föstudagur, 30. janúar 2004
Dave minn er kominn í vikufrí sem er alveg dásamlegt. Við ákváðum að auk þess að slappa af þá myndum við mála eldhúsið sem er vægast sagt málað í hræðilegum lit sem stendur. Það verður gaman. Ég er að hugsa um að mála það ekki hvítt heldur fara eftir ráðleggingum Llewellyn-Bowen og nota "icelandic blue matt" (alvöru litur) eða daufgræn-ráan svona til að "inject some class" í eldhúsið. Llewellyn-Bowen er nú einusinni "interior" gúrú hérna í Bretlandi. Hmmm....kannski ekki meðmæli með þessari teppalögðu þjóð?
fimmtudagur, 29. janúar 2004
Lúkas lá steinsofandi í vöggunni sinni en spriklaði engu að síður um og ýlfraði öðru hvoru. Þegar hann hafði gert þetta í 20 mínútur vakanði hann með andfælum og öskraði og æpti og ég átti bara í heilmiklum vandræðum með að róa hann niður. Og hann var hálf ómöglegur allt kvöldið. Það eina sem mér dettur í hug er að hann hafi fengið martröð. Getur það bara verið? Dreymir ungabörn? Og hvað getur hann hafa dreymt slæmt? Ég trúi því bara ekki að heili sem gerir enn ekki greinarmun á sjálfinu og umhverfinu geti dreymt. En ef ekki martröð hvað þá?
miðvikudagur, 28. janúar 2004
Þá er það loksins komið óveðrið sem við erum búin að vera að bíða eftir í viku núna. Fréttatímar hafa allir farið í viðvaranir um komandi ótíð og fólk er búið að vera að pískra um hamfarirnar komandi með óttablandinni virðingu. Við vöknuðum sumsé í morgun við að það hafði snjóað örlítið. (Vegsamngöngur allar úr lagi og slys á fólki þó nokkur) En dagurinn bjartur og fagur að mínu áliti. Um tíuleytið rigndi smá og myndaði gamalkunnugt slabb. (Dave hringir úr vinnunni til að athuga hvort ég sleppi ekki göngutúr dagsins og hvort það sé í lagi með okkur Láka) Við Láki höfum gaman af því að splassa aðeins um í slabbinu en áður en við komumst aftur heim hefur sólin brætt allt slabb. (Tracy hringir til að kanna hvort við höfum nægar vistir í húsinu) Það byrjar aftur að rigna og núna er smá rok með. (Veðurstofan varar fólk við óþarfa ferðalögum) Við Láki notum tækifærið og bökum hafrakökur svona fyrst að veðrið er svona vont. Svona er það nú.
þriðjudagur, 27. janúar 2004
Skruppum til Englands í dag og keyptum leiktæki handa Lúkasi. Hann er farinn að skoða svo mikið í kringum sig og teygja sig í dót þannig að við fundum handa honum leikhring með allskonar mismundandi þroskandi og örvandi dóti. Svo þegar hann er búinn að örvast svo að hann er farinn að hringsnúast úr æsingi þá nudda ég hann með róandi nuddi. Glæsilegt það.
mánudagur, 26. janúar 2004
Ég gerði í dag það sem ég var búin að láta sjálfa mig lofa að gera aldrei meðan ég byggi hér í Veils. Ég gerði þetta sí og æ í Belgíu og dálítið á Spáni en var búin að halda í mér hér síðan í júní. En í dag sprakk ég. Og sagði stórar sögur af Íslandi. Stórar, stórar sögur um snjó upp að mitti og útigrill. Um fólkið sem á allt jeppa keypta fyrir kredit-kort. Um hrútspunga sem ungabörn naga meðan þau sofa í vagni við vagg jarðskjálftanna. Um ókeypis hitaveitur og sundlaugar í hverju horni. Um djamm til klukkan 9 daginn eftir. Um parket á öllum gólfum og sturtuböð. Málið er að ég hélt að ég væri að skreyta voða mikið, en í alvöru, er þetta ekki svona á Íslandi?
sunnudagur, 25. janúar 2004
Ég var að velta fyrir mér afhverju mér leiddist Háskólinn svona mikið. Mér hefur alltaf þótt það voðalega skrýtið á miðað við hversu gaman mér finnst að læra og skemmti mér vel á öðrum menntastigum. Mér fannst bara gaman árið sem ég var í Belgíu. Ég held að það hafi með stúdentapólitíkin að gera. Mér þótti hún alltaf hálf-kjánaleg og nennti engan veginn að pæla í henni og hvað þá að taka þátt. En allir þeir sem skemmtu sér vel í háskólanum tóku þátt í, ef ekki pólitíkinni, þá einhverju félagstarfi. Hvenær varð ég svona fýlupúki að nenna ekki að vera með?
Mér skildist á pabba að hann ætlaði að senda þorramat út til Kalla svo hægt sé að halda blót í Iowa-fylki fyrir Íslendingana þar. Hann spurði hvort það ætti að senda mat hingað en ég sagði það óþarfa enda væri bara ein manneskja á heimilinu sem borðar þorramat. Merkilega er að það er ekki ég heldur Dave. Hraustur piltur.
laugardagur, 24. janúar 2004
Mikil ósköp sem sumir dagar eru leiðinlegir og meður bara veit ekkert afhverju. Gærdagurinn var einn af þeim dögum. Ég bara fann mér ekkert til dundurs og var bara sorgmædd og leið allan daginn. Ég held að það hafi verið vegna þess að ég var búin að ákveða að föstudagarnir sem Dave er að vinna séu leiðinlegir. Og ég komst bara ekkert undan þeirri ákvörðun minni. En í dag er allt annað líf. Við Láki vöknuðum bæði í góðu skapi og er það vel.
