miðvikudagur, 31. ágúst 2011
Hún var tvíþætt ástæðan fyrir því að ég byrjaði að hlaupa. Í fyrsta lagi vegna þess að mér þótti áskorunin ómótstæðileg; hlauparar virtust vera allt það sem ég var ekki, langir og mjóir og með gífurlegt úthald. Í öðru lagi þá áttu hlaupin að vera aðgengileg og allra mikilvægast ódýr íþrótt sem ég get stundað hvar sem er og hvenær sem er. Ég á í mesta basli með að komast í rækt þannig að geta bara reimt á sig skóna og farið út var mjög aðlaðandi. Og það var óneitanlega jákvætt að þurfa ekki að borga neitt fyrir að fara út að hlaupa. En ég gerði alls ekki ráð fyrir öllu dótinu. Ég er gersamlega heltekin af öllu dótinu sem fylgir hlaupunum. Ég ligg á netinu alla daga og skoða svitaþurrkandi, vindmótstöðueyðandi, höggdempaða og straumlínulagaða sokka og úlpur og peysur og buxur. Mig langar að eiga nokkur pör af skóm til að geta skipt um lit eftir skapi og veðráttu. Mig langar í hlaupasokka og hlaupapeysur og hlaupaúlpu og hlaupavettlinga og hlaupahúfu. Nú er ég eiginlega alveg viss um að ég geti alveg hlaupið í sokkum, peysu, úlpu, vettlingum og húfu, og að ef ég sleppi "hlaup" formálanum þá kosti græjan einn áttunda af því sem félagi minn Nike vill að ég borgi fyrir. En hvaða fútt er í því? Ég sver sárt við að ég hleyp betur og nýt hlaupanna meira eftir því sem ég er í flottara átfitti. Maður bara verður að eiga réttu græjuna. Það lítur út fyrir að afmælis- og jólagjafalistinn í ár verði auðveldur.
mánudagur, 29. ágúst 2011
Þegar ég vaknaði í morgun var mín fyrsta hugsun sérlega áhugaverð. Nei, mín önnur hugsun. Sú fyrsta var hvort veðrið væri gott fyrir hlaup. Önnur hugsun var hinsvegar leiðinlegri. Hún var hversu yfirkomin af samviskubiti ég væri. Svo hristi ég það af mér eins og hverja aðra vitleysuna og fór út að hlaupa. Það var rosa skemmtileg æfing. Ég er að reyna að bæta 5 km hraðann minn svo ég standi mig betur þegar að lengri vegalengdum kemur. Það geri ég með að gera endurteknar hraðabreytingar og æfingar sem þróa betri skreflengd. Og á meðan ég hljóp velti ég gærdeginum fyrir mér. Ég gat nefnilega ekki hætt að borða. Og varð að stoppa mig með miklu átaki til að hætta þegar ég var orðin mett. Mig langaði svo til að halda bara áfram. Borðaði morgunmat og stússaðist og beið með andagt eftir að verða svöng aftur. Og varð svo að þröngva mér með líkamlegu valdi til að hætta að borða þegar mettun var náð. Og svona gekk þetta allan daginn. Hugsanir sem snérust um að ég má borða hvað sem er þannig að ég ætti að gera það, nei það þýðir ekki að éta þér til óbóta, en þú verður að æfa þig að borða án þess að fá samviskubit, besta leiðin til að æfa át án samviskubits hlýtur að vera að borða heila súkkulaðiköku, en ég þarf ekki að borða heila súkkulaðiköku því ég veit hvað ég fæ illt í magann af því samviskubit eða ekki, GODDAMNIT VILTU BARA ÉTA SVO ÞÚ GETIR KOMIÐ ÞESSU ÁTKASTI FRÁ ÞÉR TIL AÐ ÞÚ GETIR HALDIÐ ÁFRAM MEÐ EÐLILEGT LÍF!!!! Og ég snarstoppaði við þessa hugsun. Ég er orðin svo vön þessum hring að halda í við mig og taka svo eitt kast og komast svo aftur í viðhald að ég vil bara koma átinu frá til að geta svo haldið áfram. Eins og það sé óhjákvæmilegt. Eins og það sé óhjákvæmileg leiðindi! Ég er ekki að njóta þess að borða, ég er að gera það af einhverri afvegaleiddri uppreisn. Og ég hugsaði með mér að það væri enn mikilvægara að halda áfram á þessari braut minni sem segir að ekkert sé bannað. Það er eina leiðin til að ég geti komist út úr þessum hring.
Hlaupin í morgun koma mér á réttan kjöl og ég get núna aftur farið í eðlilegt horf. En ef ég horfi fram á að eðlilegt horf beri með sér svona átköst þá ætla ég að breyta eðlilega horfinu mínu. Ég hef engan áhuga á að éta 3000 kalóríur án þess að njóta þess. Næst þegar ég borða 3000 kalóríur ætla ég að smjatta, umma og ahha, sleikja puttana og segja með tilfinningu að ég hafi notið hvers einasta bita.
Hlaupin í morgun koma mér á réttan kjöl og ég get núna aftur farið í eðlilegt horf. En ef ég horfi fram á að eðlilegt horf beri með sér svona átköst þá ætla ég að breyta eðlilega horfinu mínu. Ég hef engan áhuga á að éta 3000 kalóríur án þess að njóta þess. Næst þegar ég borða 3000 kalóríur ætla ég að smjatta, umma og ahha, sleikja puttana og segja með tilfinningu að ég hafi notið hvers einasta bita.
sunnudagur, 28. ágúst 2011
Ég aulaðist til að missa myndavélina mína í gólfið í gær og hún laskaðist þónokkuð. Við fórum með hana í viðgerð sem gæti tekið dálítinn tíma. Og jafnvel ekki svarað kostnaði. Ég þarf að bíða með úrskurð um það. Ég er eins og handleggsbrotin svona myndavélarlaus, gat ekki myndað kvöldmatinn í gær (Grænmeti bakað með smjörbaunum, geðveikislega gott) né quinoa brauðið sem ég bakaði í morgun. Þetta er bara alveg ómögulegt.
Það er svo löng helgi hjá okkur núna, frí á mánudegi. Ekki er ég nú alveg með á hreinu afhverju, þessir bank holiday mondays virðast hafa glatað merkingu sinni að mestu leyti hjá fólki. Ég segi bara já takk og slaka á heima. Við ætluðum að fara á "Hog Roast" á Horse & Jockey, einum af hverfispöbbnum okkar en það er hálfleiðinlegt veðrið í dag og ég nenni ekki að borða heilgrillaðan grís úti ef það er engin sól. Sjáum aðeins til, það er ennþá snemmt. Annars þá er ég löt í dag, er enn í náttfötunum og hef ekki gert neitt af þeim húsverkum sem ég hafði sett mér fyrir. En hver nennir svo sem alltaf að vera að strjúka af þessu drasli heima hjá sér? Ég hef meira að segja ekki hugsað mikið í dag. Og það er líka stundum bara ljómandi gott að fá frí frá pælingunum.
