miðvikudagur, 31. mars 2010

Einn af uppáhaldsbloggurunum mínum Jack Sh*t spurði um daginn lesendur sína afhverju þetta skipti er skiptið sem lífstíllinn heldur. Ég er búin að vera að spökulera í þessu núna í dálítinn tíma, sér í lagi með það í huga að þrátt fyrir að ég sé ekki að léttast nærri því jafn mikið eða hratt og ég planaði, og þrátt fyrir endalaus hnjask sem ég er að verða fyrir og endalaust vesen þá er ég hundrað prósent sannfærð um að þetta sé algerlega komið til að vera. Hvers vegna núna?

1. Ég er búin að læra af reynslunni. Fór í fyrsta alvöru megrunarkúrinn þegar ég var 11 ára, og síðan þá hef ég prófað þá alla. Tvisvar sinnum þannig að ég hélt að ég væri búin að ráða niðurlögum fitupúkans. Ég er orðin svo sjóuð að vera í megrun að ég get svindlað á sjálfri mér og ég trúi lygunum sjálf. En í hvert skipti sem ég fór í megrun og grenntist og byrjaði svo óhjákvæmilega að fitna aftur lærði ég líka eitthvað smávegis nýtt. Ég er búin að gera svo mörg mistök að það eru bara fáein eftir að gera og ég læri örugglega eitthvað af þeim líka.


2. Ég hef alvöru ástæðu til að gera þetta núna. Ekki einhver yfirborðskennd fegurðarástæða heldur vil ég að vera hraust fyrir Lúkas. Áður fyrr vildi ég vera mjó til að vekja aðdáun karlpenings og öfund kynsystra minna en núna er það bara Láki sem ég hugsa um. Að geta hoppað með honum á róló hefur breytt sambandi okkar og bara til hins betra. Og tilhugsunin um að jafnvel drepast frá honum úr hjartaáfalli eða sykursýki er vel fallin til forvarna

3. Opinber ábyrgð. Ég er ekki spennt fyrir að birta á blogginu að ég hafi þyngst. En mér finnst enn verra að tilkynna þegar ekkert gerist. Það hefur góð áhrif á keppnisskapið að opinbera svona sálina á veraldarvefnum.

4. Ábyrgð á sjálfri mér. Þetta, hvernig er komið fyrir mér, er mér að kenna, ég setti hvern einasta munnbita upp í mig og ég sat kyrr á feitu rassgatinu öll skiptin sem ég hefði getað verið að sprikla. Ég er ekki sjúklingur og ég er ekki veiklunduð og það er ekkert að genunum mínum, ég er alls ekki illa úr garði gerð. Ef ég borða fleiri kalóríur en ég brenni þá fitna ég, simple as. Og ég verð að taka ábyrgð á því. Og ég er tilbúin að axla þeirri ábyrgð. Það eru engar afsakanir. Að uppgötva þetta breytti öllu einhvern veginn.

5. Ég skil að þetta er endalaust. Það er ekkert takmark, engin endalína, ekkert tímamark. Jú, mig langar til að verða 70 kíló en ég geri mér grein fyrir því að þegar þangað er komið þá breytist vinnan ekkert. Ég er þessvegna rólegri í þessu. Það má vera að þetta taki mig 6 ár eins og hinn uppáhaldsbloggarinn minn Dietgirl, en það skiptir bara engu máli. Svo lengi sem ég hef gaman að þessu.

6. Ég stoppa til að njóta líkamans og hvað hann getur. Í stað þess að eiblína á klukkuna og bíða eftir að ég geti hætt að æfa reyni ég að njóta tilfinningarinnar að hlaupa og lyfta. Ég dáist að sjálfri mér í speglinum í ræktinni og ég hlæ upphátt í hvert skipti sem ég sé mig á hlaupabrettinu og sé að ég er í alvörunni að hlaupa. Þvílíkt frelsi.

7. Ekkert samviskubit. Pirringur kannski en ekkert samviskubit. Ég er pirruð út í sjálfa mig af því að ég er allt of oft að róa með pusið í andlitið. Ét allt of mikið og þarf svo að ná af mér aftur kílóum sem voru farin. En með því að sleppa samviskubitinu hefur mér tekist að rífa mig upp aftur í hvert sinn sem ég hrasa um og get haldið þessu við.

Þetta skrifaði ég fyrir nokkrum dögum þegar ég var á high eftir að hafa jafnað mig á sykursjokkinu um helgina. Og þetta er allt heilagur sannleikur. Þetta er svona andlega hliðin á málinu. Hitt er svo að það er kominn tími á að ég taki á líkamlega draslinu. Ég er komin með hreyfinguna á hreint og mataræðið er bara æðislegt en ég borða enn allt of mikið. Ég er búin að vesenast núna með að vera 96 plús mínus 2 kíló í svakalega langan tíma og ég er orðin pirruð. Ég væli og væli í sjálfri mér, en það er ekkert undan því komist að það að halda sér í 1500 kalóríum í 5 daga er gagnslaust ef helgin skilar svo 5000. Það er fínt í viðhaldi en það eru enn eftir 30 kíló. Ég er komin með information overload; maður á að æfa á morgnana, að æfa á tóman maga er brjálæði, hlaupa fyrst, nei lyfta fyrst, engin kolvetni, bara kolvetni á morgnana, bara kolvetni og enga fitu, telja punkta, telja kalóríur.... ég er orðin þreytt og rugluð í ríminu. Og eins stolt og ég er af því að vera búin að "fatta" þetta þá finnst mér nánast eins og listinn hér að ofan hljómi eins og afsakanir. Ef ég er búin að fatta þetta afhverju er ég þá hætt að léttast? Og ég þarf að léttast meira, eins hraust og ég er og eins sæt og ég er núna þá er ég enn samkvæmt læknisfræðilegri skilgreingu offitusjúklingur. Ég held að ég sé búin að fá smá leið á öllum pælingunum. Kannski að ég taki mér bara smá frí. Ekki frá æfingum né hollu mataræði, heldur frá öllum pælingum....