Ég er með smá áhyggjur af myndalbúminu mínu. Ég skil ekki betur en svo að þeir ætli að loka því vegna þess að maður þarf að borga eftir mánaðarkynningartíma. Ég tími því ekki en þarf samt að geta sýnt myndir af Láka mínum. Hvað gera bændur nú?
Ónó! Byrja nágrannarnir að gera það! Lætin í stelpunni eru svo mikil að hún vakti mig eina nóttina með skrækjunum. Dave heldur því reyndar fram að hún sé að þykjast, svona mikil læti séu tvímælalaust uppgerð. Með smá áhyggjusvip.
Ég er með smá áhyggjur af myndalbúminu mínu. Ég skil ekki betur en svo að þeir ætli að loka því vegna þess að maður þarf að borga eftir mánaðarkynningartíma. Ég tími því ekki en þarf samt að geta sýnt myndir af Láka mínum. Hvað gera bændur nú?
Ónó! Byrja nágrannarnir að gera það! Lætin í stelpunni eru svo mikil að hún vakti mig eina nóttina með skrækjunum. Dave heldur því reyndar fram að hún sé að þykjast, svona mikil læti séu tvímælalaust uppgerð. Með smá áhyggjusvip.
fimmtudagur, 22. janúar 2004
F?rum ? b?inn ? dag gagngert til a? f? okkur kaffibolla ? kaffih?si. Vi? erum b?in a? vera a? mikla ?a? fyrir okkur a? f? okkur bolla ? r?legheitum me? L?ka me? okkur. Vi? ?kv??um ? dag a? l?ta bara slag standa, ef hann vakna?i ?? v?ri ?a? bara svo. Vi? r?ltum fyrst um mi?b?inn og sko?u?um leikf?ng handa honum. Fundum alveg ??islegt t?ki sem sameinar bara allt sem gott leikfang ?arf og meira til. Um er a? r??a st?ran hringlaga p??a me? gati ? mi?junni ?ar sem barni? ? a? sitja. P??inn er mj?kur og ger?ur ?r litr?ku efni. Upp ?r p??anum standa svo stangir sem mynda hvelfingu og ?r st?ngunum hanga s?rlega ?roskandi leikf?ng. Rosalega flott og r?nd?rt en ?tti a? vera b??i skemmtilegt fyrir hann og ?roskandi og vi? getum leiki? saman og ?a? m? skilja hann eftir ? ?essu stund og stund. Hva? um ?a?, aftur a? kaffibollanum. Vi? settumst inn ? Zouk og p?ntu?um Latte en ??ur en bollinn var h?lfna?ur vakna?i piltur og ?g hreinlega nennti ekki a? r?fa hann ?r, r?fa mig ?r til a? gefa og fara inn ? kl?sett til a? skipta ? honum. ?annig a? vi? drifum okkur bara heim. Ekki alveg s? ?rangur sem ?g var a? vonast eftir en ?g veit ?a? ? bara fyrir v?st n?na a? ef ?g ?tla a? reyna ?etta aftur ?? ver? ?g a? vera tilb?in ? svona ?fingar.
Gærkveldið nálgaðist það sem ég vil kalla fullkomnun. Barnið satt, sælt og sofandi í sínu rúmi, maðurinn að dúllast við tölvuna og ég fyrir framan sjónvarpið með Diet-Coke og popp horfandi á ER. Já, nýjasta serían byrjaði með hvelli, og þeir sýndu tvo fyrstu þættina "back to back". Ég veit bara fátt betra.
Einn af arkitekta þáttunum sem ég horfi mikið á var líka á skjánum. Í þetta sinnið var fylgst með pari sem var að byggja sér fullkomna penthouse íbúð í London. Þau eyddu tæpum 2 milljónum punda (260 milljón kall) í að ná fullkomnum. Til dæmis kostaði eldavélin þeirra 4 milljónir króna. Ókei þettta var geðveikislega flott eldavél, en samt. Það er helmingurinn af húsinu sem mig langar til að kaupa hér. Maður á erfitt með að samgleðjast svonalöguðu. Langar miklu frekar bara til að öfundast og vera með leiðindi. Og ég hugsa að meira segja Pollýönnu myndi líða þannig.
Einn af arkitekta þáttunum sem ég horfi mikið á var líka á skjánum. Í þetta sinnið var fylgst með pari sem var að byggja sér fullkomna penthouse íbúð í London. Þau eyddu tæpum 2 milljónum punda (260 milljón kall) í að ná fullkomnum. Til dæmis kostaði eldavélin þeirra 4 milljónir króna. Ókei þettta var geðveikislega flott eldavél, en samt. Það er helmingurinn af húsinu sem mig langar til að kaupa hér. Maður á erfitt með að samgleðjast svonalöguðu. Langar miklu frekar bara til að öfundast og vera með leiðindi. Og ég hugsa að meira segja Pollýönnu myndi líða þannig.
miðvikudagur, 21. janúar 2004
Vissuð þið að Yale háskóli í Bandaríkjunum heitir svo vegna Elihu Yale sem var frá Wrexham? Merkilegt ekki satt?