Það er svo löng helgi hjá okkur núna, frí á mánudegi. Ekki er ég nú alveg með á hreinu afhverju, þessir bank holiday mondays virðast hafa glatað merkingu sinni að mestu leyti hjá fólki. Ég segi bara já takk og slaka á heima. Við ætluðum að fara á "Hog Roast" á Horse & Jockey, einum af hverfispöbbnum okkar en það er hálfleiðinlegt veðrið í dag og ég nenni ekki að borða heilgrillaðan grís úti ef það er engin sól. Sjáum aðeins til, það er ennþá snemmt. Annars þá er ég löt í dag, er enn í náttfötunum og hef ekki gert neitt af þeim húsverkum sem ég hafði sett mér fyrir. En hver nennir svo sem alltaf að vera að strjúka af þessu drasli heima hjá sér? Ég hef meira að segja ekki hugsað mikið í dag. Og það er líka stundum bara ljómandi gott að fá frí frá pælingunum.
laugardagur, 27. ágúst 2011
Öfugt við það sem ég geri venjulega ætla ég í dag að láta hugarástandið stjórna vigtinni frekar en að láta vigtina segja til um hugarástandið. Og þar höfum við það. Lausnin á þessu öllu saman.
Að manni hafi ekki verið sagt frá þessu fyrr! Þetta heitir að taka málin í eigin hendur. Góða helgi.
Bara smella post-it á etta! |
Að manni hafi ekki verið sagt frá þessu fyrr! Þetta heitir að taka málin í eigin hendur. Góða helgi.
fimmtudagur, 25. ágúst 2011
Hungrið nagaði mig að innan og utan þegar ég kom heim úr vinnu. Og ég hugsaði mig um í tvær sekúndur áður en ég ákvað að fá mér ristað brauð með jarðaberjasultu. Ristað brauð með jarðaberjasultu hefur hingað til verið á bannlista, og alveg sérstaklega bannað klukkan hálf sex á fimmtudagseftirmiðdegi. En nú þegar ég má borða það sem mig langar í án samviskubits er ristað brauð með jarðaberjasultu sjálfsagt mál. Ég ákvað að rista bara eina sneið, það er bara vani að setja brauð í báðar rifurnar á ristavélinni, og svo ef ég væri enn svöng eftir eina sneið, nú þá fengi ég mér bara aðra. Málið er að borða þegar ég er svöng, mat sem mig langar í, en borða bara þangað til ég er mett. En svo tafðist ég við stúss, fór svo að sópa eldhúsgólfið og fattaði þegar ég var að því að ég var ekki svöng. Mig langaði i eitthvað í munninn en vantaði ekkert í magann. Og beið þessvegna aðeins. Og beið. Og beið. Og ég var ekki svöng fyrr en rúmlega sjö. Eldaði þá bara mat, maísstöngla og sloppy joes og borðaði þar til ég var mett. Þetta var gífurleg upplifun. (Vá, hvað ég lifi spennandi lífi!) Ég þarf greinilega að vinna heilmikið í að læra að þekkja hungur, og svo það sem er flóknara að þekkja þegar ég orðin södd. Það er næsta mál.
miðvikudagur, 24. ágúst 2011
Ég steinsvaf í morgun. Sjálfsagt svefni hinna réttlátu. Svo sannarlega ekki hinna auðmjúku. Mjög óvanalegt fyrir mig, vanalega sprett ég á fætur við fyrsta hanagal og rýk út. En ég lá bara á hinni hliðinni og rumskaði ekki við vekjaraklukku. Sem þýddi að þegar ég svo loksins druslaðist af stað var of seint að hlaupa, ég hljóp bara á eftir strætó. Ég hlakkaði svo til í allan dag að komast heim til að fara út. Ég er alltaf að bæta við og taka af; metrum og sekúndum. Í dag fór ég svo 7.5 km á 50 mínútum. Sem þýðir að ég ætti að geta hlaupið 10 km á rúmum klukkutíma ef ég held áfram að æfa mig. Hversu geggjað væri það nú? Ég var hálffegin að hafa sofið, sólin skein og ég ákvað að fara annan hring en vanalega. Það var yndislegt að spretta úr sporí í glampandi sólskininu og sjá ýmislegt nýtt. Ég gleypti fjórar flugur (prótein) og æpti á broddgölt, þurfti að hlaupa á undan reiðum hundi og high fivaði gamlan kall. Þvílík gleði.
Ég er svo búin að borða allt sem mig langaði í í dag. Og eftir nettan svitaskjálftann sem ég fann fyrir þegar ég sagði við sjálfa mig að ég mætti borða allt sem mig langaði í (hvað ef mig langar bara í snickers??) þá róaði ég mig niður og minnti mig á að ef mig langar í snickers þá met ég það bara þá stundina en að ég ætlaði að treysta mér til að velja rétt. Og þetta er það sem mig langaði í; Eggjahvítuommiletta og gulrótahafragrautur. Nektarína, salat með kalkúnasteik, quinoa eplakaka og möndlur. Próteinsjeik og hnetusmjörsletta. Ekki slæmt það.
Ég er svo búin að borða allt sem mig langaði í í dag. Og eftir nettan svitaskjálftann sem ég fann fyrir þegar ég sagði við sjálfa mig að ég mætti borða allt sem mig langaði í (hvað ef mig langar bara í snickers??) þá róaði ég mig niður og minnti mig á að ef mig langar í snickers þá met ég það bara þá stundina en að ég ætlaði að treysta mér til að velja rétt. Og þetta er það sem mig langaði í; Eggjahvítuommiletta og gulrótahafragrautur. Nektarína, salat með kalkúnasteik, quinoa eplakaka og möndlur. Próteinsjeik og hnetusmjörsletta. Ekki slæmt það.
þriðjudagur, 23. ágúst 2011
Merkilegt en ég er ennþá þvengmjó. Eins og það að hafa tekið ákvörðunina að vera bara ánægð og samið frið við sjálfa mig sé bara nóg. Ég er skelfingu lostin líka, ég hef náttúrulega ekki hugmynd um hvernig það virkar að treysta sjálfri mér. Hingað til hefur mér þótt ég vera heldur ótraustverðug og notað allskonar lög og reglur til að fylgja svo ég haldi mér á beina og breiða veginum. Ég náttúrulega þekki ekki annað en að vera annaðhvort á plani eða út af plani (út á plani bara), í megrun eða í ofátskasti. En þetta. Þetta er alveg nýtt. Ég má allt. Það er að segja ég má borða allt. Allt sem mér dettur í hug, það er allt leyfilegt. Eina sem ég ætla að gera er að spyrja sjálfa mig hvort það sé góð hugmynd að fá mér áður en ég sting upp í mig. Ég ætla að prófa að treysta að ég svari þannig að ég sé greinilega að hugsa um alvöru vellíðan mina, ekki tímabundna vímuna sem súkkulaðið veitir. Ég ætla að treysta sjálfri mér. Og ég er svo kát, og ánægð akkúrat núna, svo spennt að sjá hvernig mér gengur að það hreinlega ískrar í mér.
mánudagur, 22. ágúst 2011
Eftir að hafa lesið bloggið hennar Shaunu eða Dietgirl í nokkur ár, ásamt því að kaupa og lesa bókina hennar, var ég þess heiðurs aðnjótandi að kynnast henni aðeins í gegnum hlaupanámskeiðið sem ég vann aðgang að og hún sér um. Og eitthvað fannst henni ég hafa að deila með hennar lesendum og í dag birtist á síðunni hennar smá pistill sem ég skrifaði um lífið og lífstílinn. Á morgun birtist svo annar hluti sem fjallar um og hlaupin og bjartsýnisröndina mína. Skemmtilegt!
sunnudagur, 21. ágúst 2011
Ég vigtaði mig ekki í morgun. Ég er nefnilega þvengmjó og þarf ekki á því að halda að sjá 87 kíló á vigtinni - til þess eins að láta töluna taka frá mér tilfinninguna að ég sé þvengmjó.