þriðjudagur, 30. mars 2010

Ég er nú meiri gonkólinn. Vill einhver minna mig á að þó að maður hlaupi og lyfti eins og mófó og borði hollan og góðan mat þá verður maður samt að halda kalóríufjöldanum innan skynsamlegra marka. Hollt og gott er ekki endilega kalórí frítt! Meiri nillinn.

mánudagur, 29. mars 2010

"Fat people have got nothing to be proud of" stundi feiti maðurinn út úr sér þar sem hann stóð á vigtinni í Biggest Loser á meðan tárin láku niður bústnar kinnarnar og spikfellingarnar hristust við ekkasogin. Ég gat ekki annað gert en að segja tut tut við sjónvarpið. Ég er nefnilega allsekki sammála feita manninum. Ég er stolt af eiginlega öllu sem ég gerði vel á meðan ég var yfir 100 kíló. Ég var feit en það var ekkert að mér. Og hér er vandamálið. Eins stolt og ég er af "afrekum" mínum og eins og mér líður betur líkamlega núna, þá þvertek ég algerlega fyrir að það hafi eitthvað verið að mér eins og ég var áður. Og hér er þversögnin, og það sem ég held að vefjist hvað mest fyrir öllu feitu fólki. Á meðan við erum feit viljum við að við fáum hrós fyrir að vera við sjálf, og þegar við grennumst viljum við fá hrós fyrir að grennast. Ég er kannski svona skringilega gerð en ég get alls ekki hatast við manneskjuna sem ég var áður, mér hefur alltaf þótt ég hafa margt til brunns að bera og það er ekki margt sem ég myndi breyta. Ég til dæmis horfi á brúðarmyndirnar mínar og hugsa með mér hvað ég var falleg þann dag, samt var ég 117 kíló þegar ég gifti mig. Ég sé enga ástæðu til að endurtaka brúðkaupið þegar ég verð 70 kíló, ég var alveg fullkomin eins og ég var þann dag. Ég hef að sjálfsögðu alltaf verið haldin reverse anorexia, þ.e. mér finnst ég alltaf vera miklu grennri en ég er í alvörunni, ég hef aldrei borið skynbragð á hvernig ég lít út í alvörunni. Ég fæ alltaf jafnmikið áfall þegar ég sé myndir af sjálfri mér. Og á sama tíma finn ég alltaf eitthvað til að hrósa sjálfri mér fyrir. En eins og þetta er erfitt, og eins og þetta allt saman hefur í raun tekið yfir allt mitt líf, verð ég að segja að ég hef sjaldan verið eins ánægð með lífið og sérstaklega með sjálfa mig og ég er núna. Mér finnst að við hvert kíló sem fer, vaxi ég sem manneskja. Og á sama tíma og ég er alveg sannfærð um að ég hefði alveg getað kjagað í gegnum lífið á öðru hundraðinu og verið ánægð með mitt og mína, þá held ég að þetta ferðalag mitt hafi kryddað og bragðbætt alla tilveruna.

sunnudagur, 28. mars 2010


Fyrsti sumardagur hér í Bretlandi rann upp bjartur og fagur og fullur af fögrum fyrirheitum. Ég hristi af mér ónotin við það að tapa klukkutíma úr lífinu og rauk niður í húsverkin. Mér finnst ægilega gaman að taka til og þrífa á sunnudagsmorgni, elda góðan mat og liggja svo í sófanum í hreinu húsi með hreina samvisku og lesa góða bók og horfa á sjónvarpið það sem eftir lifir dags. Í dag var ég sérstaklega spennt því við fórum í Dunelm Mill í gær eftir fjölskyldu "outing" laugardagsins og fjárfestum í straubretti. Hingað til hefur Dave bara sjálfur séð um að strauja vinnuskyrturnar sínar á handklæði á borðstofuborðinu og sjálf kaupi ég einungis straufrí föt. (Ég sver við allt sem er heilagt að ég kemst upp með þetta, ég held alveg örugglega að ég virki ekkert krumpnari en næsta manneskja!) En nú í þessu fjármálaumhverfi sem ég er í er ég búin að kaupa mér þónokkuð af skyrtum og buxum sem þarf að strauja og pressa enda þarf maður að "look the part". Ég hef mikla trú á því að hlutirnir séu auðveldari ef maður á réttu græjurnar; það er ekki hægt að búa til marengs án þess að eiga þeytara, maður fer ekki út að hlaupa á hælaskóm og það er ekki hægt að strauja án straubrettis. Ég setti það upp og viti menn! Ég á hérna einar fjórar svona líka þéttstraujaðar skyrtur! Glæsilegt. Dave segir að þetta sé besta straubretti sem hann hefur nokkurn tíman notað.

föstudagur, 26. mars 2010

Í gær fylltist allt af kökum og kexi í vinnunni. Svoleiðis lagað kemur mér lítið við, ég get auðveldlega látið það kjurt á borðinu. Það sem er erfitt við kex og kökur er annað fólk. "Hva? Ætlar þú ekki að fá þér? Þú getur fengið þér eina sneið er það ekki? Ji, hvað þú ert dugleg, ekki hef ég svona viljastyrk, mér finnst nú að fólk geti alveg fengið sér eina sneið, ég meina ertu ekki í ræktinni á hverjum degi? Svona, fáðu þér eina sneið!" Og ég finn vandlætinguna við hverja setningu, "hver heldur hún eiginlega að hún sé?" er fólk að hugsa. Hvað við "nei, takk" er svona erfitt að skilja? Hvers vegna þarf ég að verja það að ég ætli ekki að fá mér neitt? Hvernig dirfist fólk að ota að mér efni sem að mínu mati er eiturlyf? Og hvernig dirfist fólk að ákveða að ég sé dónaleg þegar ég kurteisislega afþakka? Mér finnst þetta hreinlega óþolandi. Og hvað gerist svo? Jú, dagur tvö , ein kemur með heimabakað og aftur byrjaði þetta, "þú ættir að fá þér kex, það er jú föstudagur" bla bla bla og ég lét undan til að virka ekki dónaleg. Og nú er ég heltekin af hugsunum um kit kat og sticky toffee pudding og lion bar og chocolate eclair og croissant og flapjacks og og og og... Eitt kex og ég veit að ég þarf að byrja að berjast aftur. Eftir að hafa verið frjáls í nokkra dag núna þarf ég að byrja slagsmálin upp á nýtt. Í nokkra daga jafnvel. Ég er semsagt búin að læra mína lexíu. Ef fólk skilur ekki bros og "nei takk" þá hætti ég bara að vera kurteis. Ég ætla að benda fólki á að á sama hátt og það myndi ekki bjóða eiturlyfjasjúklingi "bara eina línu af kóki" þá á ekki að heimta að ég taki þátt í sykuráti. Ég ,því miður, get ekki bara fengið mér eina sneið. For fuck´s sake! hvernig heldur fólk eiginlega að ég hafi orðið svona feit?! Það var ekki af "einni" sneið. Ég fór út í co-op til að ná í grjón og stoppaði við hjá kexinu, og svo í súkkulaðirekkanum og stuttlega við hjá ísnum. Og í stað þess að refsa sjálfri mér fyrir að langa til að kaupa allt þetta drasl ætla ég að hrósa sjálfri mér fyrir að sleppa því. Well done!