Ég er að komast að hinu og þessu um borgina sem ég bý í svona meðan ég rannsaka hvað ég get sýnt stelpunum og gert með þeim. Ég hugsa nú samt að ég sleppi sögutúrnum og sýni þeim frekar "daglegt líf" túrinn minn. Kannski geta þær bent mér á eitthvað hér sem ég sé ekki svona eins og þegar ég benti Dave á að Wrexham væri bara laglegasti bær. Hann vissi það ekki. Glöggt er gestsaugað.
Ég er að komast að hinu og þessu um borgina sem ég bý í svona meðan ég rannsaka hvað ég get sýnt stelpunum og gert með þeim. Ég hugsa nú samt að ég sleppi sögutúrnum og sýni þeim frekar "daglegt líf" túrinn minn. Kannski geta þær bent mér á eitthvað hér sem ég sé ekki svona eins og þegar ég benti Dave á að Wrexham væri bara laglegasti bær. Hann vissi það ekki. Glöggt er gestsaugað.
þriðjudagur, 20. janúar 2004
Við Láki fórum í nudd í gær. Ég lærði að nudda hann (þó að mér finnist ég nú eiga skilið nudd frá honum eftir alla þessa mjólk!) og ég var rosalega ánægð með tímann. Ég hafði búist við að hann væri lengur að taka þessu en raun bar vitni, hann rúllaði um í alsælu, hæstánægður með mömmuna sína. Við verðum þarna nokkra næstu mánudaga. Svo í lok febrúar byrjar sundkennslan. Þetta er bara stíft prógramm hjá honum frá byrjun. Fékk mig til að hugsa að nútildags er ætlast til að maður taki þátt í öllum svona örvandi aktivítetum, láta þau svo í milljón íþróttir, og ballett og leshring og ég veit ekki hvað og hvað, allt til að gera þau klárari og sniðugri og hæfari til að verða mjó og rík og ég veit ekki hvað. Ég hugsa að ég, Láki og Dave tökum frá tíma til að gera ekki neitt saman svona til að and-stimulera hvort annað og sjá hvort við höfum bara ekki gott af því líka.
Mér finnst hálf niðurlægjandi sjónvarpsefnið sem er ætlað heimavinnandi húsmæðrum. Ég kveikti á "Bretland í bítið" á meðan ég borðaði seríósið mitt og þar var maður í viðtali sem hafði að eigin sögn verið andsetinn. Nafnið hans birtist skjánum, Martin Bagnall og undir því stóð "possessed by ghost" svona eins og þegar landlæknir er í sjónvarpinu og við hans nafn stendur "landlæknir" eða ef móðir viðfangsefnis birtist þá stendur "móðir Bárðar" eða eitthvað. Í þessu viðtali var því bara tekið sem gefnu að manndulan hafi verið andsetinn! Ekki einu sinni reynt að útskýra persónuleikabreytinguna á neinn annan hátt. Hann kallaði bara til miðla sem særðu út andann. Hvað ef maðurinn er veikur og þarf að kalla á geðlækni en gerir ekki vegna þess að hann tekur "lækningu" miðlanna sem gefna? Og spyrlarnir bara spurðu og spurðu um andann. Samt kom í ljós að miðlarnir höfðu sagt að andinn hafði dáið í húsinu í kringum 1800 en húsið var bara rétt um 100 ára gamalt! Meira að segja ég sé reikningsskekkjuna hér! Og þetta á ég bara að gleypa með seríósinu eins og ekkert sé. Ég held nú síður!
sunnudagur, 18. janúar 2004
Ég smakkaði þessa súkkulaðiköku fyrst vorið 1991. Mig minnir endilega að það hafi verið í tilefni af stúdentaútskrift Dóru Sifjar fremur en Kalla bróður sem við fórum út að borða á Veitingastaðinn við Tjörnina. Ég man að ég var enn matvönd á þessum tíma og varð fyrir ægilegum vonbrigðum með matseðilinn, vildi alls ekki borða fisk (oja bara!) og pantaði svartfugl. Enginn sagði mér að svartfugl væri EKKI eins og kjúklingur. Ég sat því í einni af fýlunum mínum (svipuð þeim sem ég fer í þegar ég fæ vitlausar jólagjafir) úti í horni og var of fúl til að panta eftirrétt. Dóra pantaði sér súkkulaðikökuna og þrátt fyrir að vera frekar óásjáleg svona sem súkkulaðikaka þá langaði mig til að smakka og narraði Dóru Sif til að gefa mér bita. Og hvílik súkkulaðikaka. Hún var þykk á bragðið, minnti jafnvel á karamellu en bráðnaði samt á tungunni, súkkulaðibragðið gaf frá sér vott af kaffiilmi og en samt var hún svo sæt. Við fórum svo heim eftir matinn og ég hugsaði um kökuna. Hvernig gat eitthvað svona gott bara verið til? Ég hugsaði um hana árum saman og leitaði logandi ljósi að henni, en eini staðurinn sem hún fékkst var Við Tjörnina. Sem betur fer þroskaðist matvísin mín og ég naut þess orðið að borða góðan fisk þannig að nú gat ég farið á Tjörnina og notið alls matarins. Enég verð að viðurkenna að það var alltaf desertinn sem ég beið eftir. Mér áskotnaðist svo uppskriftin að kökunni fyrir nokkru. Hvílík himnasending. Mátturinn væri minn! Ég var búin að liggja yfir henni og margbaka hana í huganum til að vera alveg viss um að vera að gera rétt þegar ég loksins léti verða af því í alvörunni. Þetta er ekkert spaugsmál, fyrir mér er það að baka þessa köku eins og fyrir steingervingafræðing að sjá lifandi risaeðlu, fyrir sagfræðing að fara aftur í tíma, fyrir Jón Bö að hitta Gunnar á Hlíðarenda, hún yrði því að vera fullkomin.