Ég ætla að láta vigtina í friði í smástund núna, á meðan að ég staðfesti þessa gleðitilfinningu. Það er rétt og gott fyrir mig akkúrat núna. Þetta snýst allt um hugarástand.
Ég ætla að láta vigtina í friði í smástund núna, á meðan að ég staðfesti þessa gleðitilfinningu. Það er rétt og gott fyrir mig akkúrat núna. Þetta snýst allt um hugarástand.
laugardagur, 20. ágúst 2011
Innri hlussan mín er lítið barn sem aldrei hefur fengið að þroskast og vaxa úr grasi. Ég ímynda mér þetta eins og að sjá móður segja við stelpuna sína að hún sé ógeðsleg þegar hún biður um súkkulaði. Að hún sé ógeðslegur aumingi sem eigi ekki súkkulaði skilið. Móðir sem segir að stelpan sé veiklunduð, að hún sé ekki eins og fólk er flest og að hún eigi að skammast sín og fela það sem hún gerir. Skammast sín fyrir veikleika, fyrir hvað hún stendur sig illa, hvað hún sé mikill lúser. Barn sem elst upp við þessar aðstæður hlýtur að eiga erfitt með að fóta sig í lífinu. Ég veit að ef ég vissi af móður sem kæmi svona fram við barnið sitt væri ég búin að hringja í yfirvöld. Það getur enginn þroskast og dafnað við svona aðstæður. Hvað í ósköpunum hefur þá gefið mér leyfi til að koma svona fram við hlussuna inni í mér? Ekki nema von að greyið sé hnípin og hvekkt og ekki nema von að hún fái uppreisnarköst öðru hvoru á milli þess sem hún getur ekki andað af ótta við refsingarnar og af samviskubiti.
Það er eiginlega nóg komið núna. Það er ekki nóg að ég komi fram við mitt æðra sjálf af kærleika, visku og mildi. Mín innri hlussa þarf ástúð, stuðning og leiðbeinslu. Hún þarf að læra og skilja- hún þarf að fá að vaxa úr grasi til að geta tekið ákvarðanir sem eru fullar af visku og reynslu. Ákvarðanir sem fullorðin manneskja myndi taka.
Ég fór inn í Zara um daginn- Og ég fattaði þetta allt saman þar sem ég stóð inni í mátunarklefa að prófa buxur sem á stóð UK18. Ég er þægilegt UK16. Og þessar buxur rétt komust yfir hné. Ég fer inn í þessa búð til að refsa hlussunni. Zara er í mínum huga táknmynd fyrir allt það sem ég held að "gerist" þegar ég "verð mjó". Ég fái frábæra vinnu, ég fái glansandi hár, ég hætti að hafa óeðlilegan hárvöxt á hökunni, ég fái inngöngu í félagið sem segir að ég geti núna hætt að refsa mér fyrir aumingjaskap. Þar inni er allt hvítt og gler og stál og í röð og reglu og mjótt, mjótt, mjótt. En þar er líka allt bara yfirborðsfallegt. Þegar ég skoða flíkurnar í alvörunni finn ég aldrei neitt sem mig langar í alvörunni í. Þetta er blekking, alveg eins og dagurinn sem ég verð mjó er blekking. Og afþví að ég er alltaf eins og kýld í magann þegar ég máta föt þar inni (þeir eru með númerin minni en annarstaðar til þess eins að rífa mig niður!) þá fer ég alltaf þaðan út harðákveðin í að: borða minna, hreyfa mig meira, vigta mig oftar, taka út nammidaga, refsa, refsa, refsa. Og ég sá, þar sem ég stóð með buxurnar vafðar um hnén, að nú er nóg komið. Héðan í frá mun ég ekkert gera nema það sé komið til af alvöru kærleika og visku frá mér til mín.
Það sem virkaði fyrir mig fyrir tveimur árum síðan eða í gær þarf ekki endilega að virka fyrir mig í dag. Ég er glöð og þakklát fyrir allt sem ég hef gert og lært hingað til. En það er líka kominn tími til að breyta til. Allar þessar áskoranir og átök og tímabundnu, tímaskilyrtu markmið þjóna engum tilgangi lengur. Megrun breyttist í lífstíl en lífstíllinn er orðinn að megrun og megrun fylgir ofát. Og ég ætla ekki að láta kúga mig lengur. Ég ætla að lifa lífi mínu glöð og þakklát fyrir hverja stund og fyrir hvern munnbita og ég ætla að verða mér úti um þá visku sem ég þarf til að taka rétta ákvörðun hverju sinni og ég ætla að sýna sjálfri mér ekkert nema kærleika. Þessi fílósfófía að minna rassgat skipti í alvörunni einhverju máli er algerlega út í hött.
Ég ætla að kveðja kvalarann og leggja allt mitt í að bæta hlussunni upp allt það sem ég hef gert á hennar hlut síðustu 26 árin. Ég ætla að ala hana upp. Hún þarf að læra að verða vitur og góð og full af kærleika. Hún þarf að læra hvað er gott og hvað er rétt. Og stundum, stundum þarf hún bara að fá súkkulaði í morgunmat.
Það er eiginlega nóg komið núna. Það er ekki nóg að ég komi fram við mitt æðra sjálf af kærleika, visku og mildi. Mín innri hlussa þarf ástúð, stuðning og leiðbeinslu. Hún þarf að læra og skilja- hún þarf að fá að vaxa úr grasi til að geta tekið ákvarðanir sem eru fullar af visku og reynslu. Ákvarðanir sem fullorðin manneskja myndi taka.
