miðvikudagur, 31. mars 2010
1. Ég er búin að læra af reynslunni. Fór í fyrsta alvöru megrunarkúrinn þegar ég var 11 ára, og síðan þá hef ég prófað þá alla. Tvisvar sinnum þannig að ég hélt að ég væri búin að ráða niðurlögum fitupúkans. Ég er orðin svo sjóuð að vera í megrun að ég get svindlað á sjálfri mér og ég trúi lygunum sjálf. En í hvert skipti sem ég fór í megrun og grenntist og byrjaði svo óhjákvæmilega að fitna aftur lærði ég líka eitthvað smávegis nýtt. Ég er búin að gera svo mörg mistök að það eru bara fáein eftir að gera og ég læri örugglega eitthvað af þeim líka.
2. Ég hef alvöru ástæðu til að gera þetta núna. Ekki einhver yfirborðskennd fegurðarástæða heldur vil ég að vera hraust fyrir Lúkas. Áður fyrr vildi ég vera mjó til að vekja aðdáun karlpenings og öfund kynsystra minna en núna er það bara Láki sem ég hugsa um. Að geta hoppað með honum á róló hefur breytt sambandi okkar og bara til hins betra. Og tilhugsunin um að jafnvel drepast frá honum úr hjartaáfalli eða sykursýki er vel fallin til forvarna
3. Opinber ábyrgð. Ég er ekki spennt fyrir að birta á blogginu að ég hafi þyngst. En mér finnst enn verra að tilkynna þegar ekkert gerist. Það hefur góð áhrif á keppnisskapið að opinbera svona sálina á veraldarvefnum.
4. Ábyrgð á sjálfri mér. Þetta, hvernig er komið fyrir mér, er mér að kenna, ég setti hvern einasta munnbita upp í mig og ég sat kyrr á feitu rassgatinu öll skiptin sem ég hefði getað verið að sprikla. Ég er ekki sjúklingur og ég er ekki veiklunduð og það er ekkert að genunum mínum, ég er alls ekki illa úr garði gerð. Ef ég borða fleiri kalóríur en ég brenni þá fitna ég, simple as. Og ég verð að taka ábyrgð á því. Og ég er tilbúin að axla þeirri ábyrgð. Það eru engar afsakanir. Að uppgötva þetta breytti öllu einhvern veginn.
5. Ég skil að þetta er endalaust. Það er ekkert takmark, engin endalína, ekkert tímamark. Jú, mig langar til að verða 70 kíló en ég geri mér grein fyrir því að þegar þangað er komið þá breytist vinnan ekkert. Ég er þessvegna rólegri í þessu. Það má vera að þetta taki mig 6 ár eins og hinn uppáhaldsbloggarinn minn Dietgirl, en það skiptir bara engu máli. Svo lengi sem ég hef gaman að þessu.
6. Ég stoppa til að njóta líkamans og hvað hann getur. Í stað þess að eiblína á klukkuna og bíða eftir að ég geti hætt að æfa reyni ég að njóta tilfinningarinnar að hlaupa og lyfta. Ég dáist að sjálfri mér í speglinum í ræktinni og ég hlæ upphátt í hvert skipti sem ég sé mig á hlaupabrettinu og sé að ég er í alvörunni að hlaupa. Þvílíkt frelsi.
7. Ekkert samviskubit. Pirringur kannski en ekkert samviskubit. Ég er pirruð út í sjálfa mig af því að ég er allt of oft að róa með pusið í andlitið. Ét allt of mikið og þarf svo að ná af mér aftur kílóum sem voru farin. En með því að sleppa samviskubitinu hefur mér tekist að rífa mig upp aftur í hvert sinn sem ég hrasa um og get haldið þessu við.
Þetta skrifaði ég fyrir nokkrum dögum þegar ég var á high eftir að hafa jafnað mig á sykursjokkinu um helgina. Og þetta er allt heilagur sannleikur. Þetta er svona andlega hliðin á málinu. Hitt er svo að það er kominn tími á að ég taki á líkamlega draslinu. Ég er komin með hreyfinguna á hreint og mataræðið er bara æðislegt en ég borða enn allt of mikið. Ég er búin að vesenast núna með að vera 96 plús mínus 2 kíló í svakalega langan tíma og ég er orðin pirruð. Ég væli og væli í sjálfri mér, en það er ekkert undan því komist að það að halda sér í 1500 kalóríum í 5 daga er gagnslaust ef helgin skilar svo 5000. Það er fínt í viðhaldi en það eru enn eftir 30 kíló. Ég er komin með information overload; maður á að æfa á morgnana, að æfa á tóman maga er brjálæði, hlaupa fyrst, nei lyfta fyrst, engin kolvetni, bara kolvetni á morgnana, bara kolvetni og enga fitu, telja punkta, telja kalóríur.... ég er orðin þreytt og rugluð í ríminu. Og eins stolt og ég er af því að vera búin að "fatta" þetta þá finnst mér nánast eins og listinn hér að ofan hljómi eins og afsakanir. Ef ég er búin að fatta þetta afhverju er ég þá hætt að léttast? Og ég þarf að léttast meira, eins hraust og ég er og eins sæt og ég er núna þá er ég enn samkvæmt læknisfræðilegri skilgreingu offitusjúklingur. Ég held að ég sé búin að fá smá leið á öllum pælingunum. Kannski að ég taki mér bara smá frí. Ekki frá æfingum né hollu mataræði, heldur frá öllum pælingum....