Ég safnaði að mér eggjum og öðru og hófst handa á laugardaginn. Hún var furðu auðveld að gera þegar ég var byrjuð og tók örstuttan tíma. Ég varð fyrir smá vonbrigðum, þetta var of auðvelt. Ég setti hana í ofninn og meðan ég beið eftir því að hún bakaðist hugsaði ég hvað ég væri nú heppin. Að eiga smá sneið af himnaríki og geta núna bara alltaf fengið smakk. En eftir því sem ég hugsaði meira um það fann ég að spenningurinn var að minnka og minnka. Ég tók kökuna út og lét kólna. Ég þorði ekki að smakka. Ég fann það og vissi að ég var búin að skemma kökuna fyrir sjálfri mér. Með því að búa hana til sjálf var ég búina að taka töfrana í burtu, hún var orðin "common and nasty", og mig langaði ekki rassgat í hana lengur. Ég vissi núna að hún er bara súkkulaði, sykur og egg. Í henni er enginn galdur. Kakan sem ég er búin að nota sem viðmið um það sem er best í heimi á bragðið í 13 ár er komin niður af hásætinu.
Svona fer ef maður fer að pota of mikið í hlutina. Maður á að leyfa sumu að halda töfrunum, gömlu góðu dagarnir eru akkúrat það vegna þess að þeir eru liðnir.
Ég safnaði að mér eggjum og öðru og hófst handa á laugardaginn. Hún var furðu auðveld að gera þegar ég var byrjuð og tók örstuttan tíma. Ég varð fyrir smá vonbrigðum, þetta var of auðvelt. Ég setti hana í ofninn og meðan ég beið eftir því að hún bakaðist hugsaði ég hvað ég væri nú heppin. Að eiga smá sneið af himnaríki og geta núna bara alltaf fengið smakk. En eftir því sem ég hugsaði meira um það fann ég að spenningurinn var að minnka og minnka. Ég tók kökuna út og lét kólna. Ég þorði ekki að smakka. Ég fann það og vissi að ég var búin að skemma kökuna fyrir sjálfri mér. Með því að búa hana til sjálf var ég búina að taka töfrana í burtu, hún var orðin "common and nasty", og mig langaði ekki rassgat í hana lengur. Ég vissi núna að hún er bara súkkulaði, sykur og egg. Í henni er enginn galdur. Kakan sem ég er búin að nota sem viðmið um það sem er best í heimi á bragðið í 13 ár er komin niður af hásætinu.
Svona fer ef maður fer að pota of mikið í hlutina. Maður á að leyfa sumu að halda töfrunum, gömlu góðu dagarnir eru akkúrat það vegna þess að þeir eru liðnir.
föstudagur, 16. janúar 2004
Jæja þá er maður kominn með hringinn og gengur bara vel. 'Eg held að mér líki bara vel við hann. Við skemmtum okkur vel saman litla fjölskyldan, röltum um miðbæinn í sól og blíðu, og vorum voða ástfangin og rómantísk. Ég held nú að annað sé ekki hægt á svona merkisdegi. Svo er reyndar seinni parturinn búinn að fara í að hugga Láka, sem er ekki búinn að vera hress. Hann er kvefaður og það pirrar greyið eitthvað. Ég held að hann sé (ólíkt móður sinni) líka búinn að fá nóg af endalausum myndatökum. Hann er kannski hlæjandi og ég ríf upp vélina en um leið og hann sér hana færist ský yfir andlitið og ég bara næ ekki brosi frá honum. Ég er því að hugsa um að hætta að mynda hann og taka einungis sjálfsportrett og þannig eru allir ánægðir.
fimmtudagur, 15. janúar 2004
Það er búið að vera hálfleiðinlegt hjá mér í dag. Rigningin stytti göngutúrinn all verulega og ég einvernvegin festi ekki hugann við neitt af því sem ég tók mér fyrir hendur. Leiðinlegir svoleiðis dagar þegar maður vill ekki skemmta sér sjálfur heldur fá aðra til að gera það fyrir mann. Sem betur fer er Dave í fríhelgi núna þannig að ég hef hann heima næstu þrjá daga. Við ætlum í bæinn á morgun að ná í hringinnn minn sem er loksins tilbúinn. ég er spennt að sjá hvernig mér gengur að vera með hann, ég hef aldrei þolað skartgripi, finnst eitthvað smart í nokkra daga en verð svo bara pirruð og tek það af mér. Og týni. Verður það eitthvað öðruvísi svona af því að þetta er trúlofunarhringur? Ég er búin að segja Dave að ég sé ekki mikið fyrir svona glingur og hann vissi það svo sem. Lenti í svaka vandræðum með að velja rétta hringinn því hann hafði ekkert til að miða við. Hann yrði nú samt voða sár ef ég týndi hringnum. Það að vera búin að festa okkur er honum afskaplega mikilvægt. Hann er með mjög hefðbundnar hugmyndir um hvernig þetta á allt að vera. Sem er mjög fyndið þegar horft er til þess hvernig við gerðum þetta. Allt á öfugum enda.