Hugmynd tískuheimsins um fegurð og hamingju |
Það sem virkaði fyrir mig fyrir tveimur árum síðan eða í gær þarf ekki endilega að virka fyrir mig í dag. Ég er glöð og þakklát fyrir allt sem ég hef gert og lært hingað til. En það er líka kominn tími til að breyta til. Allar þessar áskoranir og átök og tímabundnu, tímaskilyrtu markmið þjóna engum tilgangi lengur. Megrun breyttist í lífstíl en lífstíllinn er orðinn að megrun og megrun fylgir ofát. Og ég ætla ekki að láta kúga mig lengur. Ég ætla að lifa lífi mínu glöð og þakklát fyrir hverja stund og fyrir hvern munnbita og ég ætla að verða mér úti um þá visku sem ég þarf til að taka rétta ákvörðun hverju sinni og ég ætla að sýna sjálfri mér ekkert nema kærleika. Þessi fílósfófía að minna rassgat skipti í alvörunni einhverju máli er algerlega út í hött.
Ég ætla að kveðja kvalarann og leggja allt mitt í að bæta hlussunni upp allt það sem ég hef gert á hennar hlut síðustu 26 árin. Ég ætla að ala hana upp. Hún þarf að læra að verða vitur og góð og full af kærleika. Hún þarf að læra hvað er gott og hvað er rétt. Og stundum, stundum þarf hún bara að fá súkkulaði í morgunmat.
fimmtudagur, 18. ágúst 2011
Ég hlustaði á líkama minn af ákefð í dag, reyndi eins og ég gat að heyra hvað hann bað mig um. Og það er með ólíkindum hvað ég er skilyrt til að borða af vana, ekki hungri. Sem segir mér reyndar líka að ef ég er ekki aftur orðin svöng um hálf ellefu leytið eftir að borða morgunmat fyrir klukkan átta þá hlýtur morgunmaturinn að vera of vænn. Þetta er bara skemmtilegt og ég nýt þess að lifa í hverju andartaki eins og það kemur, njóta hvers bita á meðan ég borða. Ekki vera að hugsa um næsta bita á meðan ég er enn að tyggja þann fyrsta. Þegar ég varð svöng núna í kvöld fann ég að mig vantaði fyllingu. Og þegar það kemur að því að gera mig sadda þá er fita besta meðalið. Ekki veit ég hvort ég hafi minnst á hatur mitt á "low fat" matvælum áður en það er í alvörunni ekkert sem gerir mig jafn pirraða og fituminni misskilningurinn. Fita er nauðsynleg til að skapa fyllingu og þegar maður borðar fituminni mat finnur maður síður fyrir fyllingunni. Og borðar þar af leiðandi meira. Maður eyðir deginum í endalaust nasl og skilur ekkert afhverju maður getur ekki hætt að éta. Fituminni matvæli skapa ranghugmyndir og fólk gefur sjálfu sér leyfi til að borða mun meira magn af matnum en þegar það fær sér fulla fitu. Fyrir utan að þegar fitan er tekin úr vörunni er sykri vanalega pumpað þar í í staðinn til að bæta upp bragðmissinn. Það verður náttúrulega að vera rétta fitan, ég er ekki að mæla með því að fólk byrji að smyrja sig með gæsafitu, en það má bara alls ekki viðhalda þessum misskilningi að við eigum að óttast fituna. Hvað um það, þegar ég kom heim í kvöld vantaði mig fitu. Ég náði mér í nokkra sveppi og steikti þá á pönnu og svissaði svo þar með líka afgangnum frá í gærkveldi; grillað butternutsquash, rauðlaukur, paprika og litlir tómatar ásamt smávegis kjúklingabringu. Rúllaði þessu svo upp í spíraðri tortillaköku og sullaði ólívuolíu yfir. Og er sátt við að ég hafi gefið mér það sem mig vantaði. Ég er allavega södd og sátt.
þriðjudagur, 16. ágúst 2011
Í síðustu viku var ég svöng. Í þessari viku er ég 71 kíló. Leyfið mér að útskýra. Ég er búin að ákveða að Albert Einstein hafði rétt fyrir sér í því að það er geðveiki að reyna að gera sama hlutinn aftur og aftur í von um mismunandi útkomu. Ég er þessvegna búin að ákveða að ég er hætt þessu öllu saman. Það er tilgangslaust að fara í gegnum sama ferlið aftur og aftur og enda alltaf á sama stað; frústreruð og byrjuð að sýna tilhneigingu í áttina að því að vera "í megrun". Ég ætla þessvegna að segjast bara vera búin núna. Ég ætla bara að byrja að lifa lífinu sem ég væri 71 kíló. Ég ætla bara að haga mér eins og heilbrigð 71 kílóa kona gerir. Þ.e.a.s ég ætla að borða mat eins og heilbrigð 71 kílóa kona myndi borða, ég ætla að hreyfa mig sem ég væri hraust 71 kílóa kona og ég ætla að hætta að vera með þessa þráhyggju. Ef ég lifi lífinu eins og ég væri 71 kíló, verð ég það þá ekki fyrir rest?
Ji! Hvað ætli ég geri í næstu viku?
Ji! Hvað ætli ég geri í næstu viku?
mánudagur, 15. ágúst 2011
Það er ekki eftir nokkrum sköpuðum hlut að bíða og æfingar fyrir 10 km hlaup hófust í kvöld eftir vinnu. Og ég er dauð. D-A-U-Ð! Ekkert verið að djóka. Í þessari viku miðast æfingar við mikið valhopp og hliðarhopp ásamt hraðaskiptum. Og þó ég hafi bara hlaupið 3.5 km þá var ég á fullu að valhoppa og meta hraða og skoða líkamstöðu upp í 6 km og er bara kúguppgefin. Mér finnst líka miklu erfiðara að æfa eftir vinnu en fyrir. En erfitt er bara gaman og dauð er gott. Heili hættur að virka...
laugardagur, 13. ágúst 2011
Ég hljóp 5 km á 32 mínútum og 47 sekúndum í morgun. Langt undir lágmarksmarkmiði, og mínútu undir draumamarkmiðinu. Það er nú ekki líkt mér að setja markmiðin of lágt! Ég hljóp í Race for Life í fyrra þannig að þetta var ekki mitt fyrsta 5 km hlaup, en ég kláraði hnéð þegar ég reyndi að hlaupa þá og hélt að hlaup væru úr sögunni fyrir mig. Ég er 10 kílóum léttari núna en ég var þá og það í samblandi við æfingarnar sem ég er búin að vera að gera í Up & Running prógramminu greinilega gert gæfumuninn því ég er (nokkurn vegin) sársaukalaus og ekki nóg með það heldur búin að fá hlaupasýki.
