að fá þær í merki eins og Nike eða Adidas og svo vil ég hafa allskonar fítusa á þeim, sjálfýsandi rendur og net á hnjám og leynivasa fyrir lykla og vökva- og ryðvörn og þétti-og höggdeyfi og allskonar pró fínerí. Fötin skapa manninn og ég er alveg viss um að í alvöru buxum verði ég alvöru hlaupari. Ekki bara kelling með nærhaldið í rassinum.
mánudagur, 4. apríl 2011
Salat færir helst í hugann megrun, afneitun og leiðindi hjá vel flestum. Svo var það hjá mér líka lengi vel, enda bjó ég til salat sem samanstóð af iceberg káli, tómati og gúrku. Er nema von að salat hafi fyllt mig örvæntingu og þunglyndi? En svo lærði ég smá saman að "byggja" salat og þó það sé kannski ekki hægt að kalla það reglur sem ég fylgi þá er þetta ágætis viðmið til að hafa í huga við sköpunina.
1. Undirstaðan; Grænmeti.
Ég byrja á að velj undirstöðuna og þó mér finnist iceberg bara alveg ágætt þá er voðalega gaman að nota spínat, rocket, lollorosso, little gem eða eitthvað af þeim milljón mismundandi blaðkálstegundum sem finnast núna. Svo bæti ég hér við því grænmeti sem er til eða mér dettur í hug, rifnar gulrætur, rifið hvitkál, courgette í strimlum, sveppir, tómatar, gúrku, radísur, rauðbeður, paprika o.s.frv.
2. Aðalmálið; Prótein.
Það sem mér finnst gera salatið að mat; grillaður kjúklingur, roast beef, roast lamb, túnfiskur, lax, ostur, (feta, halloumi, mozzarella), baunir ýmiskonar eða jafnvel þurrsteikt kanadískt beikon.
3. Fyllingin; Kolvetnin
Hér er það sem gerir salatið að fyllri máltíð; quinoa, kúskús, bulgur, brún eða villt hrísgrjón, gróft pasta, sætar kartöflur, hvítar kartöflur eða grófir brauðteningar. Mér finnst quinoað best af þessu öllu.
4. Skemmtilegheitin; aukaefni.
Þetta er það sem gerir oft salatið að frábærri máltið og eru til dæmis frækorn eins og sólblóma eða sesamfræ, eða ávextir eins og þurrkaðar apríkósur, pomegranate, eða vínber. Eða krydd eins og mynta, capers eða basil. Nú þá eða sólþurrkaðir tómatar eða ólívur, rauðlaukur, laukur eða blaðlaukur. Svo náttúrulega það nýjast hjá mér; ediklagða dótið, gherkins og edik svissaður laukur.
5. Punkturinn yfir i-ið; Dressing.
Oft er nóg bara að setja nokkra dropa af ólívuolíu yfir salatið, en það er líka oft gott að búa til dressingu. Sinnep, edik, olía, hunang, sítrónusafi og smá salt og pipar eru alger klassik og klikka aldrei og virðist vera alveg sama hvernig maður blandar þessu saman, einu eða tveim eða öllum. Ég reyni að forðast sósur en geri mikið dressingu úr fitulausri grískri jógúrt sem virðist taka við öllu saman, hvort sem það er sítróna, hvítlaukur, gúrka eða krydd. Ég set hnetur og avókadó í þennan flokk líka enda hægt að nota sem fitugjafa.
Salat er líka svo hagkvæmt, oftast er mitt gert úr kvöldmatnum í gær sullað saman við grænmeti og korn. Ef maður velur sér eitt eða tvennt úr þremur til fimm af þessum flokkum er eiginlega ekki hægt að klúðra salatgerðinni; og að launum fær maður vanalega öfund vinnufélaganna og þá sjálfsánægðu fullvissu um að maður sé eldhúsgyðja.
1. Undirstaðan; Grænmeti.
Ég byrja á að velj undirstöðuna og þó mér finnist iceberg bara alveg ágætt þá er voðalega gaman að nota spínat, rocket, lollorosso, little gem eða eitthvað af þeim milljón mismundandi blaðkálstegundum sem finnast núna. Svo bæti ég hér við því grænmeti sem er til eða mér dettur í hug, rifnar gulrætur, rifið hvitkál, courgette í strimlum, sveppir, tómatar, gúrku, radísur, rauðbeður, paprika o.s.frv.
2. Aðalmálið; Prótein.
Það sem mér finnst gera salatið að mat; grillaður kjúklingur, roast beef, roast lamb, túnfiskur, lax, ostur, (feta, halloumi, mozzarella), baunir ýmiskonar eða jafnvel þurrsteikt kanadískt beikon.
3. Fyllingin; Kolvetnin
Hér er það sem gerir salatið að fyllri máltíð; quinoa, kúskús, bulgur, brún eða villt hrísgrjón, gróft pasta, sætar kartöflur, hvítar kartöflur eða grófir brauðteningar. Mér finnst quinoað best af þessu öllu.
4. Skemmtilegheitin; aukaefni.
Þetta er það sem gerir oft salatið að frábærri máltið og eru til dæmis frækorn eins og sólblóma eða sesamfræ, eða ávextir eins og þurrkaðar apríkósur, pomegranate, eða vínber. Eða krydd eins og mynta, capers eða basil. Nú þá eða sólþurrkaðir tómatar eða ólívur, rauðlaukur, laukur eða blaðlaukur. Svo náttúrulega það nýjast hjá mér; ediklagða dótið, gherkins og edik svissaður laukur.
5. Punkturinn yfir i-ið; Dressing.
Oft er nóg bara að setja nokkra dropa af ólívuolíu yfir salatið, en það er líka oft gott að búa til dressingu. Sinnep, edik, olía, hunang, sítrónusafi og smá salt og pipar eru alger klassik og klikka aldrei og virðist vera alveg sama hvernig maður blandar þessu saman, einu eða tveim eða öllum. Ég reyni að forðast sósur en geri mikið dressingu úr fitulausri grískri jógúrt sem virðist taka við öllu saman, hvort sem það er sítróna, hvítlaukur, gúrka eða krydd. Ég set hnetur og avókadó í þennan flokk líka enda hægt að nota sem fitugjafa.
Salat er líka svo hagkvæmt, oftast er mitt gert úr kvöldmatnum í gær sullað saman við grænmeti og korn. Ef maður velur sér eitt eða tvennt úr þremur til fimm af þessum flokkum er eiginlega ekki hægt að klúðra salatgerðinni; og að launum fær maður vanalega öfund vinnufélaganna og þá sjálfsánægðu fullvissu um að maður sé eldhúsgyðja.
sunnudagur, 3. apríl 2011
Við Láki á mæðradegi. |
laugardagur, 2. apríl 2011
Eitt kíló í plús í morgun. Ég er alveg róleg, þetta er útskýranlegt; tími mánaðarins, smá stress, aðeins of mikið brauð um síðust helgi, líkami er ekki vanalega til í að léttast margar vikur í röð. Fullt af eðlilegum útskýringum.Þetta er ekkert mál. Fer af auðveldlega aftur. Ég er alveg róleg. Tek þessu með stóískri ró. Sei, sei, já. Held bara mínu striki. Alveg salíslök með þetta.
Helvítis djöfulsins andskotans hurðarlaust helvíti!
Helvítis djöfulsins andskotans hurðarlaust helvíti!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)