fimmtudagur, 25. mars 2010

Halft kilo tekid og massad nidur i klosettid sidan sidustu tolur voru skodadar. Eg bjost vid miklu meira, buin ad vera i rumum 1000 kaloriu minus i 6 daga, sem tydir ad eg hefdi att ad lettast um allavega kilo. En eg er natturulega ordin svo svivirdilega massadur koggull ad vigtin hlydir ekki og synir bara gifurlegan vodvamassa. Sei sei ja. Ad odru leyti er eg med gifurlegan nidurlut, er ekki i studi og nenni ekki ad skrifa. Uss og svei.

þriðjudagur, 23. mars 2010


Það fer nú varla á milli mála að ég hef svakalega gaman af mat. Og síðan að ég hætti að vera matvönd svona um 17 ára aldurinn hefur ást mín á mat bara aukist og aukist. Ég hef alltaf haft gaman af að skoða matreiðslubækur og síðan ég flutti hingað út horfi ég alveg svakalega mikið á matreiðsluþætti í sjónvarpinu. En síðan ég byrjaði að skoða nýjan lífstíl hefur þetta alveg farið út fyrir öll velsæmismörk. Ég er háð því sem er kallað "gastro porn" eða matarklám. Ég er klámhundur. Ég les uppskriftir af áfergju, horfi á feita franska bakara búa til brauð, á Nigellu baka súkkulaðibitakökur, leita að myndum og uppskriftum á netinu og fæ alveg svakalegt kikk út úr þessu. Ég veit fátt betra en að skoða myndir af fallegum mat. Við hjónin djókum oft með þetta, Dave spyr hvað ég sé að gera þegar ég er að sörfa á netinu og ég svara að ég sé bara að skoða klámið mitt. Fyrir mér er þetta ekkert ósvipað. Á meðan að ég leita að hollum og góðum uppskriftum svona fyrir daglegt brúk þá fæ ég alveg spes og nánast dónalega mikið út úr því að skoða uppskrift að þrefaldri súkkulaðiköku með hnetusmjörsostakremi og súkkulaðibráð. Að sjá myndina og lesa uppskriftina og ímynda mér hvernig best væri að baka hana. Það fer bar um mig unaðshrollur. Og það virðist vera nóg svona að mestu leyti. Ég þarf ekki að baka kökuna í alvörunni. Og snúið mér að næstu uppskrift. Djúpsteikt Snickers, anyone?

mánudagur, 22. mars 2010



Hér er ég nýkomin heim úr vinnunni. Búin að taka snyrtilega hnútinn úr hárinu enda kominn tími á að slaka aðeins á. Ég get ekki annað verið en ánægð með lærin og mittið, allt hitt þarf að vinna meira með. Mig vantar bara nýtt á gólfið í herberginu sem við köllum "snug".

Ég eldaði svo voðalega góðan kvöldmat handa okkur Dave, flysjaði og kubbaði niður sætar kartöflur og steikti við vægan hita ásamt nokkrum sítrónusneiðum. Þegar kartöflurnar voru brúnaðar og aðeins mýktar setur maður kubbaða kjúklingabringu út á pönnuna ásamt krömdum hvítlauksgeira og smávegis rósmarín og salt og pipar. Steikja kjúllann vel og setja svo matskeið af hunangi út á pönnuna og malla í tvær mínútur. Bera á borð með annaðhvort grilluðu eða gufusoðnu grænmeti. Þessi uppskrift var aftan á auglýsingu fyrir eitthvað sem kom hingað inn um lúguna. Allt öðruvísi bragð en ég er vön að gera, maður verður svo vanur að nota sama kryddið eða sama grunnefnið að það verður oft svipað bragð af flestu sem maður eldar. En sambland af sítrónu og sætu hunangi og svo sætu kartöflunum var voðalega skemmtilegt og alveg nýtt. Ég nota reyndar oft bara gulrætur ef ég á ekki sætar kartöflur. Já, svona er það á mánudagskvöldi á þessu heimili.