Mig langaði til að gera meira úr þessu hlaupi en bara fara út og hlaupa 5 km. Mig langaði til að taka þátt í alvöru hlaupi en maður verður bara að gera það besta úr því sem maður hefur. Ég bauð því til hlaups á Facebook og var alveg orðlaus yfir stuðningum sem ég fékk þar. 40 manns sem ég hafði "með" mér að hvetja mig áfram í morgun. Og ég er svo glöð að hafa gert svona mál úr þessu, þetta var nánast eins og að taka þátt í alvöru hlaupi. Ég vaknaði í morgun og beið til 9:00 með að leggja af stað, fékk sms frá mömmu og skilaboð á FB þannig að ég vissi að fólk var í startholunum með mér. Hitaði örsnöggt upp og lagði svo af stað. Fyrstu tveir kílómetrarnir ekkert mál, en svo kom að brekkunni. Hún er nokkuð brött og ég þurfti að hægja helvíti mikið á mér til að komast hana. Ég hugsa að það hafi verið lítill munur á hlaupi og göngu þar en ég hélt takti og ætla að segja að ég hafi hlaupið. Svo þegar upp brekkuna er komið varð þetta auðveldara aftur, ég fann hraðari takt og gat sprett aðeins. Þegar ég kom að 3.5 km missti ég aðeins móðinn aftur, þetta var orðið erfitt og ég sver að ef ég hefði ekki hugsað til alls þessa æðislega fólks sem var að hlaupa með mér þá hefði ég gefist upp. En ég sótti styrk til þeirra og hélt áfram. Og áður en ég vissi píptí í nike+ og bara 500 metrar eftir. Ég reyndi að hraða mér aðeins, vitandi að Dave og Lúkas voru rétt við hornið að bíða eftir mér. 50 metrar eftir og ég sá þá og þeir byrjuðu að hoppa upp og niður af kátínu við að sjá mig. Og ég kom í mark á 32:47. Ég var alveg hissa á þessu, var viss um að brekkan og kílómetrinnn frá þrjú til fjögur hefðu hægt mun meira á mér. Ég var alveg búin á því, en það tók líka ekki langan tíma að jafna mig aftur og núna er ég svífandi um á gleðiskýi. Og svo er það bara að byrja að æfa fyrir 10 km næst. Ég er óstöðvandi núna.
Mig langaði til að gera meira úr þessu hlaupi en bara fara út og hlaupa 5 km. Mig langaði til að taka þátt í alvöru hlaupi en maður verður bara að gera það besta úr því sem maður hefur. Ég bauð því til hlaups á Facebook og var alveg orðlaus yfir stuðningum sem ég fékk þar. 40 manns sem ég hafði "með" mér að hvetja mig áfram í morgun. Og ég er svo glöð að hafa gert svona mál úr þessu, þetta var nánast eins og að taka þátt í alvöru hlaupi. Ég vaknaði í morgun og beið til 9:00 með að leggja af stað, fékk sms frá mömmu og skilaboð á FB þannig að ég vissi að fólk var í startholunum með mér. Hitaði örsnöggt upp og lagði svo af stað. Fyrstu tveir kílómetrarnir ekkert mál, en svo kom að brekkunni. Hún er nokkuð brött og ég þurfti að hægja helvíti mikið á mér til að komast hana. Ég hugsa að það hafi verið lítill munur á hlaupi og göngu þar en ég hélt takti og ætla að segja að ég hafi hlaupið. Svo þegar upp brekkuna er komið varð þetta auðveldara aftur, ég fann hraðari takt og gat sprett aðeins. Þegar ég kom að 3.5 km missti ég aðeins móðinn aftur, þetta var orðið erfitt og ég sver að ef ég hefði ekki hugsað til alls þessa æðislega fólks sem var að hlaupa með mér þá hefði ég gefist upp. En ég sótti styrk til þeirra og hélt áfram. Og áður en ég vissi píptí í nike+ og bara 500 metrar eftir. Ég reyndi að hraða mér aðeins, vitandi að Dave og Lúkas voru rétt við hornið að bíða eftir mér. 50 metrar eftir og ég sá þá og þeir byrjuðu að hoppa upp og niður af kátínu við að sjá mig. Og ég kom í mark á 32:47. Ég var alveg hissa á þessu, var viss um að brekkan og kílómetrinnn frá þrjú til fjögur hefðu hægt mun meira á mér. Ég var alveg búin á því, en það tók líka ekki langan tíma að jafna mig aftur og núna er ég svífandi um á gleðiskýi. Og svo er það bara að byrja að æfa fyrir 10 km næst. Ég er óstöðvandi núna.
Gæti ekki verið glaðari! |
fimmtudagur, 11. ágúst 2011
Nú er allt að verða klárt fyrir lokaverkefnið mitt á hlaupanámskeiðinu Up & Running. Ég er búin að gera allar æfingarnar, og nokkrar aukalega, síðustu 8 vikurnar og er núna tilbúin til að hlaupa 5 kílómetra á laugardagsmorgun klukkan 9:00. Ég setti saman að gamni atburð á Facebook og bauð fullt af fólki að hlaupa eða gera eitthvað hressilegt "með" mér. Mig langaði til að taka þátt í alvöru hlaupi en bara fann ekkert hér í nágrenninu og þetta var besta lausnin sem ég fann til að búa til svona spenning og tilhlökkun sem mér finnst nauðsynleg svo ég hlaupi þetta örugglega alla leið og á sómasamlegum tíma. Ég er búin að setja mér markmiðið 36 mínútur en er að gæla við annan tíma (mun minni) svona inni í mér. Þetta er búið að vera eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekið þátt í. Æfingarnar sjálfar alveg frábærar og ég er t.d búin að hlaupa núna í tvo mánuði sársaukalaust! sem er með ólíkindum. Stuðningurinn frá hinum þáttakendum alveg frábær og ég myndi segja að sé búin að eignast vinkonur út um allan heim. Og ég er búin að skrá mig í framhaldsnámskeið til að viðhalda þessu. Ég bara get varla beðið eftir laugardagsmorgni.
Paprikur fylltar með hakki og quinoa |
Ég stússaðist við þessa í gær og þó það sé aðeins meira vesen við þetta en það sem maður vanalega myndi bjóða upp á í miðri viku þá naut ég verksins og afraksturins því meira.
Fylltar paprikur
4 paprikur, toppurinn skorinn af og geymdur og kjarninn tekinn úr
300 g kalkúnahakk eða mjög magurt nautahakk
2 laukar, smátt skornir
2 hvítlauksgeirar, maukaðir
1/2 bolli quinoa, ósoðið
2 mts tómatpúre
smávegis vatn
1 msk worcestersauce
oregano og basil
salt og pipar
60 g fitulítill mozzarella, rifinn
Setjið vatn í pott og látið suðuna koma upp. Setjið kjarnhreinsaðar paprikurnar standandi með toppnum í vatnið svo það komi upp að hálfri papriku. Látið sjóða í 5 mínútur. Sjóðið quinoað samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Takið paprikur úr vatni og þerrið. Leggið til hliðar. Steikið lauk, hvítlauk og hakk í smávegis ólívuolíu þar til kjötið er brúnað. Setjið þá puré, vatn, sósu, tening og krydd og látið malla aðeins. Setjið svo soðið quinoað út í og blandið saman. Hitið ofninn í 190 gráður. Fyllið hverja papriku með kjöt og quinoablöndunni setjið ost yfir og toppinn á og setjið svo í ofn í 30 mínútur eða svo. Eða þar til paprikurnar eru aðeins farnar að dökkna. Berið fram með Hasselback skorinni sætri kartöflu og grænu salati.
Það er líka örugglega voðalega gott að nota tex mex krydd og smá salsasósu og fá mexíkóskar fylltar paprikur.
