þriðjudagur, 30. júní 2009
Já, það er sko ekkert djók að vera feitur í svona hita. Það er ekki nóg með að úti sé 30 stiga hiti heldur er loftkælingin í vinnunni biluð og það er 44 stiga hiti inni á skrifstofunni. Og vinnan sem ég er að vinna núna þýðir að ég er að burðast með þunga kassa fulla af pappírum upp stiga. Sem þýðir að ég er óþægilega sveitt allan daginn. Og þó að allir hinir í vinnunni séu líka sveittir þá finnst mér einhvernvegin að ég sé sveittari og skítugari. Eins og að fitusviti sé verri en venjulegur sviti. Mér finnst einhvernvegin að ég hafi minni rétt til að vera heitt og líða illa vegna þess að ég er feit. Er að hugsa eitthvað á þá leið að ef ég væri grönn þá myndi mér ekki vera svona heitt. Og þá má ekki láta á neinu bera, ég ætla ekki að vera gripin við að vera sveitt af því að ég er feit. Ég fylgist vandlega með granna fólkinu til að sjá hversu sveitt það er, og er á fullu allan daginn að finna aðferðir við að kæla mig niður til að láta ekki á neinu bera. Það er alveg krúsjal að fólk geti ekki sett samasem merki á milli þess að mér sé heitt og að ég sé feit. Mér hefur alltaf þótt mikilvægt að aðrir hugsi ekki um mig sem feita manneskju, og þá á ég ekki við hvernig ég lít út heldur meira hvernig ég er. Ég þoli ekki tilhugsunina að fólk hugsi um mig sem sveitta, skítuga, "jolly", lata, með enga sjálfstjórn og heimska. (By the way þetta er mitt álit á feitu fólki!) Þetta er allt saman merkileg stúdía því á sama tíma finnst mér mikilvægt að ég sé í hópi með feitu fólki sem "skilur" mig og ég er sannfærð um að ég væri ekki ég ef ég væri ekki feit. En samt vil ég ekki vera feit. En ég vil hugsa feitt. Get ég fengið að vera grönn útvortis en haldið feitum hug og hjarta? Do ya feel me!
mánudagur, 29. júní 2009
Ég alveg hreint elska Starbucks kaffi. Ég er ekki alveg nógu ánægð með að vera svona hrifin af því vegna þess að Starbucks er náttúrulega ábyrgt fyrir að skemma lítil einkarekin kaffihús, og svo hafa þeir verið ásakaðir að skemma umhverfið og borga illa og almennt vera svínslegir imperíalistar. En í stíl við alla vöntun á pólitískri rétthugsun og pönki í mig þá elska ég Starbucks. Mér finnst kaffið ógeðslega gott, og allt kruðeríið er jömmí og Frappucino Light er ljúffengur og bara 140 kalóríur en mest af öllu elska ég hlutina sem er hægt að kaupa hjá þeim. Kaffibolla og kaffivélar og hrærur og allskonar dót. Og í gær eignaðist ég það besta af öllu; hita-og kuldaferðakaffibolla. Þannig að núna get ég farið með smoothie í vinnuna og hann er kaldur og ljúffengur allan daginn. Er ekki lukkan yfir mér alltaf hreint?
laugardagur, 27. júní 2009
fimmtudagur, 25. júní 2009
miðvikudagur, 24. júní 2009
Grænmetisbaka:
300 g fitusnauð kotasæla,
4 egg
1/4 bolli rifinn parmesan
2/3 bolli spelt eða heilhveiti
1 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
sketta af möluðum svörtum pipar
svetta af vatni
Allt hrært saman og svo setur maður út í grænmeti sem til er í húsinu eða skinku bita eða beikon bita eða bara það sem manni dettur í hug. Ég get ekki mælt magnið af grænmetinu, það er svona uþb 2 gulrætur, 2 courgettes, 10 sveppir, 1 blaðlaukur, smá brokkólí, gott handfylli af spínati, 2 kramdir hvítlauksgeirar eða bara það sem er til og það sem er gott. Svo smyrja lausbotna hringform með ólívu olíu og baka við 190 í 40 mínútur. Það er líka ógeðslega gott að rífa niður mozzarella og blanda saman við áður en bakað er en það náttúrulega hækkar aðeins hitaeiningar.
Og Kristín, portobello sveppirnir,þú verður að elda þá sjálf en það er ekkert mál! Ég læt uppskriftina fylgja með, þeir eru svo góðir.