sunnudagur, 21. mars 2010

Glæsileg helgi svona að renna sitt skeið, ég gæti nú bara alveg vanist þessu djammi svona upp á nýtt. Laugardagurinn var súper dagur, ég borðaði algerlega eftir reglum og svo þegar ég hitti gamla teymið mitt á indverska veitingastaðnum var ég viðbúin og pantaði tandoori kjúkling, enga sósu, sleppti grjónum og fékk mér bara eina poppadom. Naan gat ég ekki staðist alveg en fékk mér einn fjórða af því sem vanalega væri gúffað í sig. Og svo drakk ég alveg ósköp af bacardi. Ég verð svo ægileg hress og skemmtileg af því. Ég var í jólakjólnum mínum sem er enn fínni á mér núna en þá og ég get bara ekki lýst því hvað það er gaman að vera úti á tjúttinu í pínkulitlum kjól. Ekki það að hann sé lítill á Wrexhamska mælikvarða reyndar, í samanburði við hinar tútturnar á galeiðunni var ég kappklædd. Þar var til dæmis ein í svartri blúndusamfellu og leggings sem á voru göt með jöfnu millibili frá tá að píku og í hælaskóm sem ég hélt að væru einungis fyrir drag drottingar. Geðsleg dama. Teymið mitt voru öll voða glöð að sjá mig og það var gaman að vera með þeim án þess að þurfa að vera stjórinn. Svo dansaði ég bara og hafði gaman af. Og vaknaði í morgun svona líka svínhress og alveg án nokkurrar ógleði. Ég var farin að gubba alltaf eftir einhverja drykkju, svo mikið að ég var hætt að nenna að drekka, en nú þegar ég er búin að uppgötva rommið er þetta bara allt annað líf. Gaman að því. Ég fór svo að ráðum stóru frænku, hafði tilbúið hérna djúsí lasagne sem var samt í hollara kantinum og er bara búin að haga mér eins og manneskja í allan dag. Ekkert mál. Fór með Láka á róló og ég veit ekki hvað. Svo er allt tilbúið fyrir morgundaginn; fína átfittið tilbúið í leikfimistöskunni, leikfimisfötin tilbúin til að fara í við dagsbrún, morgunmatur og hádegismatur kominn í nestisbox og lestarmiði tilbúinn í veski. Nú vantar mig bara svona fínt japanskt nestisbox og ég væri fullkomlega hamingjusöm. How cool is that?

föstudagur, 19. mars 2010

Mikid svakalega er fint ad hlaupa a bretti. Tetta er bara allt annad lif! Hnen eins og smurt braud, takturinn helst sa sami, engar ahyggjur af umferd eda ad detta um trjaraetur, tetta er svona lika smooth. Og eg, Svava Ran Karlsdottir, get hlaupid a incline 1, 8 km/ph i 20 minutur. Ad hugsa med ser. Eg veit ekki hvad tad er sem gerir svona mikinn mun af tvi ad eg veit ad eg er ad hlaupa hradar a brettinu en uti. Getur verid ad tad a hafa vindinn i andlitinu skipti svona miklu mali? Allavega, eins leidinlegt og mer finnst ad turfa ad gefa utihlaupin upp a batinn ta get eg ekki annad en gert tad svona upp a hnen. Eg var nefnilega bara buin ad akveda ad eg aetladi bara ad vinna i gegnum sarsaukann en eg var vid tad ad gefast upp. Eg var fin a medan eg hljop en tegar a daginn leid ta bolgnadi tad meira og meira og eg var vidtolslaus af sarsauka a kvoldin. Tad er eiginlega ekki haegt. En brettin bara kyssa hnen og eg bara hleyp og hleyp og hleyp! How fantastic is that?! Kannski ad eg komist svo ut tegar eg er buin ad lettast meira og finn ekki jafn mikid til. Tad er nefnilega adeins skemmtilegra ad hlaupa uti, tar er ju meira ad sja. Carl, tjalfarinn let mig svo rifa i jarn i 25 minutur, og eg er sterkari en eg helt. Og tad hjalpar ad sjalfsogdu ad hafa hann vid hlidina a ser hvetjandi mann afram. Eg er ad fila mig i taetlur.

Fostudagsfilingur i dag, allir i casual wear i vinnunni og bara stud. Eg ad fara aftur ut a djammid a morgun med gomlu vinnufelugunum og vonandi ad bacardi og kok kurinn tydi ekki svinari a sunnudaginn. Nu er ad syna i hvad manni byr. Raaawwwkk!!!

fimmtudagur, 18. mars 2010

Og að lokum ein sú mesta jömmí uppskrift sem ég hef séð og smakkað lengi. Hún var á netinu en ég finn ekki upprunalegu uppskriftina. Ég er svakalega hrifin af baunum og nota þær svakalega mikið sem hátrefja-og prótínuppsprettu. Og í allskonar samsetningum. En þetta er svo gott að ég veit bara varla hvert ég á að snúa mér. Þessar má borða heitar sem meðlæti eða heitar með allskonar grænmeti sem aðalrétt eða kaldar út á salat eða bara hvað sem manni dettur í hug. Ein matskeið fljótandi hunang, ein teskeið dijon sinnep og ein teskeið wholegrain sinnep, salt, pipar, timjan og sletta af ólívu olíu allt blandað saman. Vatninu hellt af dós af smjörbaunum (butterbeans, svona feitar, stórar, hvítar baunir) og baunirnar þaktar í sinnepsblöndunni. Strá smá timjan yfir, og setja svo í hálftíma inn í 190 gráðu ofn. Namm og namm og namm.
Woot! Woot! Eg er i vinnunni, og fae sma stund til a skutlast um internetid a medan eg er i pasu. Ljomandi nema tad eru takmarkanir, eins og t.d. Facebook er ekki logleg. Woot, wootid er vegna tess ad eg stend i stad tessa vikuna. Ef eg a a segja satt og rett fra ta er eg buin ad lettast um 3 kilo. En eg get tad ekki vegna tess ad eg var lika buin a tyngjast um tessi 3 kilo! Vesen alltaf a mer. Hvad um tad, eg gerdi eins og eg sagdi og eg bara dusta af mer rykid og byrja upp a nytt. Tratt fyrir ad vera svo langt komin i pizzu-og sukkuladiati a sunnudaginn ad tad voru ad renna a mig tvaer grimur. Eg helt i alvorunni ad eg vaeri of langt leidd og ad eg myndi ekki finna leidina til baka. En svo a manudag, bara ekkert mal, kolvetni i morgun- og hadegismat, protin a kvoldin og rutinan byrjar ad koma i ljos.