miðvikudagur, 14. janúar 2004
Enn af spiki. Ég horfði á heimildarþátt í sjónverpinu í gær um konu sem minnti mig dálítið á mig. Hún var í svona krossferð til að skoða samfélagið og sjálfa sig og reyna að finna út úr því hvers vegna hún var feit. Samfélagið er náttúrulega hálf klikk, hér eru Macjónasar og Börger Kingar út um allt og allir bjóða upp á Jumbo size eða Mega size eða maxi size og við erum ekki útbúin þannig að við þolum allt þetta. Sætindi eru orðin svo auðveld að ná í en við hreyfum okkur ekkert á miðað við það sem fólk þurfti að hreyfa sig áður fyrr. Allt helst þetta í hendur til að skapa það offitu-heilbrigðisvandamál sem vestrænar þjóðir standa frammi fyrir í dag. Og allt stefnir í að við séum bara að verða feitari. Allir þessir megrunarkúrar og líkamsræktarstöðvar og við fitnum bara. Að fitna svona með öllum hinum er það sem ég kalla tilbúnar fitubollur. Fólk sem ætti að vera grannt, hefur alltaf verið það þangað til núna að skammtastærðirnar taka einfaldega yfir og fólk tútnar bara út. Ég er aftur á móti það sem ég vil flokka sem náttúrulega fitubollu; ég hef alltaf verið svona, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mömmu, Krístínar hjúkku og svo sjálfrar mín til að breyta astandinu, og ég væri sjálfsagt líka feit þó ég hefði fæðst í Eþíópíu. Konan í myndinni var líka svona náttúruleg bolla og ég skildi allt sem hún talaði um þangað til að kom að mögulegum útskýringum. Hún, eins og svo margir aðrir, talar um "comfort eating" þ.e. að borða til að fylla eithvað tómarúm í lífinu, borða af leiðindum, borða vegna þess að maður er óhamingjusamur og það er eitthvað að í sálinni. ég er núna búin að leita og leita að óhamingjunni, leiðindunum, vandamálinu sem gæti hafað komið þessu öllu af stað hjá mér og viðhaldið því svo. Og ég finn það bara ekki. Það hefur aldrei neitt verið að hjá mér. ég hef alltaf verið nokkuð ánægð með mitt og kát, það hefur aldrei neitt komið upp á sem ég hef ekki getað klórað mig fram úr, ég á yndislega fjölskyldu og góða vini, ég tel mig vera lukkunnar pamfíl á allan hátt og hef alltaf gert. Það eina sem ég get fundið er að mér finnst matur og súkkulað bara alveg ógeðslega gott og er svo "hedonistic" að ég hef alltaf bara gert það sem mér finnst gott. Það er útskýringin. Einfalt ekki satt?
þriðjudagur, 13. janúar 2004
Veðrið er búið að vera alveg hræðilegt í allan dag, svo vont að ég komst ekki út í göngutúrinn okkar Láka. Hann er líka búinn að vera ómögulegur í allan dag. Það er greinilegt að hann þarf á fersku lofti að halda. Í staðinn fyrir ferskt loft erum við búin að vera að fylla út ýmsar skattaskýrslur. Við komumst að því að Hr. Blair vill endilega láta okkur fá meiri pening fyrir Láka svo lengi sem við fyllum út allskonar pappíra. Mikið verk og flókið og ekki auðveldar milliríkjasambandið, sem við erum í, málið. En við höldum að það sé allt klappað og klárt núna og gæti verið okkur í hag. Sakar alla vega ekki að reyna.
Ég fékk auglýsingu inn um bréfalúguna í dag sem auglýsti fitubollufundi í samkomuhúsinu hér í Rhos. Ég er svona að velta því fyrir mér hvort ég eigi að kíkja. Það sakar ekki að vera í stuðningshóp og hver veit nema að maður hitti fólk sem manni líkar við. En það samt er ekki alveg það sem ég er að reyna, ég er ekkert endilega að reyna að léttast, ég vil breyta hugsunarhætti mínum og ég veit ekki hvort "Fat Friends" gera það með mér.