þriðjudagur, 30. mars 2010
mánudagur, 29. mars 2010
sunnudagur, 28. mars 2010
föstudagur, 26. mars 2010
fimmtudagur, 25. mars 2010
þriðjudagur, 23. mars 2010
mánudagur, 22. mars 2010
Hér er ég nýkomin heim úr vinnunni. Búin að taka snyrtilega hnútinn úr hárinu enda kominn tími á að slaka aðeins á. Ég get ekki annað verið en ánægð með lærin og mittið, allt hitt þarf að vinna meira með. Mig vantar bara nýtt á gólfið í herberginu sem við köllum "snug".
Ég eldaði svo voðalega góðan kvöldmat handa okkur Dave, flysjaði og kubbaði niður sætar kartöflur og steikti við vægan hita ásamt nokkrum sítrónusneiðum. Þegar kartöflurnar voru brúnaðar og aðeins mýktar setur maður kubbaða kjúklingabringu út á pönnuna ásamt krömdum hvítlauksgeira og smávegis rósmarín og salt og pipar. Steikja kjúllann vel og setja svo matskeið af hunangi út á pönnuna og malla í tvær mínútur. Bera á borð með annaðhvort grilluðu eða gufusoðnu grænmeti. Þessi uppskrift var aftan á auglýsingu fyrir eitthvað sem kom hingað inn um lúguna. Allt öðruvísi bragð en ég er vön að gera, maður verður svo vanur að nota sama kryddið eða sama grunnefnið að það verður oft svipað bragð af flestu sem maður eldar. En sambland af sítrónu og sætu hunangi og svo sætu kartöflunum var voðalega skemmtilegt og alveg nýtt. Ég nota reyndar oft bara gulrætur ef ég á ekki sætar kartöflur. Já, svona er það á mánudagskvöldi á þessu heimili.
sunnudagur, 21. mars 2010
föstudagur, 19. mars 2010
Fostudagsfilingur i dag, allir i casual wear i vinnunni og bara stud. Eg ad fara aftur ut a djammid a morgun med gomlu vinnufelugunum og vonandi ad bacardi og kok kurinn tydi ekki svinari a sunnudaginn. Nu er ad syna i hvad manni byr. Raaawwwkk!!!
fimmtudagur, 18. mars 2010
Rutinan. Eg er byrjud i raektinni. Tek straeto klukkan 6:20 og lest klukkan 7:00. Er byrjud ad hlaupa a vel klukkan 7:30. Lyfti svo samkvaemt programmi i 20 minutur, sturta og svo byrjar vinnudagurinn. Fullkomid. Eg tek med mer morgunmat og hadegismat og elda svo a kvoldin. Tad sem tarf ad finna ut med er hvad eg borda i morgun og hadegi. Her er svaka finn ressi sem madur ma koma med nesti og sitja og borda. Og teir virdast lika selja agaetis mat. En eg hef ekki isskap ne orbylgju tannig ad eg tarf adeins ad skoda matsedillinn med tetta i huga. Eg er ekki hrifin af heitu jogurti og soldnudu salati. En vodalega sem tad er naes ad koma heim, elda mat og sitja og spjalla. Og horfa svo a sjonvarp adur en eg dett ut af i sofanum. Eg er tvimaelalaust betur til tess fallin af vinna 9-5. Eina sem vantar i rutinuna er ad finna hvar mastersnamid fellur inn i. Tad hlytur allt ad koma lika. Alla vega, eg er haestanagd med sjalfa mig, lifid og tilveruna og get ekki sed en ad tad se allt a uppleid hja mer. Rock on!
þriðjudagur, 16. mars 2010
sunnudagur, 14. mars 2010
Á veitingastaðnum hékk þessi ljósmynd upp á vegg af tveimur kumpánum sem við Dave skýrðum Jones the Drunk og Jones Down the Pub. Myndin er tekin um aldamótin og sýnir þá félaga í gapastokki sem á er letrað "Drunk Again". Greinilegt að eitthvað hafa þeir skemmt sér þann daginn. Lúkas vildi fá að vita hvað þeir höfðu gert til að komast í þessa klípu og Dave útskýrði fyrir honum að mennirnir höfðu fengið sér of mikinn bjór. Lúkasi fannst mikil mildi að ég væri ekki í stokknum með mönnunum enda hafi ég farið út á föstudaginn og "mamma, she likes to be drunk!" Það sem börnum dettur í hug!