Rutinan. Eg er byrjud i raektinni. Tek straeto klukkan 6:20 og lest klukkan 7:00. Er byrjud ad hlaupa a vel klukkan 7:30. Lyfti svo samkvaemt programmi i 20 minutur, sturta og svo byrjar vinnudagurinn. Fullkomid. Eg tek med mer morgunmat og hadegismat og elda svo a kvoldin. Tad sem tarf ad finna ut med er hvad eg borda i morgun og hadegi. Her er svaka finn ressi sem madur ma koma med nesti og sitja og borda. Og teir virdast lika selja agaetis mat. En eg hef ekki isskap ne orbylgju tannig ad eg tarf adeins ad skoda matsedillinn med tetta i huga. Eg er ekki hrifin af heitu jogurti og soldnudu salati. En vodalega sem tad er naes ad koma heim, elda mat og sitja og spjalla. Og horfa svo a sjonvarp adur en eg dett ut af i sofanum. Eg er tvimaelalaust betur til tess fallin af vinna 9-5. Eina sem vantar i rutinuna er ad finna hvar mastersnamid fellur inn i. Tad hlytur allt ad koma lika. Alla vega, eg er haestanagd med sjalfa mig, lifid og tilveruna og get ekki sed en ad tad se allt a uppleid hja mer. Rock on!

þriðjudagur, 16. mars 2010

Mér líst alveg hreint ágætlega á nýju vinnunna. Lloyd´s Banking Group samanstendur af mörgum bönkum og þeir eru nýbúnir að sameina allt batteríið. Ég er að vinna hjá þessu batteríi. Ég vinn því í fjármálastofnun frekar en í banka, ég hitti enga viðskiptavini. Ég er að vinna með tíu öðrum nýjum starfsmönnum í nýrri deild sem í raun var flutt til Chester frá Birmingham. Skrifstofusvæðið er mikð flæmi, þrjú háhýsi í þyrpingu alveg við hliðina á lestarstöðinni í Chester. Við erum með fínan restaurant á svæðinu og Starbucks sem gæti verið hættulegt fyrir budduna mína. Mér líst ágætlega á samstarfsfólkið þó svo að það sé enginn sem enn svona grípur mig svona eins og gerðist með Kelly og Claire í gömlu vinnunni. Allt er voða fínt og flott og allir fallega klæddir sem ég er að fíla. Ég get enn ekki sagt mikið um starfið sjálft, næstu tvær vikurnar eru bara stíf starfsþjálfun áður en ég fæ að glíma við starfið sjálft. Ég þarf að venjast núna alveg upp á nýtt lífstílnum. Það er líkamsræktarstöð á svæðinu sem ég hef í hyggju að nýta mér fyrir vinnu en er að bíða eftir að fá starfsmannapassa til að komast þar inn. Ég þarf líka að venjast að búa mér til hádegismat á kvöldin þar sem ég er farin út klukkan hálf sjö á morgnana. Svo þarf ég að venjast að elda kvöldmat handa mér og Dave, var náttúrulega orðin vön að fá mér bara salat eða eitthvað létt á kvöldin í vinnunni. Það er heilmikið að spá í þessa viku og ég er í ofanálag að ná mér eftir alveg gígantískt "binge" um helgina. Ég er að tala um að ég þyngdist um rúm 2 kíló á tveimur dögum kind of a binge. Ég er smá skrýtin akkúrat núna á meðan að ég er í fráhvarfi, um leið og ég er búin að koma allri drullunni úr sýsteminu get ég betur séð hvað ég þarf að gera og plana og þessháttar.

sunnudagur, 14. mars 2010



Á veitingastaðnum hékk þessi ljósmynd upp á vegg af tveimur kumpánum sem við Dave skýrðum Jones the Drunk og Jones Down the Pub. Myndin er tekin um aldamótin og sýnir þá félaga í gapastokki sem á er letrað "Drunk Again". Greinilegt að eitthvað hafa þeir skemmt sér þann daginn. Lúkas vildi fá að vita hvað þeir höfðu gert til að komast í þessa klípu og Dave útskýrði fyrir honum að mennirnir höfðu fengið sér of mikinn bjór. Lúkasi fannst mikil mildi að ég væri ekki í stokknum með mönnunum enda hafi ég farið út á föstudaginn og "mamma, she likes to be drunk!" Það sem börnum dettur í hug!


Í tilefni þess að hér er haldin heilagur Mæðradagur í dag buðu Láki og Dave mér út að borða á The Corn Mill í Llangollen. Þetta er gamall siður að halda upp á mæðradag, kemur frá því að vinnuhjú fengu frí þennan dag til að fara í messu í "Móður kirkjuna" eða "Mother Church" og svo var tíminn líka notaður til að heimsækja fjölskylduna. Með minnkandi kirkjusókn færðist svo orðið mother church yfir á mömmuna. Sem hentar mér ægilega vel svona af því að ég er mamma og fæ út úr þessu parmaskinkuvafinn skötusel í aðalrétt og sticky toffee pudding í eftirrétt. Það er líka alltaf voðalega gaman að fara til Llan, þar er ægilega fallegt og svona "quirky" og alltaf eitthvað að gerast. Ég líka búin að jafna mig á þynnkunni en við fórum á ægilegt skrall við gömlu vinnufélagarnir mínir svona til að styrkja vinaböndin. Það er nú fátt sem treystir þau meira en gott fyllerí. Ég held að hér sé ég komin með góðan hóp sem vonandi á eftir að halda aðeins í. Ég er bara svo hrikalega léleg að halda sambandi við fólk. Finnst vont að tala í síma og er voðalega heimakær. Vonandi bara að þau haldi sambandi við mig.