Ég fékk auglýsingu inn um bréfalúguna í dag sem auglýsti fitubollufundi í samkomuhúsinu hér í Rhos. Ég er svona að velta því fyrir mér hvort ég eigi að kíkja. Það sakar ekki að vera í stuðningshóp og hver veit nema að maður hitti fólk sem manni líkar við. En það samt er ekki alveg það sem ég er að reyna, ég er ekkert endilega að reyna að léttast, ég vil breyta hugsunarhætti mínum og ég veit ekki hvort "Fat Friends" gera það með mér.
sunnudagur, 11. janúar 2004
Ég og Láki erum búin að vera ein að stússast þessa helgina enda er Dave að vinna. Ég var búin að ákveða að fara í bæinn á laugardag og kaupa mér gallabuxur og pena skó en svo var nú bara slagveður þannig að ég setti þær áætlanir á pásu. Keypti mér þess í stað Marie Claire til að lesa mér til um hvurslags skó og gallabuxur ég ætti að kaupa. Svona til að vera alveg örugglega í tískunni. Kemur þá ekki í ljós að lúkkið sem mun tröllríða öllu í sumar er "Big Hair". Og ég sem var að fjárfesta í sléttijárni til að minnka mitt náttúrulega big hair! En ég á sem betur fer rykfrakka sem er víst líka lykilatriði um þessar mundir. Sjúkket!
Helgin hefur svo mest megnis farið í (Láka að sjálfsögðu en þess á milli) að skrifa matreiðslubókina mína. Það er svona fínt prógram í tölvunni sem setur uppskriftir upp á svo auðveldan hátt að ég ákvað að færa krumpuðu og olíubornu blaðsnifsin mín yfir á þetta fallega prógramm. Ég læt fylgja með stuttar sögur hverjum rétti þannig að mér allri má gefa ritið út sem einhverskonar ævisögu. "Endurminningar 400 kílóa konu: eða Lifað með rjóma."
Helgin hefur svo mest megnis farið í (Láka að sjálfsögðu en þess á milli) að skrifa matreiðslubókina mína. Það er svona fínt prógram í tölvunni sem setur uppskriftir upp á svo auðveldan hátt að ég ákvað að færa krumpuðu og olíubornu blaðsnifsin mín yfir á þetta fallega prógramm. Ég læt fylgja með stuttar sögur hverjum rétti þannig að mér allri má gefa ritið út sem einhverskonar ævisögu. "Endurminningar 400 kílóa konu: eða Lifað með rjóma."
föstudagur, 9. janúar 2004
Pósturinn lætur ekki að sér hæða. Ég veit fyrir víst að mamma sendi myndavélina af stað á miðvikudaginn og hún er bara komin hingað! (Myndavélin þ.a.e.s., ekki mamma.) (Því miður.) Ég hef því grun um hvað fullkomnunarsinninn eiginmaðurinn tilvonandi kemur til með að eyða helginni í. Sem er hið besta mál, ég vil endilega fá græjuna í gang sem fyrst og hafa það allt sem flottast.
Ég bý í hundsrassi. Það er sumsé komið í ljós. Það er ekki svo einfalt að komast hingað frá London. Sér í lagi ef flogið er með icelandexpress sem lendir á Stansted. Það er strax orðið skárra að fljúga með icelandair á Heathrow, því þaðan eru auðveldari samgöngur hingað norður eftir. Hrikalegt að neyðast eiginlega til að halda áfram viðskiptum við flugleiðir, ég var svo hrifin af samkeppninni frá express. Helst þyrfti ég að fá flugfélög til að fljúga beint til Manchester, þá væri þetta ekkert mál. Geta vinir og ættingjar ekki fengið inngöngu í "Rauðu Djöflana" aðdáendaklúbb Man. Utd. og fengið far þegar farið er á leiki?
Jæja, allt annað líf í dag, þegar Láki sofnaði loksins svaf hann bara sína venjulegu 8 tíma og var svo alveg eðlilegur þegar hann vaknaði í morgun. Ég var nú svona hálf móðursjúk (!) yfir því hvernig hann var í gær en Dave minnti mig á að það væri nú óþarfi, við vissum svo sem hvað væri að, það væri ekki eins og við stæðum ráðalaus og vissum ekkert hvað hrjáði hann. Sem minnti mig að ég á það allt saman eftir! Ég er varla bógur í þetta foreldrahlutverk ef ég get ekki plumað mig í gegnum eins og eina flensu. Þetta minnir mig aftur og aftur á það hvað maður tekur foreldra sína sem gefnum hlut. Hann hefur ekki hugmynd um hvað ég hugsa mikið um hann og hvað ég myndi gera hvað sem er fyrir hann. Mamma og pabbi hljóta að hugsa það sama um mig. Mér dettur núna til dæmis í hug hvernig mömmu hlýtur að hafa liðið þegar ég var lítil og var skorin upp við botnlangabólgu. Mér fannst þetta ægilegt ævintýri og ástæða til að fá nýjar dúkkur. Hún hlýtur aftur á móti að hafa verið að farast úr áhyggjum. Svona breytist allt við það að eiga barn. Maður fær meira að segja nýja sýn á minningar.
fimmtudagur, 8. janúar 2004
Láki fór í vigtun og tjékk í gær og heldur bara áfram að stækka. Hann er núna 5.4 kíló og 61 cm. Alveg sérstaklega myndarlegur strákur. Við eigum svo að fara í dag saman í tjékk, hann fær fyrstu sprauturnar sínar og læknirinn spyr mig svo sjálfsagt hvernig ég hafi það. Við byrjum svo í barnanuddi mánudaginn 19.jan. Ég hlakka voðalega mikið til þess, að læra að nudda hann og vonandi kynnist ég fleiri kellingum. Ef það er snúið upp á hendina á mér þá verð ég víst að viðurkenna að það er enn það sem er aðeins að angra mig, hvað ég kynnist lítið fólki. Eins gott að mér finnst Dave svona skemmtilegur!