Í tilefni þess að hér er haldin heilagur Mæðradagur í dag buðu Láki og Dave mér út að borða á The Corn Mill í Llangollen. Þetta er gamall siður að halda upp á mæðradag, kemur frá því að vinnuhjú fengu frí þennan dag til að fara í messu í "Móður kirkjuna" eða "Mother Church" og svo var tíminn líka notaður til að heimsækja fjölskylduna. Með minnkandi kirkjusókn færðist svo orðið mother church yfir á mömmuna. Sem hentar mér ægilega vel svona af því að ég er mamma og fæ út úr þessu parmaskinkuvafinn skötusel í aðalrétt og sticky toffee pudding í eftirrétt. Það er líka alltaf voðalega gaman að fara til Llan, þar er ægilega fallegt og svona "quirky" og alltaf eitthvað að gerast. Ég líka búin að jafna mig á þynnkunni en við fórum á ægilegt skrall við gömlu vinnufélagarnir mínir svona til að styrkja vinaböndin. Það er nú fátt sem treystir þau meira en gott fyllerí. Ég held að hér sé ég komin með góðan hóp sem vonandi á eftir að halda aðeins í. Ég er bara svo hrikalega léleg að halda sambandi við fólk. Finnst vont að tala í síma og er voðalega heimakær. Vonandi bara að þau haldi sambandi við mig.
Ég fór svo á fimmtudaginn í verlsunarleiðangur og keypti mér allt nýtt í fataskápinn fyrir nýju vinnuna. Nú á ég bara buxur í stærð 16 og fínar vinnuskyrtur og vinnukjóla. Ég henti aftur út allskonar drasli sem er orðið teygt og of stórt. Mikið sem ég er ánægð með skápinn núna, allt pínkulítið og snyrtilegt. Og svo bara hlakka til að komast í 14. Og svo 12. Og þá erum við orðin nokkuð sátt. Og vonandi að það gerist ekki alveg strax því ég á ekki fyrir meiri fötum í bili!
föstudagur, 12. mars 2010
fimmtudagur, 11. mars 2010
miðvikudagur, 10. mars 2010
þriðjudagur, 9. mars 2010
mánudagur, 8. mars 2010
Ekki heppni samt hvernig ég er í dag. Ég fór aðeins yfir um á fíkniefnaneyslu í gær og er núna með gígantísk fráhvarfseinkenni. Er að berjast en nenni ekki að "fight the good fight" í dag. Svona eru þeir sumir dagarnir. Ég hljóp í morgun og er búin að borða fínan morgunmat og er búin að búa til salat í hádegismat en hjartað er bara ekki í þessu. Mig langar í smjörbakaðan flapjack og karamellur frá Thornton´s. Svona er líf fíkilsins. Sumir dagar eru góðir, suma daga sér maður ekki tilganginn. Er ég alveg hrikalega sjálfhverf ef ég set 95 kílóa myndina á vegginn fyrir framan mig til að minna mig á tilganginn?
fimmtudagur, 4. mars 2010
Á morgun 5. mars verða komnir 12 mánuðir síðan ég vigtaði mig á nýrri vigt sem þoldi yfir 120 kíló og komst að því að ég væri rúm 125 kíló. Ég var þá búin að skoða, plana og skipuleggja í dálítinn tíma og var loksins tilbúin að taka á honum stóra mínum. Ég skrásetti töluna 125 kíló í spreadsheetið mitt þó svo að vigtin segði 125.6. Ég bara gat ekki tekist á við meira en það. Í morgun steig ég svo á vigtina í fimmtugasta og annað skiptið. Og vigtin sagði 95 kíló. Ég er semsagt búin að ná 30 kílóa takmarkinu á 12 mánuðum. Og ég bara gæti ekki verið ánægðari. Ég er búin að læra svo margt, uppgötva svo margt nýtt, ég hef öðlast skilning á sjálfri mér og heiminum í kringum mig og ég er alveg sannfærð um að ég sé búin að gefa sjálfri mér besta möguleikann á að takast að viðhalda þessu núna það sem eftir er. Ég er búin að kenna sjálfri mér að hugsa öðruvísi og þó svo að það taki mig aðra 12 mánuði að losa mig við kílóin tuttugu sem eftir eru og svo næstu 50 árin að viðhalda þeirri þyngd þá er ég ekkert hrædd. Ég veit við hvað ég er að berjast. Ég þekki djöfulinn minn. Og í dag gef ég honum langt nef og hoppa í kringum hann í nýju buxunum mínum.