Örlítið tímafrekara í undirbúning en margt annað en þess virði.
miðvikudagur, 10. ágúst 2011
Ég er búin að vera svöng núna í nokkra daga. Eða öllu heldur ég er búin að verða svöng á milli mála. Það er allt með ráðum gert, ég er í smá tilraunastarfsemi akkúrat núna. Ég verð afskaplega sjaldan svöng, áður fyrr var ég alltaf búin að stinga einhverju upp í mig áður en ég náði að verða svöng og nú síðustu árin hef ég passað með ofstæki upp á að borða á nokkurra klukkutíma fresti til að passa að verða ekki svöng af ótta við að fara svo yfir strikið. Nú er ég hinsvegar búin að ákveða að ég þurfi að skoða þetta aðeins. Í fyrsta lagi þá þarf ég að læra að þekkja muninn á líkamlegu hungri og tilfinningalegu. Og það geri ég bara með að verða í alvörunni svöng, svöng þannig að ég finni greinilega að mig vantar orku. Og í framhaldi af því hef ég verið að reyna að kenna sjálfri mér að það þarf kannski ekki að tákna heimsendi ef ég er svo í alvörunni svöng. Og að það að vera svöng sé heldur ekki ávísun á ofát. Að það að verða líkamlega svöng þýði bara að ég ætti að fá mér að borða og að ég eigi bara að borða þangað til að ég verð mett. Að það að verða líkamlega svöng veiti ekki leyfi til að troða og troða í mig. Þetta á svo að kenna mér að þekkja muninn á líkamlegu hungri og tilfinningalegu. Ég er að reyna að sanna það að hafa stjórn á hversu mikið ég borða þegar ég er í alvörunni svöng kenni mér að ég geti líka haft stjórn á magni þegar ég borða af öðrum ástæðum. Og að út frá því geti ég svo stýrt því að ég sleppi því að borða af neinum öðrum ástæðum en líkamlegu hungri. Þetta er búið að vera skemmtilegt, áhugavert og þarft verkefni. Voðalega sem ég hef gaman af því að gera tilraunir.
mánudagur, 8. ágúst 2011
Ég er fyrst til að viðurkenna að pælingarnar mínar um spik og það sem því fylgir jaðrar við þráhyggju. Það er bara í svo miklu að pæla og ég verð nú líka að segja að það er skárra að velta sér upp úr pælingum en súkkulaði. Ég virðist líka dragast að pælingum annarra og af nóg er að taka. Það er sem allir hafi áhuga á spiki akkúrat núna. Ég horfði á heimildamynd í sjónvarpinu í gær um offitusjúklinga, fólk sem hafði náð að verða 500 kíló. Þátturinn var reyndar örlítið svona nútíma PT Barnum freak show, en engu að síður þá kom margt við kaunin á mér. Ég er sannfærð um að ef ég væri látin í friði þá gæti ég náð að verða 500 kíló. Ég hef alltaf séð það fyrir mér sem möguleika. Ég skil þetta fólk alveg. Ég get nefnilega borðað endalaust. Og það er sérstaklega þegar ég borða þegar ég er ekki svöng sem það er erfiðast að stoppa. Eins og að gatið sem ég er að reyna að fylla upp í stækki bara því meira sem ég borða. En það er reyndar líka einn munur á mér og fólkinu sem talað var við. Það neitar enn að taka ábyrgð á ástandinu. Öll töluðu þau um erfðaeiginleika, um hæga grunnbrennslu, um óheppni, um að "vera bara svona". Enginn vildi viðurkenna að borða fleiri hitaeiningar en brennt var. Hvernig stendur á þessu? Afhverju neitar fólk að játa ábyrgðina á því hvernig komið er fyrir? Nú skil ég 100% þessa þörf til að að borða. Og það er oft sem manni finnst eins og hún sé ekki viðráðanleg. En málið er að það er hægt að stoppa sjálfan sig af. Það þarf bara örlitla hörku og svo þarf maður að skilja að þegar maður borðar án þess að vera að svangur er mjög erfitt að stoppa. Það er nefnilega ekkert rými til að fylla upp í. (Sjá Geneen Roth, When you eat at the refrigerator, pull up a chair) Ég þrái jafn heitt og næsti maður að finna lausnina á þessu sem lætur einhvern annan vinna erfiðisverkið fyrir mig. Ég gúgla stanslaust "easy ways to lose weight!" og "miracle fat loss!" og "how to lose those last 20 pounds fast!". En þegar ég les smáa letrið þá er það alltaf það sama; ég þarf að borða minna en mig langar til. Það eru engar töfralausnir. Ég þarf að taka ábyrgðina og ég þarf að muna að stoppa við og spyrja sjálfa mig hvaða tómarými ég sé að reyna að fylla með súkkulaðinu. Ég ætla ekki að skorast undan ábyrgðinni.
sunnudagur, 7. ágúst 2011
Mikið sem þetta er búið að vera gott frí. Og mjög afslappandi. Ég er bara ekkert ósátt við að vera að fara aftur til vinnu, aðallega vegna þess að ég er með svo súper gott plan fyrir framtíðina núna og ég þarf að nota fastan vinnutíma til að koma öllu í réttan farveg hjá mér. Ég þrífst vel innan rúðustrikaðs ramma. Ég bætti á mig 1.5 kílóum í fríinu sem ég er þanneginlagað sátt með, ég er búin að setja þetta í samhengi við fortíð mína og framtíð og er núna að vinna í samtíðinni. Samkvæm sjálfri mér.
Í dag var kofinn þrifinn aftur, ég er reyndar örlítið slösuð og get ekki hreyft mig af þeim krafti sem ég hefði viljað. Ég snéri öfugt upp á vitlausa hnéð á röltinu í gær og er hálf ómöguleg í dag. Eins gott að það lagi sig fyrir þriðjudag þegar æfingar fyrir lokahlaup ná hámarki. Annars þá er ég líka að spá í að panta tíma hjá "osteopath" (hvað ætli það heiti á íslensku) til að athuga hvort ég geti verið að gera einhverjar æfingar til að styrkja sinar og vöðva í kringum hné svona fyrst skurðaðgerðir virkuðu ekki.