miðvikudagur, 7. janúar 2004
Geðveikin tók algerlega yfir í gær. Ég var búin að ákveða að hætta að borða súkkulaði frá og með 1. jan en á mánudagskvöldið byrjuðu frákhvarfseinkennin og ég hélt að ég myndi bara brjálast. Ég ákvað að lokum með sjálfri mér að ég skildi sko fara í búðina á þriðjudaginn og kaupa nammi. Og það hentaði vel því Dave var að vinna og ég gat því falið átið fyrir honum. Ég rauk út í búð um leið og ég var búin að klæða Láka og keypti lúxux kex pakka. Súkkulaðihúðað kex. Og borðaði þangað til að mér varð illt. Ég setti svo afganginn af kexinu í sokkaskúffuna mína til að a) Dave sæji ekki að ég hefði keypt það b) hann sæji ekki hvað ég hafði borðað mikið af því í einu c) ég gæti þá laumast í það þegar ég vildi. Pakkinn liggur núna í skúffunni og kallar á mig. Samviskubitið og vanlíðanin alger en samt langar mig að finna ástæðu til að fara upp og komast upp með að stinga upp í mig bita án þess að Dave taki eftir. Er þetta sjúkleiki sem einhver kannast við?
Ég er búin að vera í megrun síðan ég var 11 ára gömul. Það virkar ekki. Mér er alveg sama hvort ég sé feit eða mjó, mér finnst ég hvort eð er vera svakalega sæt, en ég er búin að fá nóg af geðveikinni. Ég vil læknast af henni. Ég vil ekki hugsa stanslaust um það hvenær ég fæ næst nammi, hvenær ég get búið til ástæðu fyrir átinu, hvernig ég get falið það. Ég vil ekki lifa með þessu stanslausa samviskubiti yfir átinu. Ég vil ekki vera svona stjórnlaus.
Ég er búin að vera í megrun síðan ég var 11 ára gömul. Það virkar ekki. Mér er alveg sama hvort ég sé feit eða mjó, mér finnst ég hvort eð er vera svakalega sæt, en ég er búin að fá nóg af geðveikinni. Ég vil læknast af henni. Ég vil ekki hugsa stanslaust um það hvenær ég fæ næst nammi, hvenær ég get búið til ástæðu fyrir átinu, hvernig ég get falið það. Ég vil ekki lifa með þessu stanslausa samviskubiti yfir átinu. Ég vil ekki vera svona stjórnlaus.
mánudagur, 5. janúar 2004
sunnudagur, 4. janúar 2004
Við fórum í bíó klukkan 11 í morgun. Þá var ekki fyrsta heldur önnur sýning á Return of the King. Við fengum mömmu hans Dave til að passa og skelltum okkur. Fannst eitthvað betra að láta Láka í pass að morgni til. Myndin er reyndar 3 og hálfur tími þannig að við komum ekki heim fyrr en 3. Hann var þá búinn að drekka tvo pela og vera í svaka stuði. Hann virðist vera alveg sáttur við að vera í passi. Hann er svo forvitinn, skoðar bara í kringum sig. Verst var að hún var búin að leyfa hundinum að vera inni og barnið angaði eins og hundur. Ekki minni stíll.
laugardagur, 3. janúar 2004
Ég skildi þá feðga eftir eina heima i dag. Var búin að setja mjólk i poka handa þeim og fór svo í bæinn að láta laga mig aðeins til. Ég var dálítið stressuð yfir því að láta klippa mig hér, var ekki viss um að ég gæti komið til skila hvað ég vildi, en ég þurfti ekki að hafa áhyggjur, ég hef aldrei verið jafn smart og núna. Stelpan notaði sléttijárn þannig að hárið á mér er rennislétt og flott. Svo flott að ég fór hreinlega og keypti mitt eigið sléttijárn. Svo er það bara að sjá hvort mér takist að gera þetta hérna heima hjá mér.
Þegar hárgreiðslunni lauk fór ég og keypti mér dálítið af nýjum fötum, og nýja tösku þannig að ég er hreinlega eins og nýsleginn túskildingur og sem betur fer því þegar heim kom fékk ég þær gleðifréttir að Feilsporið kemur til Wales 10.-14. mars. Þannig að ég þarf að vera fín og sæt fyrir þær.
Ég er eiginlega of æst yfir heimsókninni til að tala um hana. Ég þarf að melta þetta með mér og róa mig aðeins niður. Og byrja að plana!
Þegar hárgreiðslunni lauk fór ég og keypti mér dálítið af nýjum fötum, og nýja tösku þannig að ég er hreinlega eins og nýsleginn túskildingur og sem betur fer því þegar heim kom fékk ég þær gleðifréttir að Feilsporið kemur til Wales 10.-14. mars. Þannig að ég þarf að vera fín og sæt fyrir þær.