Skafa tálknin innan úr sveppunum og setja svo á bökunarpappír inn í ofn með magann niður. 200 gráður í svona 8 mín. Steikja á meðan rauðlauk, courgette og spínat og smá ferskan basil í smá ólívuolíu á pönnu. Smá pipar. Smyrja svo léttum rjómaosti inn í sveppina, ausa skeið af mexíkó salsa, og svo vel af steiktu grænmetinu. Ofan á það fara svo feta fylltu paprikurnar. Ef það fæst ekki þá er alveg fínt að dreifa geitaosti yfir. Svo aftur inn í ofn þangað til osturinn er gullinn og bubblar. Portobello eru frábærir á grillið líka, grilla fyrst með magann niður og snúa svo við og fylla þá svo af söxuðum tómat, hvítlauk, basil og mozzarella, skella aftur á grillið og láta ostinn bráðna. Eða nota þá í staðinn fyrir hamborgara. Pensla með olíu, grilla og skella svo á brauðbollu með grænmeti og góðri aioli.
þriðjudagur, 23. júní 2009
mánudagur, 22. júní 2009
Ég er að íhuga bútasaum núna. Ég var að skoða bútasaumsteppi á netinu og er núna svakalega mikið að spá hvort ég gæti búið til rúmteppi. Mig vantar reyndar ekki rúmteppi, en langar bara alveg svakalega til að hafa svona verkefni. En svo hugsa ég um hversu mörg verkefni ég hef í pottunum nú þegar og verkefnin sem ég er búin að plana fyrir næstu mánuði og sé að það er útilokað að ég geti bætt bútasaum við. Fyrir utan hvað ég myndi gera það illa. En samt, ég sé bútasaum fyrir mér sem eitt af þessum "takmarks" verkefnum. Þar sem maður setur sér takmark, vinnur að því og kemst svo í mark. Og fagnar. Jeii! Og akkúrat núna snýst allt lífið um takmark. Sjáum hvað setur.
sunnudagur, 21. júní 2009
föstudagur, 19. júní 2009
fimmtudagur, 18. júní 2009
Er Sorbits tyggjó enn selt á Íslandi? Og ef svo er getur einhver keypt pakka af brúnum Sorbits og sent mér? Ég er alveg að drepast úr Sorbits löngun. Eða er til salt lakkrís Extra? Það myndi líka duga. Já, takk!
þriðjudagur, 16. júní 2009
mánudagur, 15. júní 2009
föstudagur, 12. júní 2009
Kelly og Craig komu heim frá Frakklandi í gær og Kelly hringdi í morgun til að bjóða okkur yfir á laugardaginn. Ég ætla að fara með humarinn sem Rúnar gaf mér og leyfa þeim að smakka. Mikið er nú gaman að geta deilt svona dásamlegum mat með vinum sínum. Ég er voðalega glöð að hafa kynnst Kelly, hún er svo kröftug í að gera hitt og þetta og við erum núna alltaf á spani. Við Dave erum nefnilega allt of löt og heimakær. Alltaf að tala um að gera hitt og þetta en látum svo lítið verða af. Þannig að það er frábært að hafa svona skipuleggjara í hópnum. Kelly og Craig eru líka æst í að koma með á Laugaveginn næsta sumar. Það verður gaman að sýna þeim fallega landið mitt.
Jæja, best að fara að hengja upp blómakörfuna áður en við förum.
fimmtudagur, 11. júní 2009
þriðjudagur, 9. júní 2009
fimmtudagur, 4. júní 2009
Í öllu þessu óskapa blíðviðri hefur verið erfitt að drekka morgunkaffið, það er einfaldlega of heitt. En mig vantar engu að síður kaffi skammtinn minn þannig að eitthvað þurfti að gera. Og jú, ég er búin að búa til minn eiginn Frappucino light að hætti Starbökksara. Og hvað ég naut mín í morgun, úti í garði, með Ideal Home Magazine, baðandi mig í morgunsólargeislunum og með kaldan Frappucino til að sötra á. Ó, ljúfa líf.
Hvað um það, ég held líka áfram að bræða af mér mörinn, 700 g. aftur þessa vikuna, það virðist vera töfratalan akkúrat núna. Ég geri ráð fyrir að ég gæti lést meira ef ég tæki aðeins þéttar á nammidögunum, en ég veit líka að án nammidaganna held ég þetta ekki út. Þannig að það er betra að gera þetta hægt og sigrast að lokum heldur en að léttast hratt og fitna svo bara hratt aftur.