Ég fór svo á fimmtudaginn í verlsunarleiðangur og keypti mér allt nýtt í fataskápinn fyrir nýju vinnuna. Nú á ég bara buxur í stærð 16 og fínar vinnuskyrtur og vinnukjóla. Ég henti aftur út allskonar drasli sem er orðið teygt og of stórt. Mikið sem ég er ánægð með skápinn núna, allt pínkulítið og snyrtilegt. Og svo bara hlakka til að komast í 14. Og svo 12. Og þá erum við orðin nokkuð sátt. Og vonandi að það gerist ekki alveg strax því ég á ekki fyrir meiri fötum í bili!

föstudagur, 12. mars 2010


Gríðarlegur hressleiki hér í dag, út að hlaupa í roki og rigningu og svo lyftingar. Ég get enn ekki hlaupið lengur en 11 mínútur í einu alveg sama hvað ég reyni en af einhverjum ástæðum virðist ég vera að hlaupa hraðar. Það finnst mér nú alger óþarfi, ég hef engar áætlanir um að gerast spretthlaupari. Engu að síður þá kláraði ég 30 mínútur við húshornið í stað þess að klára þær hjá næstsíðustu ruslatunnunni á göngustígnum fyrir aftan húsið. Við erum að tala um einhverja 400 metra. Ég skil þetta ekki alveg. Hressandi engu að síður. Ég hef það núna á tilfinningunni að ég skjótist hér um göturnar eins og eldflaug, skjótari en skugginn skýst ég um og það er nú voða skemmtileg tilfinning. Ég er líka allt öðruvísi í laginu en ég hélt að ég væri. Ég hafði alltaf rölt um í þeirri fullvissu að ég væri svona "blond bombshell", stundaglaslöguð undir öllu spikinu. En ég er bara allsekki þannig. Ég er með grannar mjaðmir og breiðar, sterklegar axlir. Ég er með langa leggi og sterka handleggi. Stærstu brjóst í Evrópu eru líka eitthvað að koðna undan álaginu. Úr 42 niður í 36 ummál og niður um 3 skálastærðir. Sem betur fer, ég hefði í alvörunni oltið um koll ef þau myndu ekki minnka. Það sem verra er hversu hjólbeinótt ég er. Lappirnar eru alveg í hring. Ég er semsé miklu íþróttamannslegri en mig grunaði og minni Monroe. Þetta er bara eftir öllu öðru, og hentar mér vel. Það er ekkert slæmt að vera íþróttamaður.

fimmtudagur, 11. mars 2010

Tveir dagar í mínus = eitt kíló í plús. Hver segir að ég kunni ekki algebru?! Þetta er formúlan og hver er ég að skorast undan stærðfræðinni? Ef ég ræki meðferðarstöð fyrir akfeita þá myndi ég byrja á því að kenna fólkinu mínu að það er bannað að fá samviskubit. Bannað að refsa sjálfum sér og bannað að fyllast sjálfshatri og vonleysi. Ég myndi eyða heilli viku í æfingar sem lytu að þessu. Enginn mætti byrja í megruninni áður en þeir gætu sannað að þeir gætu fallið fyrir freistingu, þurrkað svo súkkulaðið af kinninni, burstað molana af bringunni og haldið svo ótrauð áfram. Afþví að það eina sem gerist þegar sjálfsásakanir, sjálfshatur og samviskubit tekur yfir er að maður segir við sjálfan sig að maður sé ekki þess virði, að maður sé aumingi og að maður geti allt eins haldið áfram að borða. Og það er það sem ekki má gerast. Þannig að ég viðurkenni að ég hafi borðað köku á mánudaginn og snakk á þriðjudaginn og súkkulaði í gær. Og þessvegna gerði ég ráð fyrir að ég myndi þyngjast aðeins í dag. En það skiptir bara ekki nokkru máli vegna þess að ég fyrirgaf sjálfri mér og svo held ég bara áfram. Ég held bara áfram.

miðvikudagur, 10. mars 2010

Ég er í fríi. Ég er hætt í einni vinnu og ekki byrjuð í annarri. Ég er að skrifa litla ritgerð en hún er ekkert að vefjast neitt fyrir mér, ekkert mál. Ég lyfti og ég hleyp, ég hef ekkert slakað á þar neitt. En ég er í fríi. Og mig langar til að vera í fríi. Mig langar til að slaka á og lesa bók og horfa smá á sjónvarpið og mig langar til að fá mér kannski eina brauðsneið meira en ég væri vön. Er ég að afsaka mig eða er þetta eðlileg hegðun? Á mánudaginn þegar ég byrja í nýrri vinnu þá byrjar ný rútína sem verður allt öðruvísi en sú sem ég er komin upp á með núna. Er í lagi að slaka aðeins á taumunum núna í nokkra daga áður en nýja rútínan byrjar? Ég er ekki að tala um Lion Bar og Snickers í morgunmat, ég er bara að tala um að ég fái að hætta að hugsa í nokkra daga. Ég geri fyllilega ráð fyrir því að það þýði að ég léttist ekki þessa viku en þarf maður ekki stundum bara að setjast niður og slaka á og safna kröftum fyrir næstu lotu? Eða er ég bara að leyfa letinni að taka yfir á meðan ég er í fríi og er með afsakanir?

þriðjudagur, 9. mars 2010

ABBABABBABBABB! Gamla mín! Hvað heldurðu eiginlega að þú sért að gera? Það er bara allt í lagi að fá sér smá gúmmelaði svona einu sinni og einu sinni, það er það sem venjulegt fólk gerir. Gleymdu bara ekki að þú ert ekki venjulegt fólk. Venjulegt fólk fær sér einu sinni og einu sinni og aðlagar svo eitthvað annað í staðinn. Hleypur hraðar, borðar aðeins minna, fær sér meira grænmeti. Það fær ekki sykur delerium tremens. Dagur tvö, ókei, afsakanir, afsakanir, þú varst að hætta í vinnunni, teymið þitt kom með köku, það er dónalegt að afþakka, jadíjadíjada. Þú veist að þetta eru bara afsakanir. Og hvað segirðu við fólk sem er með afsakanir? Jebb, talk to the hand. Vinnurðu svo mikið að þú hefur ekki tíma til að æfa? Æji greyið, hvernig væri þá að sleppa 3ja klukkutíma sjónvarpsglápi? Hefurðu ekki tíma til að búa til hollt nesti þannig að þú færð þér bara súkkulaði? Búa til nesti tilbúið kvöldið áður. Eru börnin að flækjast fyrir þér þannig að þú getur ekki æft? Farðu út með börnunum að leika. Ertu veikgeðja? Get a grip! Afsakanir, afsakanir, afsakanir. Ókei, dagur tvö, smá slip up, skiptir ekki máli. En dagur þrjú!? Nú er nóg komið. STEP AWAY FROM THAT COOKIE! PUT THE COOKIE DOWN! Good girl.