Ég er eiginlega of æst yfir heimsókninni til að tala um hana. Ég þarf að melta þetta með mér og róa mig aðeins niður. Og byrja að plana!
föstudagur, 2. janúar 2004
Stundum eru sum óhöpp betri en önnur það er nú alveg víst. Nú eru tvö óhöpp búin að gerast sem ég tek fagnandi. Mamma bauðst í dag til að senda okkur digi-vélina hennar af því að okkar er "crap" eins og enskir myndu segja. Kemur það í beinu framhaldi af snúrubræðingnum á okkar vél. Ég get því vonandi farið að taka góðar myndir af Láka sem allir geta séð og notið. Ég verð nefnilega bara að segja það að ég er eiginlega alveg í mínus yfir því að enginn sér fallega strákinn minn. Og hann sem er alveg það besta sem ég hef gert hingað til.
Hitt óhappið varð svo í gær þegar, guði sé lof, Dave braut loksins gleraugun sín og neyddist til að fara og kaupa ný. (Sem ég fékk að velja og eru æðisleg og hann er svo sætur.) Ef einhver er í vafa um að það hafi verið kominn tími á ný gleraugu þá get ég bara sagt að hann gekk um með á nefinu það sem ég kalla GunnarsMásgleraugu. Þeir sem vita um hvað ég er að tala eru sjálfsagt sammála mér í að það hafi verið kominn tími á ný. Svona kemur alltaf eitthvað gott úr því sem upphaflega virtist ekki vera af hinu góða.
Hitt óhappið varð svo í gær þegar, guði sé lof, Dave braut loksins gleraugun sín og neyddist til að fara og kaupa ný. (Sem ég fékk að velja og eru æðisleg og hann er svo sætur.) Ef einhver er í vafa um að það hafi verið kominn tími á ný gleraugu þá get ég bara sagt að hann gekk um með á nefinu það sem ég kalla GunnarsMásgleraugu. Þeir sem vita um hvað ég er að tala eru sjálfsagt sammála mér í að það hafi verið kominn tími á ný. Svona kemur alltaf eitthvað gott úr því sem upphaflega virtist ekki vera af hinu góða.
fimmtudagur, 1. janúar 2004
Ég var að horfa á World Idol keppnina í sjónvarpinu, keppendur úr Idol keppnum héðan og þaðan úr heiminum að etja kappi í söng og hinum svo kallaða "x-factor" sem á að vera efnið sem býr til stjörnur. Ég gat ekki annað gert en haldið með Nojaranum Kurt Nilsen, ekki bara vegna frændleika heldur vegna þess að þrátt fyrir að líta út eins og hobbiti þá var hann bara langbesti söngvarinn. Ég hef bara held ég ekki heyrt aðra eins rödd. Hann fór langt fram yfir breska keppandann Will Young sem er mjög vinsæll hér i Bretlandi og bandarísku stúlkunni Kelly Clarkson, sem mér skilst að sé fræg. Enginn dómaranna sá þetta fyrir og sannar enn og aftur að það getur enginn sett upp formúlu og sagt "þetta verður vinsælt" það er alltaf eitthvað sem kemur á óvart. Hvað um það, ég hlakka til að sjá hvað Kurt Nilsen gerir næst, getur hann gert eitthvað úr þessu, rafvirki frá Bergen?
Nyja arid tekur a moti okkur med rigningu og roki herna i Wales, svona vedur sem faer mann til ad vera gladur yfir thvi ad vera inni. Vonandi ad thetta se ekki visbending um thad sem koma skal.
Thetta var skrytid gamlarskvold, skrytid en skemmtilegt. Vid bordudum fasanana (thi hi!), drukkum sma Cava og dulludum vid Láka. Hann sofnadi svo um 11 leytid og vid horfdum a aramotin i Edinborg i sjonvarpinu. Thangad aetla eg ad fara eitthvert arid, skotarnir kunna sko ad skemmta ser a Hogmanay. Vid skridum svo upp i rett eftir 1. Eg fann ekki a mer en finnst samt betra ad gefa Lúkasi mjolk sem eg var buin ad safna. (Eg fekk mer nefnilega 2 sigarettur lika.) Thetta var vodalega naes en eg get ekki sagt ad thad hafi verid mikill hatidleiki yfir thessu, og eg er ekki viss um ad eg se med a hreinu ad nyja arid se hafid. Eg gret ekkert med mommu, ekki einu sinni tho hun hafi hringt. En thetta er lika i fyrsta sinn sidan eg byrjadi ad grata med mommu sem eg er edrú a aramotum. Hmmm...eitthvad til ad velta fyrir ser.
Thetta var skrytid gamlarskvold, skrytid en skemmtilegt. Vid bordudum fasanana (thi hi!), drukkum sma Cava og dulludum vid Láka. Hann sofnadi svo um 11 leytid og vid horfdum a aramotin i Edinborg i sjonvarpinu. Thangad aetla eg ad fara eitthvert arid, skotarnir kunna sko ad skemmta ser a Hogmanay. Vid skridum svo upp i rett eftir 1. Eg fann ekki a mer en finnst samt betra ad gefa Lúkasi mjolk sem eg var buin ad safna. (Eg fekk mer nefnilega 2 sigarettur lika.) Thetta var vodalega naes en eg get ekki sagt ad thad hafi verid mikill hatidleiki yfir thessu, og eg er ekki viss um ad eg se med a hreinu ad nyja arid se hafid. Eg gret ekkert med mommu, ekki einu sinni tho hun hafi hringt. En thetta er lika i fyrsta sinn sidan eg byrjadi ad grata med mommu sem eg er edrú a aramotum. Hmmm...eitthvad til ad velta fyrir ser.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)