miðvikudagur, 3. mars 2010
Ég er alveg gífurlega skipulögð. Og ég efast ekki um að "strategy and planning" sé mitt skæðasta vopn í stríðinu við spikið. Þetta er heilmikil vinna en verður alltaf auðveldara og auðveldara eftir því sem maður venst því hvernig er best að gera skipulagið auðveldara. Ég geri vikumatseðil á hverjum mánudegi. Ég svindilbraska aðeins og geri hann í vinnunni. Það breytist smávegis svona yfir vikuna en að mestu leyti fylgi ég planinu. Enda kaupi ég í matinn samkvæmt matseðlinum. Engin vitleysa kemst í skápana hjá mér! Ég minni sjálfa mig á hvað ég þarf að gera til að láta þetta virka og svo reyni ég líka að plana sunnudaginn minn. Ef ég er búin að skrifa niður vitleysuna þá held ég mig oftast bara við þá vitleysu og læt duga. Ef ég er ekki búin að ákveða hver vitleysan verður þá kemur fyrir að hún fer bara út í einhverja vitleysu! Ég er hætt að þurfa að segja mér skammtastærðir, ég veit hvað ég má setja mikið á diskinn. En ég vigta allt ennþá. Og margt af þessu er eitthvað sem ég kalla bara mínum nöfnum eins og Fiskikaboob (fiski-ka-búbb) sem er fiskur og grænmeti á teini. En svona er þetta, vikan á svörtu og hvítu.
Svona á maður sko að byrja daginn. Lyftingar og svo grísk jógúrt, banani, möndlur, smá kanilhafrar og 2 hakkaðar döðlur til að fá sæta bragðið. Og að sjálfsögðu hálfur lítri af kaffi. Svona um það bil. Kanilhafrar eru haframjöl ristað á pönnu með kanil og smá agave. Ég fæ mér svoleiðis voðalega oft. Rista bara fjóra 30 gramma skammta í einu og á svo tilbúið í dós. Ég held að morgunmatur sé orðin uppáhalds máltíðin mín. Eins og ég strögglaði við að koma mat ofan í mig að morgni til hér til að byrja með þá finn ég að ég hlakka orðið til að fá þessar samsetningar mínar, smoothies, grískt jógúrt með endalausum valmöguleikum á gúmmelaði til að setja út á og svo hafragrautarnir mínir, með allskonar bragðarefum. Þvílík veisla!
þriðjudagur, 2. mars 2010
Alveg sannfærð um að öll mín vandræði stemma frá heilanum ákvað ég fyrir nokkrum vikum að ég þyrfti að laga í mér heilabúið. Og að það myndi gerast með því að fara í Cognative Behavioural Therapy (Íslensk þýðing anyone?). Þar sem ég átti ekki fyrir heilum sálfræðingi keypti ég mér bara bókina. The Beck Diet Solution er skrifuð af Dr. Judith Beck sem er dóttir Dr. Beck sem var frumkvöðull á sviði atferlis sálfræði (?). Bókin byggist upp á að gera vissar breytingar á hugsanaferlinu og þar með breyta viðhorfi manns til matar og ofáts og líkamsræktar. Maður þarf t.d. að setjast niður til að borða hverja máltíð. Maður þarf að hrósa sjálfum sér. Maður þarf að mæla hversu svangur maður er í alvörunni. Maður þarf að skrifa niður markmið. Maður þarf að setja lykilorð sem eru hvetjandi. Maður þarf að skrifa hvetjandi skilaboð á litla miða hingað og þangað...hang on hang on! Þetta hljómar kunnuglega! Kemur ekki í ljós að ég var búin að finna upp á þessu öllu saman bara svona sjálf hérna heima. Ég er semsagt atferlissálfræðingur frá náttúrunnar hendi. Að vakna á morgnana og ákveða að gera sitt besta þann daginn, það er allt og sumt sem þarf til. Að gera sitt besta. Og það skiptir engu máli hvaða erfiðleikar það eru sem maður þarf að yfirstíga, maður verður bara að yfirvinna þá. Ég hélt til dæmis alltaf að ég væri verr sett en allt mjóa fólkið, það væri búið einhverjum hæfileikum sem mig vantaði. En svo kemur bara í ljós að mitt eina vandamál er að ég er gráðug og löt. Og það er mjög einfalt að laga það. Ég hef hemil á græðginni með því að æfa mig í að smásaman borða minna og letinni leyfi ég bara ekki að ráða. Um leið og maður er komin í vana með að gera eitthvað þá hættir maður að vera latur. Ég er ekki að segja að þetta sé auðvelt. En þetta er einfalt. Það er erfitt að vera feitur. Það er erfitt að grenna sig. Maður verður bara að velja hvorn erfiðleikann maður vill.