mánudagur, 8. mars 2010

Í dag er síðasti dagurinn í vinnu hjá Bretadrottningu. Þetta er skrýtinn dagur fyrir margar sakir. Í fyrsta lagi þá eru flestir ríkisstarfsmenn í verkfalli í dag. Mótmælin snúast um lækkun á eftirlaunum og lokunum á skrifstofum. Sem lýtur að sjálfsögðu að mér. Ég get hinsvegar ekki tekið þátt í verkfallinu þar sem ég er ekki í stéttarfélagi. Ég þarf þessvegna að brjótast í gegnum "picket line" til að komast til vinnu í dag. Og ég er búin að kanna hvað myndi gerast ef ég tæki þátt án þess að vera í stéttarfélagi; ég fengi ekki meðmæli. Sem gengur að sjálfsögðu ekki upp. Í öðru lagi þá er Nicky, yfirmaður minn gersamlega búin að tapa glórunni. Ég hef áður minnst á að hún sé ekki starfi sínu vaxin og alger tík en hegðun hennar á föstudagskvöld tók út fyrir allan þjófabálk. Það er svo komið að ég er svo fegin að sleppa þaðan svona nokkurnvegin með alla útlimi og sálina í einu lagi að mér er sama um að launin lækki um rúman þriðjung. Það kemur sá tími að maður verður að leggja verðmat á sálarheill og vellíðan. Ég er komin með nokkuð gott plan sem þýðir að fara í ræktina fyrir vinnu og taka lestina klukkan sjö og mér sýnist að þetta eigi allt saman að ganga glæsilega upp hjá mér. Ég hlakka orðið bara til að fara í nýju vinnuna. Svo á ég líka núna vikufrí, byrja ekki fyrr en 15. mars hjá Lloyd´s. Heppin er ég alltaf hreint.

Ekki heppni samt hvernig ég er í dag. Ég fór aðeins yfir um á fíkniefnaneyslu í gær og er núna með gígantísk fráhvarfseinkenni. Er að berjast en nenni ekki að "fight the good fight" í dag. Svona eru þeir sumir dagarnir. Ég hljóp í morgun og er búin að borða fínan morgunmat og er búin að búa til salat í hádegismat en hjartað er bara ekki í þessu. Mig langar í smjörbakaðan flapjack og karamellur frá Thornton´s. Svona er líf fíkilsins. Sumir dagar eru góðir, suma daga sér maður ekki tilganginn. Er ég alveg hrikalega sjálfhverf ef ég set 95 kílóa myndina á vegginn fyrir framan mig til að minna mig á tilganginn?

fimmtudagur, 4. mars 2010



Á morgun 5. mars verða komnir 12 mánuðir síðan ég vigtaði mig á nýrri vigt sem þoldi yfir 120 kíló og komst að því að ég væri rúm 125 kíló. Ég var þá búin að skoða, plana og skipuleggja í dálítinn tíma og var loksins tilbúin að taka á honum stóra mínum. Ég skrásetti töluna 125 kíló í spreadsheetið mitt þó svo að vigtin segði 125.6. Ég bara gat ekki tekist á við meira en það. Í morgun steig ég svo á vigtina í fimmtugasta og annað skiptið. Og vigtin sagði 95 kíló. Ég er semsagt búin að ná 30 kílóa takmarkinu á 12 mánuðum. Og ég bara gæti ekki verið ánægðari. Ég er búin að læra svo margt, uppgötva svo margt nýtt, ég hef öðlast skilning á sjálfri mér og heiminum í kringum mig og ég er alveg sannfærð um að ég sé búin að gefa sjálfri mér besta möguleikann á að takast að viðhalda þessu núna það sem eftir er. Ég er búin að kenna sjálfri mér að hugsa öðruvísi og þó svo að það taki mig aðra 12 mánuði að losa mig við kílóin tuttugu sem eftir eru og svo næstu 50 árin að viðhalda þeirri þyngd þá er ég ekkert hrædd. Ég veit við hvað ég er að berjast. Ég þekki djöfulinn minn. Og í dag gef ég honum langt nef og hoppa í kringum hann í nýju buxunum mínum.

miðvikudagur, 3. mars 2010



Ég er alveg gífurlega skipulögð. Og ég efast ekki um að "strategy and planning" sé mitt skæðasta vopn í stríðinu við spikið. Þetta er heilmikil vinna en verður alltaf auðveldara og auðveldara eftir því sem maður venst því hvernig er best að gera skipulagið auðveldara. Ég geri vikumatseðil á hverjum mánudegi. Ég svindilbraska aðeins og geri hann í vinnunni. Það breytist smávegis svona yfir vikuna en að mestu leyti fylgi ég planinu. Enda kaupi ég í matinn samkvæmt matseðlinum. Engin vitleysa kemst í skápana hjá mér! Ég minni sjálfa mig á hvað ég þarf að gera til að láta þetta virka og svo reyni ég líka að plana sunnudaginn minn. Ef ég er búin að skrifa niður vitleysuna þá held ég mig oftast bara við þá vitleysu og læt duga. Ef ég er ekki búin að ákveða hver vitleysan verður þá kemur fyrir að hún fer bara út í einhverja vitleysu! Ég er hætt að þurfa að segja mér skammtastærðir, ég veit hvað ég má setja mikið á diskinn. En ég vigta allt ennþá. Og margt af þessu er eitthvað sem ég kalla bara mínum nöfnum eins og Fiskikaboob (fiski-ka-búbb) sem er fiskur og grænmeti á teini. En svona er þetta, vikan á svörtu og hvítu.