Og svo stússaðist ég að sjálfsögðu í eldhúsinu. Hvað annað? Það er jú sunnudagur. Í dag hannaði ég mitt eigið "granola". Munurinn á múslí og granola er að granolað er ristað í fitu og sætindum öfugt við múslíið sem er vanalega bara korn, hnetur og þurrkaðir ávextir blandað saman. Þetta þýðir að sjálfsögðu að mér þykir nú meira varið í granola út á jógúrtið. En það er það sama með það og annað, ef maður býr það til sjálfur þá er að sjálfsögðu hægt að stýra fitumagni ásamt því hvernig sætuefni eru notuð. Ég notaði kókósolíu (skárra en flest önnur olía) gróft, hreint hnetusmjör (kalóríur já, en bara góðar) og sweet freedom (sykur já, en skárri en sá hvíti) og notaði bara 1/4 bolla. Svo eru þarna grófir hafrar, sólblóma-og graskersfræ, heilar möndlur og möndluflögur, ristuð kókóshneta, rúsínur, döðlur og cocoa nibs. Ju minn eini. Ég ristaði líka valhnetur í hunangi og chilipipar til að nota ofan á ávaxtasalat. Og allt þetta var til að ég setti lokahönd á þessar pælingar minar í sambandi við að borða "hreint". Ég hef ákveðið að ég ætla að skilgreina sjálf hvað er að borða hreint. Það sem ég fell vanalega á er þegar ég nota reglur frá öðrum. Ég virðist þurfa að skilgreina mínar eigin reglur til að ég geti fylgt þeim. My turf, my rules ef ég má orða það þannig. Ég ætla að vera minn eiginn æðsti prestur í mínum eigin sértrúarsöfnuði. Og er þannig búin að búa til matseðil fyrir næstu viku sem miðar að því að losa út eiturefni síðustu tveggja vikna ásamt því að venja mig við nýju reglurnar. Sem stendur er mesta áherslan lögð á skammtastærðir, ég var farin að borða allt of mikið. En ég er líka búin að taka eitt og annað út sem ekki á heima í mínum klúbbi. En ég er líka búin að bæta hinu og þessu inn sem ég er er spennt að fara að borða. Og ef vel tekst til ættu að fara að koma hreinar uppskriftir i lange baner. Er ekki bara gaman að vera til?
Á Frankie and Benny´s. |
Í dag var kofinn þrifinn aftur, ég er reyndar örlítið slösuð og get ekki hreyft mig af þeim krafti sem ég hefði viljað. Ég snéri öfugt upp á vitlausa hnéð á röltinu í gær og er hálf ómöguleg í dag. Eins gott að það lagi sig fyrir þriðjudag þegar æfingar fyrir lokahlaup ná hámarki. Annars þá er ég líka að spá í að panta tíma hjá "osteopath" (hvað ætli það heiti á íslensku) til að athuga hvort ég geti verið að gera einhverjar æfingar til að styrkja sinar og vöðva í kringum hné svona fyrst skurðaðgerðir virkuðu ekki.
Heimalagað granola |
Djúsí eða hvað? |
laugardagur, 6. ágúst 2011
Drauma gadget |
Síðasti dagurinn í fríi per se í dag. Á morgun er bara áætlanagerð og tiltekt áður en aftur verður haldið til vinnu á mánudag. Strákarnir mínir ætla að fara með mig á heilsuvörumarkað og ég ætla að fylla skápa og hirlsur af möndlum og valhnetum og graskersfræjum og macadamianutbutter og spíruðu brauði og kryddum og og og og... Í staðinn ætla ég að bjóða þeim út að borða á stað þar sem þeim finnst gott að borða.
Svo er það bara planið. Og man! er ég með plan núna!
föstudagur, 5. ágúst 2011
Við Lúkas fórum í dag og mældum út Bellvue Park í Wrexham. Ég hafði hugsað mér að nota hann sem staðsetningu fyrir lokahlaupið mitt í Up & Running næsta laugardag. En þegar við mældum hann út kom í ljós að hringurinn er bara 0.8 kílómetrar og mig langar ekki til að hlaupa sama hringinn rúmlega fimm sinnum. Þannig að ég ætla bara að halda mig við kunnuglegan hringinn hér um Rhos. Ég er engu að síður mjög glöð yfir að hafa skoðað Bellvue, þar er nefnilega frábær aðstaða fyrir íþróttaiðkun utandyra. Wrexham County Borough Council hafa komið þar fyrir æfingatækjum úti á grasinu. Tækin eru smíðuð úr timbri, þar er semsagt hægt að lyfta drumbum, hífa sig upp á slám, gera magaæfingar og fleira skemmtilegt. Bráðsniðugt og frábært framtak.
Sólin skein og það var gott að rölta bara um með Láka í rólegheitum á meðan ég hélt mína eigin kveðjuathöfn fyrir Ástu frænku mína.
Sólin skein og það var gott að rölta bara um með Láka í rólegheitum á meðan ég hélt mína eigin kveðjuathöfn fyrir Ástu frænku mína.
Í gær hafði ég tíma til að stoppa aðeins og hugsa. Á milli þess sem ég gerði viðskiptaáætlanir sem miða að því að ég verði milljarðamæringur af skyrsölu innan 5 ára hugsaði ég um hvernig ég hef hagað mér í fríinu mínu. Og mér til mikillar ánægju þá hef ég hagað mér betur en oft áður þegar ég er í fríi. En á sama tíma og mér til mikillar mæðu hef ég heldur ekki hagað mér eins og mér finnst að ég eigi að haga mér. Ég taldi til hlutina sem gera mig hamingjusama. Ég er hamingjusöm á meðan ég hleyp og þegar ég er búin að hlaupa. Ég er hamingjusöm þegar ég þrykki vöðva. Ég er hamingjusöm þegar ég borða hreinan mat. Ég er hamingjusöm þegar ég er samkvæm sjálfri mér. Ég er hamingjusöm þegar ég uppgötva eitthvað nýtt. Ég er ekki hamingjuöm þegar ég borða nammi. Hvorki á meðan né á eftir. Ég fæ nefnilega alltaf smávegis samviskubit og bragðið er aldrei jafn gott og ég hafði ímyndað mér. (Nema reyndar Ben & Jerry´s. Hann er alltaf jafn góður) Og ónotin í líkamanum eftir á er svo sannarlega ekki bragðsins virði. Þannig að þegar ég legg hlið við hlið kosti og ókosti eru kostirnir við að borða hreint svo yfirþyrmandi að eðlilegt fólk myndi spyrja sig eftir hverju ég sé að bíða? Ég held að ég sé hrædd. Ég held að ég sé hrædd um að við að ganga alla leið og breyta hegðun minni alfarið i heilbrigðari farveg þá tapi ég einhverju dýrmætu. Ég tapi sjálfri mér. Ég er hrædd um að ef ég borði hreint þá verði ég leiðinleg. Svona eins og fólk sem finnur gvuð, eða fólk sem gengur í félagasamtök sem krefjast ákveðinna viðhorfa til lífsins, eða fólk sem fer í afvötnun og byrjar svo að prédika. Að ég byrji að prédika og ganga um með örlítið sítrónusúran svip á andlitinu fussandi yfir þessu hræðilega fólki sem borðar sykur, ger og hvítt hveiti. En svo hugsaði ég aðeins meira. Mig langar til að borða meira hreint. Ég veit það fyrir víst. Hingað til hefur gengið vel hjá mér að taka þá taktík að prófa mig áfram og gera verkefnið ánægjulegt. Hversvegna ætti það ekki að virka hér líka? Ég ætla þessvegna að fikra mig áfram með þetta og hafa gaman af. Og það er ekkert sem segir að ég þurfi að breyta mér svo mikið. Fyrir utan að ef að persónuleiki minn stendur og fellur með að fá snickers öðruhvoru er það ekki eitthvað sem þarf að skoða hvort eð er?