Svona á maður sko að byrja daginn. Lyftingar og svo grísk jógúrt, banani, möndlur, smá kanilhafrar og 2 hakkaðar döðlur til að fá sæta bragðið. Og að sjálfsögðu hálfur lítri af kaffi. Svona um það bil. Kanilhafrar eru haframjöl ristað á pönnu með kanil og smá agave. Ég fæ mér svoleiðis voðalega oft. Rista bara fjóra 30 gramma skammta í einu og á svo tilbúið í dós. Ég held að morgunmatur sé orðin uppáhalds máltíðin mín. Eins og ég strögglaði við að koma mat ofan í mig að morgni til hér til að byrja með þá finn ég að ég hlakka orðið til að fá þessar samsetningar mínar, smoothies, grískt jógúrt með endalausum valmöguleikum á gúmmelaði til að setja út á og svo hafragrautarnir mínir, með allskonar bragðarefum. Þvílík veisla!

þriðjudagur, 2. mars 2010



Alveg sannfærð um að öll mín vandræði stemma frá heilanum ákvað ég fyrir nokkrum vikum að ég þyrfti að laga í mér heilabúið. Og að það myndi gerast með því að fara í Cognative Behavioural Therapy (Íslensk þýðing anyone?). Þar sem ég átti ekki fyrir heilum sálfræðingi keypti ég mér bara bókina. The Beck Diet Solution er skrifuð af Dr. Judith Beck sem er dóttir Dr. Beck sem var frumkvöðull á sviði atferlis sálfræði (?). Bókin byggist upp á að gera vissar breytingar á hugsanaferlinu og þar með breyta viðhorfi manns til matar og ofáts og líkamsræktar. Maður þarf t.d. að setjast niður til að borða hverja máltíð. Maður þarf að hrósa sjálfum sér. Maður þarf að mæla hversu svangur maður er í alvörunni. Maður þarf að skrifa niður markmið. Maður þarf að setja lykilorð sem eru hvetjandi. Maður þarf að skrifa hvetjandi skilaboð á litla miða hingað og þangað...hang on hang on! Þetta hljómar kunnuglega! Kemur ekki í ljós að ég var búin að finna upp á þessu öllu saman bara svona sjálf hérna heima. Ég er semsagt atferlissálfræðingur frá náttúrunnar hendi. Að vakna á morgnana og ákveða að gera sitt besta þann daginn, það er allt og sumt sem þarf til. Að gera sitt besta. Og það skiptir engu máli hvaða erfiðleikar það eru sem maður þarf að yfirstíga, maður verður bara að yfirvinna þá. Ég hélt til dæmis alltaf að ég væri verr sett en allt mjóa fólkið, það væri búið einhverjum hæfileikum sem mig vantaði. En svo kemur bara í ljós að mitt eina vandamál er að ég er gráðug og löt. Og það er mjög einfalt að laga það. Ég hef hemil á græðginni með því að æfa mig í að smásaman borða minna og letinni leyfi ég bara ekki að ráða. Um leið og maður er komin í vana með að gera eitthvað þá hættir maður að vera latur. Ég er ekki að segja að þetta sé auðvelt. En þetta er einfalt. Það er erfitt að vera feitur. Það er erfitt að grenna sig. Maður verður bara að velja hvorn erfiðleikann maður vill.

mánudagur, 1. mars 2010


Í dag halda Veilsverjar upp á St. David´s day eða Dydd Gŵyl Dewi Sant sem er svona nokkurs konar þjóðhátíðardagur. Dewi Sant þessi var frá Wales og hjálpaði til með ýmiskonar kraftaverkum á 7.öld. Velski fáninn blaktir í vindinum og allstaðar sést í páskaliljur sem er þjóðarblómið hérna. Ég sendi Láka í skólann í rugby skyrtunni sinni og flestar stelpurnar voru í hefðbundnum velskum búning. Upphlutur og svart pils með hvítri pífusvuntu og stór svartur hattur. Ég smellti blaðlauk í kjúklingabaunakássuna mína til að vera með í hátíðarhöldunum en sagan segir að velskir þjóðernissinnar nældu blaðlauk í barminn til að greina sig frá enskum hermönnum á 12. öld þar eð það var lítill munur á herklæðunum. Breska ríkistjórnin bannaði svo að blaðlaukurinn væri notaður sem tákn Veilsverja af því að hann þótti minna um of á þjóðernishyggju. Og páskaliljan því kosin í staðinn. Enskir reyndu sitt besta til að drepa niður velskuna, þeim tókst að útrýma gelískunni í Írlandi og Skotlandi en sem betur fer eru velskir fjallabændur þrjóskasta kyn í heimi, minna helst á rollurnar sem þeir halda og velskan því enn á lífi og dafnar vel. Er nema von að það sé enn smá rígur í þeim hérna út í Englendinga? Veilsverjar eru skrafhreifnir og einfalt fólk, það er mikið til í þeim einnþá svona smá heimóttarháttur. Þau voru hér á árum áður guðhrædd og margir sem fóru um heiminn til að boða kristna trú. Hér eru enn kirkjur á hverju horni þó svo að þær standi nú allar tómar. Hver fjölskylda átti sína kirkju og við hliðina á henni sinn pöbb. Nú er það bara pöbbinn sem er enn opinn. Enda sagði eiginmaður minn að það væri líklega engin tilviljun að Íslendingar völdu Dydd Gwyl Dewi Sant til að gera bjórinn löglegan!
Ég brallaði saman alveg sérlega góðum rétti um helgina ætla að láta uppskrift fylgja með í dag. Maður skvettir cider vinegar, góðri ólífuolíu, sítrónusafa og sinnepi í skál og hrærir saman. Smá salt og pipar og kannski basil ef til er. Ég hugsa að við séum að tala um svona tæpa matskeið af hverri einingu. Svo má marinera í þessu grænmeti: sveppi, laukbita, papriku, courgette, ætisþistil eða það sem manni dettur í hug og þræða svo upp á tein og grilla inni í ofni í 20 mínútur. Geggjað alveg hreint og svo gott að það má borða þetta sem aðalrétt með til dæmis bakaðri kartöflu. Marineringin er líka rosalega góð til að búa til kjúklingaspjót. Þá marinerar maður bringu, kubbar svo og þræðir á spjót með grænmetinu. Gott heitt eða kalt. Nomm nomm.