fimmtudagur, 4. ágúst 2011
Í dag er "pyjama day". Lúkas, sem er latur krakki, fann upp á þessu fyrir nokkru síðan, og ég, sem er löt mamma, er ægilega hrifin af þeim. Á "pyjama day" eins og nafnið gefur til kynna, þá vaknar maður og klæðir sig ekki. Er bara í náttfötunum allan daginn. Skiptir svo um náttföt til að fara að sofa. Við spilum bara tölvuleiki, lesum bækur, spilum á spil og hlustum á útvarpið. Það er hellidemba úti þannig að ég held að þetta henti bara vel. Á meðan að Láki spilar tölvuleik ætla ég að gera áætlun um hvernig ég fer að því að byrja að fjöldaframleiða skyr og selja á heimsvísu sem ofur-heilsuvöru og prótein-uppsprettu. Skyr heimsyfirráð. Eða dauði.
miðvikudagur, 3. ágúst 2011
Það var hreinlega of heitt til að standa í stórræðum í dag. Við eyddum eftirmiðdeginum á rölti um Wrexham og notuðum svo frímiða í bíó til að kæla okkur aðeins niður.
Mennirnir mínir fyrir utan Wynnstay Arms þar sem ég gisti fyrst þegar ég kom til Wrexham. Því miður þá fór þetta sögufræga hótel á hausinn fyrir mánuði síðan og er núna lokað. Mjög leiðinlegt. |
Kaffibolli, súperhetjur og spjall á Starbucks, Eagles Meadow. |
Það vilja allir fá sér frappucino á sólardögum. Minn er light og rjómalaus að sjálfsögðu! |
Lúkas við "The Bridge of Doooooom!!" eins og hann kallar hana. Í bakgrunni sést St. Giles kirkjan, afskaplega falleg kirkja og gaman að skoða hana og litlu göturnar í kringum hana. |
Ahhh, komin heim með shandybass í glas og ég hef í hyggju að njóta kvöldsólarinnar til klukkan 10 í kvöld. Skál! |
Svona er gott að byrja daginn:
Maður fer út og hleypur eins og andskotinn sé á hælum manns í dágóða stund. Hoppar yfir eitt grindverk sér til dundurs.
Þegar heim er komið fer maður út í garð og tínir "Blackberries". Súrsæt, stútfull af sætum safa og ég efast ekki um að þau séu líka yfirfull af andoxunarefnum og öðru slíku. Og það er nú svo fínt að andoxa.
Svo fer maður út í Kaupfélag af því að maður man að það eru ekki til nein epli. Svo sker maður niður tvö epli og setur í skál með berjunum. Sullar þar yfir teskeið af Sweet freedom og teskeið af kartöflumjöli. Það þykkir berjasósuna þegar hún bakast. Svo setur maður í skál:
1 mtsk kókósolía (í föstu formi)
rúm tsk Sweet freedom (eða annað sætuefni að eigin vali)
2 mtsk hreinu hnetusmjöri
1/2 tsk vanilludropar
100 g grófir hafrar og 20 g heilhveiti
1/8 tsk salt
1/4 tsk matarsódi
Þetta er hrært saman í klump og svo stungið í frysti á meðan maður vaskar upp, fer í sturtu og snurfusar sig. Svo mylur maður klumpinn yfir eplaberjablönduna og setur inn í ofn í 45-50 mínútur við 160 gráður. Það er ráðlegt að hylja blönduna með álpappír og taka hann af síðustu 10 mínúturnar til að passa að ekkert brenni.
Svo tekur maður morgunmatarbökuna úr ofninum og setur á borð. Býr til gott kaffi og slakar á.
Svo er náttúrulega rosalega gott að setja smávegis af ristaðri kókóshnetu yfir blönduna og ekki skemmir sletta af grískri jógúrt fyrir heldur.
Að þessu loknu sest maður út í garð þar til tími er kominn á að gera eitthvað skemmtilegt í eftirmiðdaginn.
Maður fer út og hleypur eins og andskotinn sé á hælum manns í dágóða stund. Hoppar yfir eitt grindverk sér til dundurs.
Þegar heim er komið fer maður út í garð og tínir "Blackberries". Súrsæt, stútfull af sætum safa og ég efast ekki um að þau séu líka yfirfull af andoxunarefnum og öðru slíku. Og það er nú svo fínt að andoxa.
Svo fer maður út í Kaupfélag af því að maður man að það eru ekki til nein epli. Svo sker maður niður tvö epli og setur í skál með berjunum. Sullar þar yfir teskeið af Sweet freedom og teskeið af kartöflumjöli. Það þykkir berjasósuna þegar hún bakast. Svo setur maður í skál:
1 mtsk kókósolía (í föstu formi)
rúm tsk Sweet freedom (eða annað sætuefni að eigin vali)
2 mtsk hreinu hnetusmjöri
1/2 tsk vanilludropar
100 g grófir hafrar og 20 g heilhveiti
1/8 tsk salt
1/4 tsk matarsódi
Þetta er hrært saman í klump og svo stungið í frysti á meðan maður vaskar upp, fer í sturtu og snurfusar sig. Svo mylur maður klumpinn yfir eplaberjablönduna og setur inn í ofn í 45-50 mínútur við 160 gráður. Það er ráðlegt að hylja blönduna með álpappír og taka hann af síðustu 10 mínúturnar til að passa að ekkert brenni.
Svo tekur maður morgunmatarbökuna úr ofninum og setur á borð. Býr til gott kaffi og slakar á.
Svo er náttúrulega rosalega gott að setja smávegis af ristaðri kókóshnetu yfir blönduna og ekki skemmir sletta af grískri jógúrt fyrir heldur.
Að þessu loknu sest maður út í garð þar til tími er kominn á að gera eitthvað skemmtilegt í eftirmiðdaginn.
þriðjudagur, 2. ágúst 2011
mánudagur, 1. ágúst 2011
Í dag rigndi loksins. Það er búið að vera heitt, rakt og muggy eins og Bretinn myndi segja og okkur var farið að vanta rigningu. Það ætti svo að þýða að sólin byrjar aftur að skína á morgun.Ég hljóp í morgun mitt lengsta hlaup hingað til, hlaupin alltaf að verða ánægjulegri og ánægjulegri og ég farin að hafa alvarlegar áhyggjur af því að þau fari að taka yfir alla mína líkamsrækt. Svo var húsið þrifið eins vel og 200 ára gamlir kofar geta verið þrifnir. Það eru alltaf horn og skúmaskot sem bara ekki er hægt að ná til. Lúkas fór svo til frænda síns eftir hádegi og ég vann að smávegis verkefni sem lítur vonandi dagsins ljós í miðjum september eða svo. Sjáum til. Mikið er gott að vera í fríi. Hvað ég þarf að vinna lottó til að geta bara haldið áfram að dúlla mér svona. Best að stússast aðeins í eldhúsinu núna. Þarf ég ekki að finna eitthvað nýtt upp?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)